PISA, fjölbreytt námsmat og framtíð menntunar

Aðalbygging
Hátíðarsalur
Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor í námsmati og forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar námsmats við Melbourne háskóla í Ástralíu heldur erindið Moving beyond maths, science, reading and country rankings: PISA and its insights for the international future of education þriðjudaginn 29. apríl kl. 15-16.30 í Hátíðarsal aðalbyggingar HÍ.
Viðburðurinn verður einnig í streymi.
Erindi Hopfenbeck er fjórða erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu, sem ber heitið: Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða.
Verið öll velkomin!
Um Hopfenbeck:
Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor í námsmati og forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar námsmats við Melbourne háskóla í Ástralíu. Hún hefur stýrt fjölmörgum rannsóknaverkefnum á alþjóðavettvangi og verið sérfræðiráðgjafi nokkurra ríkisstofnana, sjálfseignarstofnana og félagasamtaka. Rannsóknir Dr. Hopfenbeck beinast að því að brúa rannsóknir á sjálfsstjórn og námsmati í kennslustofum við alþjóðlegar stórar menntarannsóknir. Hún hefur verið sérfræðiráðgjafi um innleiðingu leiðsagnarmatsáætlana í Indlandi, Suður-Afríku, Tansaníu, Noregi og furstadæmunum og unnið stefnumótunarvinnu fyrir UNESCO/OECD og menntamálaráðuneyti Noregs.
Áður en hún tók við starfi í AERC var hún forstöðumaður Oxford University Center for Educational Assessment og heldur áfram að vera gestaprófessor við Kellogg College. Hún hefur hlotið styrk frá ESRC-DFID, OECD, Norska rannsóknaráðinu, Education Endowment Foundation, State Examinations Commissions Ireland, Jacobs Foundation og International Baccalaureate samtals meira en 2 milljónir punda auk staks styrks upp á 4 milljónir punda í samvinnu við SLATE: Centre for the Science of Learning & Technology við Háskólann í Bergen, Noregi. Hún er formaður sérfræðingahóps PISA 2025 spurningalista, skipaður af OECD og ACER (2022 – 2026) og var kjörinn forseti Samtaka um námsmat í Evrópu (2022-2024) og aðalritstjóri tímaritsins Assessment in Education, Principle, Policy and Practice (220024 – 22002).
.
