Háskóli Íslands hefur heimild mennta- og menningarmálaráðherra til að bjóða doktorsnám á öllum fræðasviðum sínum. Markmið námsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir sem og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu. Lögð er rík áhersla á að nám sé í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar gæðakröfur og skólinn starfrækir formlegt gæðakerfi sem tekur til allra þátta starfseminnar. Nánar um námsleiðir og inntökuskilyrði er að finna á fræðasviðunum. Doktorsnám við fræðasvið Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Heilbrigðisvísindasvið Hugvísindasvið Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Þverfræðilegt doktorsnám Faraldsfræði Líftölfræði Lýðheilsuvísindi Umhverfis- og auðlindafræði Miðstöð framhaldsnáms hefur umsjón með og fylgir eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Markmiðið er að stuðla að kröftugu vísindastarfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni. facebooklinkedintwitter