Doktorsnemar eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til styttri eða lengri starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu hjá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum innan Evrópu. Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir þátttöku á ráðstefnum. Þannig gefst doktorsnemum tilvalið tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu meðan á náminu stendur. Nemendur geta sótt um styrk fyrir eftirfarandi möguleikum: Hefðbundin dvöl (2-12 mánuðir) Styttri dvöl (5-30 dagar) Starfsþjálfun Rannsóknarvinna Ráðstefnur Nemendur sækja um styrkinn hjá Alþjóðasviði. Umsóknarfrestur er 1. apríl á ári hverju. Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja. Nemendur sem eru að brautskrást verða að sækja um styrkinn eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brautskráningu. Ekki er tekið á móti umsóknum um styrkinn ef sótt er um eftir þann frest. Styrkupphæðir Ferðastyrkur að fjárhæð 275-820 €* eftir áfangastað. Dvalarstyrkur að fjárhæð 640-690 €* á mánuði eftir áfangastað fyrir hefðbundnu lengri dvalirnar (2-12 mánuðir). Dvalarstyrkur fyrir styttri dvalir (5-30 dagar) er 70 €* á dag fyrstu 14 dagana en 50 €* á dag frá 15 degi. * Athugið að upphæðirnar geta verið breytilegar eftir skólaárum. Skilyrði fyrir styrk Dvölin þarf að tengjast námi umsækjanda Dvölin þarf að vera metin sem hluti af náminu við HÍ, ýmist í formi eininga eða skráð í skírteinisviðauka. Undantekning er ef um er að ræða dvöl eftir brautskráningu Þegar sótt er um styrk fyrir ráðstefnu þá verður nemandinn að vera virkur þátttakandi með erindi eða veggspjald Ekki þarf að vera samningur milli HÍ og gestastofnunar en móttökustofnun þarf að vera í þátttökulandi Erasmus+ Nemendur útbúa stutta lýsingu á markmiði og ávinningi af námsdvölinni og fá samþykki leiðbeinanda Leiðbeinandi við HÍ og leiðbeinandi við móttökustofnun þurfa að undirrita samninginn svo hægt sé að greiða út styrk. Nemendur útvega sér sjálfir leiðbeinanda við móttökustofnun í samráði við leiðbeinanda sinn við HÍ. facebooklinkedintwitter