
Lagadeild
Lagadeild Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1911. Mikil og góð reynsla er því fyrir hendi ásamt því að kennsluhættir eru í senn bæði nútímalegir og fjölbreyttir.
Markmið Lagadeildar er að brautskrá framúrskarandi lögfræðinga sem eigi ríkan þátt í að efla og styrkja íslenskt réttarkerfi í nútíð og framtíð.
Sjáðu um hvað námið snýst

Grunnnám
Skipan BA-námsins miðast við þrjú ár eða 6 misseri og vegur 180 einingar (ECTS). Lágmarkseinkunn er 6.0 í öllum námskeiðum. Öll námskeið í BA-náminu eru skyldunámskeið og lýkur náminu með 6 eininga lokaritgerð.
Sjá nánari upplýsingar um námskröfur á síðu námsleiðarinnar.

Framhaldsnám
Meistaranám Lagadeildar er í senn hagnýtt og vandað. Í meistaranáminu beita nemendur grunnþekkingu sinni í lögfræði á sjálfstæðan og gagnrýnin hátt. Lagt er kapp á að nemendur sýni fram á skilning og tök á námsefninu. Þessi áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, undir umsjón færustu kennara, undirbýr nemendur markvisst fyrir þau fjölmörgu störf sem þeim bjóðast að námi loknu.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Lagadeild
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
