
Í ljósi þess að menntamál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu ýtir Menntavísindasvið HÍ úr vör fyrirlestraröðinni Efst á baugi: fyrirlestraröð Menntavísindasviðs 2025 - 2026. Rannsakendur úr fjölbreyttum áttum innan Menntavísindasviðs stíga á stokk og veita innsýn í kraumandi rannsóknir sínar innan menntavísinda. Á meðal viðfangsefna er farsæld barna, gæði kennslu, heilsa og fleira.
