Vefmæling og notkun á vefkökum*
Háskóli Íslands notar Matomo til vefmælinga. Við hverja komu inn á vef Háskólans eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, til dæmis um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
Háskóli Íslands hefur þá stefnu að nota vefkökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendum er bent á að þeir geta stillt vafra sinn þannig að hann láti vita af vefkökum eða hafni þeim með öllu.
* „cookies“ – sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.
Lagalegur fyrirvari
Háskóli Íslands leitast við að hafa upplýsingar á vefsíðu Háskólans áreiðanlegar og réttar. Háskólinn getur þó ekki ábyrgst að svo sé í öllum tilvikum. Háskóli Íslands ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar á vefsíðu Háskólans eða sem rekja má til notkunar á upplýsingum sem þar hafa verið birtar.
Háskóli Íslands er eigandi allra upplýsinga sem fram koma á vef Háskólans, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Endurbirting upplýsinga á vefnum, hvort sem í heild eða hluta, er heimil sé heimildar getið.
Tenglar í aðra vefi
Á vefnum er stundum vísað á vefi stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Ef notandi heimsækir slíka vefi gilda þær reglur um öryggi notenda sem settar hafa verið af viðkomandi stofnun, félagasamtökum eða fyrirtæki. Ekki er borin ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika vefja utan Háskóla Íslands sem vísað er í. Vísunin þýðir heldur ekki að Háskóli Íslands styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kann að koma fram.