Show Fyrirlestraröð haust 2025 Fyrirlestrar fara fram á íslensku Vinnuferli háskólanema: Þriðjudaginn 2. september, kl. 13:30 - 14:15 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 19. ágúst Í þessum fyrirlestri verður farið yfir atriði sem styrkja nemendur í að tileinka sér skilvirk vinnubrögð, færni og þekkingu sem stuðla að ánægju og velgengni í námi við HÍ. Háskólanám byggir á skipulagi, aga og þrautseigju en líka á gleði, vellíðan og góðum tengslum. Það er gott veganesti að kynna sér í upphafi háskólanáms gagnleg atriði, skoða eigin vinnubrögð og vega og meta hvort hægt sé að gera gott betur. Tímastjórnun og skipulag: Miðvikudaginn 3. september, kl. 11:00 - 11:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 20. ágúst Í þessum fyrirlestri verður farið yfir mikilvægi þess að hafa gott skipulag og tímastjórnun. Skipulag og góð tímastjórnun eru lykilþáttur að velgengni í háskólanámi. Farið verður yfir gerð tímaáætlana, áhrif tímaþjófa, ávinning af tímastjórnun og gefin gagnleg ráð varðandi skipulag. Lestur og glósur: Fimmtudaginn 4. september, kl. 10:00 - 10:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 21. ágúst Í þessum fyrirlestri verður fjallað um lestur námsefnis, mikilvægi upprifjunar og leiðir til að lesa og skilja texta. Einnig verður farið yfir ýmiskonar glósuaðferðir. Vinnuferli háskólanema: Þriðjudaginn 9. september, kl. 10:30 - 11:15 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 26. ágúst Í þessum fyrirlestri verður farið yfir atriði sem styrkja nemendur í að tileinka sér skilvirk vinnubrögð, færni og þekkingu sem stuðla að ánægju og velgengni í námi við HÍ. Háskólanám byggir á skipulagi, aga og þrautseigju en líka á gleði, vellíðan og góðum tengslum. Það er gott veganesti að kynna sér í upphafi háskólanáms gagnleg atriði, skoða eigin vinnubrögð og vega og meta hvort hægt sé að gera gott betur. Minnistækni: Miðvikudaginn 10. september, kl. 13:30 - 14:15 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 27. ágúst Tilgangurinn er að kynna árangursríkar minnisaðferðir sem auðvelda nemendum með að muna námsefni, bæta einbeitingu og auka sjálfstraust í námi og prófum. Farið er yfir hvernig minnið okkar virkar og kynntar nokkrar helstu aðferðir við minnistækni, eins og hugkortagerð. Hópavinna: Fimmtudaginn 18. september, kl. 10:00 - 10:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 4. september Hópavinna er stór hluti af háskólanámi og getur bæði eflt námsárangur og félagslega færni. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði sem stuðla að góðri samvinnu, svo sem hlutverkaskiptingu, samskipti, ábyrgð og úrlausn ágreinings. Markmiðið er að veita hagnýtar leiðbeiningar sem nýtast í verkefnavinnu með öðrum. Streita og álag: Þriðjudaginn 23. septembar, kl. 13:00 - 13:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 9. september Í þessum fyrirlestri verður fjallað um einkenni óhóflegrar streitu og helstu áhrifaþætti. Farið verður yfir hvernig viðbrögð okkar og hugsanamynstur hafa einnig áhrif á streitu og kennd hjálpleg bjargráð. Frestun: Þriðjudaginn 30. september, kl. 14:00 - 14:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 16. september Farið verður yfir helstu atriði er tengjast frestun. Frestun (e. procrastination) er tilhneiging til að fresta því sem nauðsynlegt er að gera til að ná einhverju markmiði þ.e. að vinna ekki þau verkefni sem liggja fyrir. Frestun eða tilhneiging til hennar hefur mikil áhrif á nám háskólanema. Farið verður stuttlega yfir helstu ástæður frestunar og hagnýt ráð hvernig hægt er að vinna má gegn frestun. Tímastjórnun og skipulag: Miðvikudaginn 8. október, kl. 13:00 - 13:45 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 24. september Í þessum fyrirlestri verður farið yfir mikilvægi þess að hafa gott skipulag og tímastjórnun. Skipulag og góð tímastjórnun eru lykilþáttur að velgengni í háskólanámi. Farið verður yfir gerð tímaáætlana, áhrif tímaþjófa, ávinning af tímastjórnun og gefin gagnleg ráð varðandi skipulag. Prófundirbúningur og próftaka: Miðvikudaginn 16. október, kl. 10:30 - 11:15 á Teams - Opnað fyrir skráningu 2. október Þessi fyrirlestur fjallar um atriði sem styrkja nemendur í því að takast á við próf og prófatímabil á heilbrigðan hátt. Farið er yfir þætti sem snúa að persónulegum undirbúningi nemenda, atriði sem varða próftökuna sjálfa og hvað sé gott að hafa í huga varðandi mismunandi prófform og fjölbreytta próftöku. Show Að hefja skrif á lokaverkefni í grunnnámi BA, BS, B.ed. Fyrirlestrar fara fram á íslensku Að hefja skrif á lokaverkefni Þriðjudaginn 2. september, kl. 10:00 - 11:00 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 19. ágúst Við bjóðum upp á fyrirlestra um hagnýt vinnubrögð við skrif á lokaverkefni í grunnnámi. Farið er yfir gagnleg atriði svo sem samskipti við leiðbeinanda, skipulag og gefnar ábendingar um vinnuferlið. Miðvikudaginn 10. september, kl. 10:00 - 12:00 á Háskólatorgi HT-301 - Opnað verður fyrir skráningu 27. ágúst Hámarksfjöldi - 15 manns Við bjóðum upp á fyrirlestra um hagnýt vinnubrögð við skrif á lokaverkefni í grunnnámi. Farið er yfir gagnleg atriði svo sem samskipti við leiðbeinanda, skipulag og gefnar ábendingar um vinnuferlið. Þriðjudaginn 16. september, kl. 13:00 - 15:00 á Háskólatorgi HT-301 - Opnað verður fyrir skráningu 9. september Hámarksfjöldi - 15 manns Við bjóðum upp á fyrirlestra um hagnýt vinnubrögð við skrif á lokaverkefni í grunnnámi. Farið er yfir gagnleg atriði svo sem samskipti við leiðbeinanda, skipulag og gefnar ábendingar um vinnuferlið. Þriðjudaginn 18. september, kl. 13:00 - 15:00 á Teams - Opnað verður fyrir skráningu 4. september Við bjóðum upp á fyrirlestra um hagnýt vinnubrögð við skrif á lokaverkefni í grunnnámi. Farið er yfir gagnleg atriði svo sem samskipti við leiðbeinanda, skipulag og gefnar ábendingar um vinnuferlið. Mánudaginn 22. september, kl. 10:00 - 12:00 á Háskólatorgi HT-301 - Opnað verður fyrir skráningu 15. september Við bjóðum upp á fyrirlestra um hagnýt vinnubrögð við skrif á lokaverkefni í grunnnámi. Farið er yfir gagnleg atriði svo sem samskipti við leiðbeinanda, skipulag og gefnar ábendingar um vinnuferlið. facebooklinkedintwitter