Hér má finna tengingar á möguleg verkefni fyrir framhaldsnema við Heilbrigðisvísindasvið og upplýsingar um laus verkefni. Lausum verkefnum er haldið við eins og hægt er og efnið ætti að vera uppfært reglulega, en er haldið við af deildunum sjálfum eftir bestu getu. Þarna á líka að vera hægt að finna upplýsingar um hvern sé best að hafa samband við til að kynna sér verkefnin nánar. Þetta svæði er enn í þróun og tenglum er bætt við hér um leið og undirsíður eru tilbúnar hjá deildunum.
Lyfjafræðideild - MS verkefni í lyfjavísindum
Læknadeild - MS verkefni í líf- og læknavísindum
Upplýsingar um framhaldsnám almennt við sviðið veitir Guðjón Ingi Guðjónsson, framhaldsnámsstjóri. Við mælum þó sérstaklega með að haft sé beint samband við þá leiðbeinendur sem eru skráðir fyrir rannsóknarverkefnum, eða deildarskrifsofu sem verkefnið tilheyrir til að fá nánari upplýsingar um tiltekin verkefni.