Skip to main content

Lögfræði

Lögfræði

Félagsvísindasvið

Lögfræði

BA – 180 einingar

Með lögum skal land byggja.

Nám í lögfræði við Háskóla Íslands er allt í senn spennandi, skemmtilegt og gagnlegt en Lagadeild HÍ leggur áherslu á að miðla fræðunum eftir bestu leiðum sem þekkjast í nútíma kennsluaðferðum í lögfræði. Máttur virkrar samræðu milli kennara og nemenda er nýttur til hins ýtrasta í því samhengi og í kennslunni og námsmati er lögð áhersla á raunhæf dæmi.

Skipulag náms

X

Inngangur að lögfræði (LÖG101G)

Viðfangsefni námskeiðsins er stutt yfirlit yfir meginreglur og hugtök helstu sviða hins íslenska réttarkerfis, þ.e stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar, réttarfars, samninga- og kröfuréttar, skaðabótaréttar og refsiréttar. Tilgangur námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í gildandi rétt áður en hafist er handa við að fjalla um hina lagalegu aðferð og grunnhugtök lögfræðinnar í "Almennri lögfræði". Námskeiðið er kennt á fyrstu 3-4 vikum haustmisseris og skal próf haldið í síðustu viku september og sjúkra og upptökupróf í lok verkefnaviku í október.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Elvar Austri Þorsteinsson
Sigmar Aron Ómarsson
""
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
Kamilla Kjerúlf
Elvar Austri Þorsteinsson
laganemi

Ég hef alla tíð haft áhuga á samfélaginu og regluverki þess, sem og mannlegum samskiptum. Í mínum augum eru lög og reglur tæki manna sem ætlað er að láta samfélagið okkar ganga upp. Mér þótti virkilega spennandi að kanna þessi tæki og fá tækifæri til að vinna með þau, þekkja þau og beita þeim dags daglega. Ótalmargir árekstrar eiga sér stað í samfélaginu á degi hverjum og kemur lögfræðin þar inn. Leitast hún meðal annars við að leysa úr flækjum og álitamálum og er í stöðugri þróun til að takast á við ört þróandi og flóknara samfélag. Ég taldi lögfræðina þannig alltaf koma til með að skapa tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir til að takast á við áskoranir. Þess vegna lét ég verða af því að skrá mig í laganámið.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Lagadeild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.