Skip to main content

PISA, fjölbreytt námsmat og framtíð menntunar

Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækifæri - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. apríl 2025 15:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor í námsmati og forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar námsmats við Melbourne háskóla í Ástralíu heldur erindið Moving beyond maths, science, reading and country rankings: PISA and its insights for the international future of education þriðjudaginn 29. apríl kl. 15-16.30 í Skriðu í Stakkahlíð.

Viðburðurinn verður einnig í streymi - hlekkur hér

Afar leitt er að tilkynna að vegna tæknibilunarinnar í streymisbúnaði tókst upptakan því miður ekki.

Kl. 15:00 Opnun - Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasvið 

Kl. 15:10 - Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, tekur við fundarstjórn og kynnir Hopfenbeck.

Kl. 15:15 - Therese Hopfenbeck flytur erindið: Moving beyond maths, science, reading and country rankings: PISA and its insights for the international future of education - Therese Hopfenbeck

Að loknu erindi Theresu verða umræður.

--

Erindi Hopfenbeck er fjórða erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu, sem ber heitið: Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða.

Verið öll velkomin!

Um erindið:

Alþjóðlega könnunin PISA (Programme for International Student Assessment) hefur mikil áhrif og mótar áherslur í menntamálum um allan heim. Þó að meginhlutverk PISA sé að leggja mat á færni nemenda í náttúrufræði, stærðfræði og lestrarlæsi við lok skyldunáms og að sýna fram á athyglisverðan mismun á frammistöðu milli þjóða, þá hættir fjölmiðlum oft til að beina sjónum að röðun þjóða á kostnað þýðingarmeiri námsmats.

Í þessu erindi er kafað dýpra skoðað heildstætt mat PISA á mikilvægri hæfni: Námsaðferðir nemenda, sjálfstjórnarhæfileika, gagnrýna hugsun, stafrænt læsi og skilning á loftslagsbreytingum sem er allt mikilvæg hæfni fyrir sameiginlega framtíð okkar. Með hliðsjón af tveggja áratuga yfirgripsmikilli PISA gagnagreiningu mun hún leggja áherslu á nauðsyn þess að setja þessar niðurstöður í samhengi á sama tíma og endurskoða hvaða námsþættir verðskulda mat á staðbundnum, innlendum og alþjóðlegum vettvangi til að undirbúa nemendur á áhrifaríkan hátt fyrir áskoranir morgundagsins.

Um Hopfenbeck:

Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor í námsmati og forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar námsmats við Melbourne háskóla í Ástralíu. Hún hefur stýrt fjölmörgum rannsóknaverkefnum á alþjóðavettvangi og verið sérfræðiráðgjafi nokkurra ríkisstofnana, sjálfseignarstofnana og félagasamtaka. Rannsóknir Dr. Hopfenbeck beinast að því að brúa rannsóknir á sjálfsstjórn og námsmati í kennslustofum við alþjóðlegar stórar menntarannsóknir. Hún hefur verið sérfræðiráðgjafi um innleiðingu leiðsagnarmatsáætlana í Indlandi, Suður-Afríku, Tansaníu, Noregi og furstadæmunum og unnið stefnumótunarvinnu fyrir UNESCO/OECD og menntamálaráðuneyti Noregs.

Hún er formaður sérfræðingahóps PISA 2025 spurningalista, skipaður af OECD og ACER (2022 – 2026) og var kjörinn forseti Samtaka um námsmat í Evrópu (2022-2024) og aðalritstjóri tímaritsins Assessment in Education, Principle, Policy and Practice (220024 – 22002). 

Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor í námsmati og forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar námsmats við Melbourne háskóla í Ástralíu heldur erindið Moving beyond maths, science, reading and country rankings: PISA and its insights for the international future of education þriðjudaginn 29. apríl kl. 15-16.30 í Skriðu í Stakkahlíð.

PISA, fjölbreytt námsmat og framtíð menntunar