Stundakennarar koma að flestum þáttum í kennslu á Heilbrigðisvísindasviði en með mismiklum hætti. Hér fyrir neðan eru hagnýtar upplýsingar sem tengjast stundakennslu við sviðið. Nánari upplýsingar má einnig nálgast á deildarskrifstofunum eða sviðsskrifstofu. Kennsluefni, staður og stund Umsjónarkennari námskeiðs er faglegur ábyrgðaraðili námskeiðsins. Hann úthlutar stundakennurum kennsluefni, tímum í stundatöflu og veitir upplýsingar um hvar kennslan fer fram. Hann ber einnig ábyrgð á að kennsluefni sé sett inn í Canvas, sem er námsumsjónarkerfi HÍ, og aðstoðar stundakennara við það verkefni. Stuðningur við kennara Nýleg rannsókn meðal stundakennara á Heilbrigðisvísindasviði sýndi að stundakennarar sem kenna í hærri starfshlutföllum hefðu gjarnan viljað meiri kennslufræðilega fræðslu og leiðsögn í upphafi starfs, enda kom fram að stundakennarar hafa sterka sjálfsmynd og áhugahvöt til kennslu. Nú hefur verið brugðist við þessari þörf af meiri krafti. Kennslumiðstöð HÍ, býður kennurum ýmis konar stuðning og þjónustu sem tengist kennslu og námsmati. Þar eru einnig reglulega auglýst námskeið og vinnustofur sem eru opnar öllum. Nánari upplýsingar eru á vef Kennslumiðstöðvar. Á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs starfar einnig kennsluþróunarstjóri til viðtals og ráðgjafar varðandi kennslu og námsmat. Sömuleiðis er boðið upp á vinnustofur, kennsluþróunardaga og menntasmiðjur sem eru opnar fyrir alla sem starfa á HVS. Stundakennarar eru hvattir til að hafa samband og fá aðstoð. Tæknilausnir Ef upp koma tæknileg vandamál í kennslustofu, t.d. með tölvur, hugbúnað, skjávarpa eða upptökubúnað, skal byrja á að hafa samband við Upplýsingatæknisvið, s. 525 5550, netfang: 5550@hi.is. Ef starfsmenn þjónustunnar ná ekki að leysa vandamálið munu þeir kalla út tæknimann eða umsjónarmann fasteigna sem tekur við afgreiðslu beiðnarinnar. Launa- og greiðsluupplýsingar Greiðslur til stundakennara fara fram eins fljótt og kostur er eftir að kennslu í viðkomandi námskeiði er lokið og kennsluframlag hefur verið staðfest af umsjónarkennara námskeiðs. Tímavinnukaup stundakennara fer eftir prógráðu. Launatöflu stundakennara má finna á heimasíðu Launadeildar HÍ. Launaseðlar eru rafrænir. Fjársýsla ríkisins sér um útgáfu á rafrænum launaseðlum til starfsmanna ráðuneyta og ríkisstofnana og geta stundakennarar nálgast þá í heimabanka sínum. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu viðkomandi deildar. Skrifstofur Skrifstofa HjúkrunarfræðideildarSkrifstofa LyfjafræðideildarSkrifstofa LæknadeildarSkrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildarSkrifstofa SálfræðideildarSkrifstofa TannlæknadeildarSkrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs facebooklinkedintwitter