Verkefnið snýst um uppbyggingu á öflugum innviðakjarna upplýsingatækni (e. Icelandic e-Research Infrastructure, IREI) sem er sérsniðinn fyrir íslenskt vísindastarf. Verkefnið IREI er byggt á fjórum þjónustustoðum:
- Ráðgjöf
- Varðveislu
- Miðlun
- Reikniafli
Þörf fyrir upplýsingatækni hefur farið hratt vaxandi í flestum rannsóknaverkefnum en verkefnin eru oft dreifð og ráða ekki við öfluga upplýsingatækni ein og sjálf.
Aðgangur að öflugum, hagkvæmum og faglega reknum innviðakjarna getur orðið lyftistöng fyrir íslenskt vísindasamfélag.
Umsjón fyrir hönd Háskóla Íslands
- Upplýsingatæknisvið
Tengiliður: Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri upplýsingatæknimála
Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 845 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021 til og með 2026.
Tengt efni