Umsóknarfrestur um grunn- og framhaldsnám fyrir erlenda stúdenta (aðra en skiptinema) er til 1. febrúar ár hvert. Ríkisborgarar hinna norrænu ríkjanna geta þó sótt um framhaldsnám til 15. apríl og um grunnnám til 5. júní. Nánari upplýsingar um hvað hafa þarf í huga varðandi nám við HÍ og komu til Íslands er að finna á síðu á ensku fyrir nýnema. Tengill á rafrænt umsóknareyðublað er á síðunni Preparing your application á umsóknartíma. Inntökuskilyrði Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Tungumál Kennsla í Háskóla Íslands fer að mestu fram á íslensku. Í mörgum deildum eru þó sum námskeið kennd á ensku. Erlendir umsækjendur sem ekki hafa ensku að móðurmáli geta þurft að sýna fram á kunnáttu sína í ensku, annaðhvort með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr TOEFL-prófi eða með staðfestu vottorði um niðurstöðu úr IELTS-prófi. Þetta fer eftir því um hvaða nám er sótt. Sjá nánari upplýsingar á síðunni English proficiency requirements. Nánari upplýsingar um námsleiðir og námskeið eru í kennsluskrá. Skrásetningargjald Upplýsingar á ensku um skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Umsóknir Á síðunni Study eru mikilvægar upplýsingar á ensku fyrir erlenda umsækjendur. Þar er einnig tengill á rafrænt umsóknareyðublað á umsóknartíma. facebooklinkedintwitter