Í Gimli er Þjónustutorg Félagsvísindasviðs Hægt er að skila verkefnum og pósti til kennara allan sólarhringinn í póstlúgu sem er til hliðar við innganginn. Húsnæði og þjónusta Háskóla Íslands Deildir Félagsvísindasviðs Deildarskrifstofur eru á 1. hæð í Gimli. Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Skrifstofur kennara Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar eru í Odda við Sturlugötu og í Gimli við Sæmundargötu. Félagsráðgjafardeild Skrifstofur kennara Félagsráðgjafardeildar eru í Odda við Sturlugötu. Hagfræðideild Skrifstofur kennara Hagfræðideildar eru í Odda við Sturlugötu. Lagadeild Skrifstofur kennara Lagadeildar eru í Lögbergi við Sæmundargötu. Starfsemi Lagadeildar fer að mestu leiti fram í Lögbergi. Stjórnsýsla deildarinnar er á 1. hæð í Gimli. Stór hluti kennslu Lagadeildar fer fram í Lögbergi og þar er einnig sérstakt bókasafn Lagadeildar og lesstofa sem er ætluð fyrir laganema. Kennsla í námskeiðum deildarinnar fer einnig fram í öðrum byggingum háskólans, svo sem Odda og Háskólatorgi. Aðrar deildir Háskólans hafa ennfremur aðgang að kennslustofum í Lögbergi. Skrifstofur Lagadeildar eru á 1. hæð í Gimli við Sæmundargötu Húsnæði Lögbergs skiptist þannig: Kjallari - Skrifstofur og bóksala Úlfljóts og Bókaútgáfa Orators 1. hæð - Þrjár kennslustofur, 101, 102 og 103 og tengigangur við Gimli 2. hæð - Lesstofa, herbergi Orators, Dómssalur og þrjár kennslustofur 201, 204 og 205 3. hæð - Bókasafn Lagadeildar, lesstofa, rannsóknarstofa og sex kennaraherbergi 4. hæð -Kennarastofa, fundarherbergi, skrifstofa Lagastofnunar og tíu kennaraherbergi Stjórnmálafræðideild Skrifstofur kennara Stjórnmálafræðideildar eru í Odda við Sturlugötu. Viðskiptafræðideild Skrifstofur kennara Viðskiptafræðideildar eru í Gimli við Sæmundargötu. Þjónustuborð á Háskólatorgi Á Háskólatorgi er þjónustuborð (sími: 525-5800, netfang: haskolatorg@hi.is). Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er það fyrsti staðurinn sem þeir leita til. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, yfirlit yfir námsferla og panta staðfest afrit af brautskráningarferlum. Á þjónustuborðinu er einnig hægt að kaupa prentkvóta og þar eru stúdenta- og strætókort afhent. Þar er tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum. Á þjónustuborðinu geta nemendur skráð sig á námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf og fengið lykilorð í Ugluna, innri vef skólans. Starfsmenn þjónustuborðsins sjá um bókanir í stofur og fundarherbergi Háskólatorgs. Félagsstofnun stúdenta (FS) Félagsstofnun stúdenta (FS) rekur umfangsmikla þjónustu fyrir nemendur Háskóla Íslands. Þar ber helst að nefna Stúdentagarða leikskóla FS kaffistofur FS Bóksölu stúdenta Hámu Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsstofnunar stúdenta. Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands (RHÍ) rekur tölvuver á háskólasvæðinu. Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvuverunum og fá úthlutað heimasvæði á innri vef skólans (Uglu). Í Uglu og Canvas geta nemendur fengið upplýsingar um: skráningarstöðu sína námsferil stök námskeið tekið við skilaboðum frá kennurum og margt fleira. Byggingar HÍ Byggingar á háskólasvæðinu eru opnar á mismunandi tímum. Nemendur HÍ geta sótt um aðgangskort að flestum meginbyggingum á Uglu. Stúdentakortið veitir aðgang að byggingum skólans sem veitir korthafa aukinn aðgang að byggingum Háskólans umfram venjulegan opnunartíma þeirra ásamt því að vera afsláttar- og auðkenniskort stúdenta. Bókasafn Nemendur Félagsvísindasviðs hafa aðgang að Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þar er að finna fjölda bóka, tímarita, dagblaða og rafrænna gagna. Lestrar- og vinnuaðstaða er á fjórum hæðum safnsins. Nemendur Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds gegn framvísun persónuskilríkja. Nauðsynlegt er að hafa bókasafnsskírteini til þess að: fá rit að láni taka frá rit sem er í láni panta millisafnalán endurnýja lán o.fl. Lesrými Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 400 sæti við borð auk fjölmargra sæta við tölvur, lesvélar og í tón- og mynddeild. Auk þess eru hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Á Háskólatorgi eru auk þess almenn lesrými. Í Gimli og Odda er einnig lesrými fyrir nemendur Félagsvísindasviðs. Ljósritun og fjölföldun Fjöldi fyrirtækja býður nemendum og kennurum ljósritunarþjónustu. Háskólaprent er fyrirtæki á Háskólasvæðinu sem hefur sérhæft sig í að þjónusta háskólafólk. facebooklinkedintwitter