
Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði
Verið hjartanlega velkomin.
Á þessari síðu eru gagnlegar upplýsingar fyrir fyrstu skrefin í háskólanum.
Á Heilbrigðisvísindasviði tökum við á móti nýnemum með hlýhug og bjartsýni fyrir komandi námi. Við minnum á nýnemadaga Háskóla Íslands við vekjum athygli á að allar deildir sviðsins eru með sérstakan nýnemadag þar sem margt gagnlegt og áhugavert kemur fram sem gott er að vita við upphaf náms við Háskóla Íslands. Nýnemar ættu því að fylgjast vel með viðburðadagatali strax í upphafi annar.
Hvað er Canvas?
Canvas er námsumsjónarkerfið sem notað er við Háskólann. Þar finna nemendur upplýsingar um öll námskeiðin sem þeir eru skráðir í, verkefni á dagskrá, fyrirlestra, einkunnir og margt fleira.
Sjáðu um hvað námið snýst

Mikilvægar dagsetningar
- 12. - 30. ágúst: Kennsla haustmisseris hefst
- 25. ágúst: Alþjóðlegir nýnemar boðnir velkomnir
- 5. - 9. september: Nýnemadagar Háskóla Íslands
- 10. september: Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningar
- 1. október: Síðasti dagur til úrskráningar úr námskeiðum/prófum á haustmisseri

Gátlisti nýnemans
- Mættu á kynningarfund hjá þinni deild
- Taktu þátt í nýnemadögum HÍ og skráðu þig í nýnemahóp HÍ á Facebook
- Virkjaðu netfangið þitt og fáðu netaðgang
- Lestu HÍ tölvupóstinn þinn reglulega
- Kynntu þér námsskipulagið og reglur um framvindu í kennsluskrá
- Nálgastu bókalista í námskeiðunum þínum
- Lærðu á Ugluna og alla hennar möguleika
- Skráðu þig í nemendafélag
- Sæktu um Stúdentakort
- Skoðaðu kennslualmanakið og stundatöflur
- Lærðu að rata um háskólasvæðið
Hafðu samband
Nýnemar geta fengið aðstoð varðandi námið á skrifstofum sinna deilda og námsbrauta.
- Hjúkrunar- og ljóðsmóðurfræðideild
- Lyfjafræðideild
- Læknadeild
- Matvæla- og næringarfræðideild
- Miðstöð í lýðheilsuvísindum
- Sálfræðideild
- Tannlæknadeild
Þjónustuborðið á Háskólatorgi veitir einnig margvíslega aðstoð eða vísar nemendum áfram á rétta aðila.
