Skip to main content

Samstarf við Lyfjafræðideild

Samstarf við Lyfjafræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Lyfjafræðideild hefur byggt upp traust og gott samstarf við fjölmarga aðila innanlands og utan, háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki.

Innlent samstarf

Lyfjafræðideild á í vísindasamstarfi við margar innlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki:

Alþjóðlegt samstarf

Lyfjafræðideild á í fjölbreyttu samstarfi við fjölda erlendra aðila og hefur samninga við marga erlenda háskóla varðandi nemenda- og kennaraskipti. Kennarar í lyfjafræði eru aðilar að norrænum og evrópskum kennslu- og rannsóknarnetum sem tryggir mikilvæg alþjóðleg tengsl og gerir nemendum mögulegt að taka hluta af náminu erlendis. Kennarar deildarinnar sitja í ýmsum ráðgjafanefndum fyrirtækja og stofnana og starfa sem gestakennarar og prófdómarar við erlenda háskóla. Erlend fyrirtæki og stofnanir hafa einnig komið að fjármögnun kennslu og rannsókna við Lyfjafræðideild.

Nokkrir kennarar sitja í ritnefndum eftirfarandi vísindatímarita:

Skiptinám

Nokkuð er um að nemendur við Lyfjafræðideild taki hluta af námi sínu erlendis, sérstaklega meistara- og doktorsnemar. 

Árlega tekur deildin á móti hópi erlendra skiptinema, sem flestir koma til að vinna að rannsóknum undir handleiðslu kennara Lyfjafræðideildar.

Nánari upplýsingar um skiptinám veitir Alþjóðasvið og skrifstofa Lyfjafræðideildar.