Skip to main content

Þýska: Skiptinám og sumarnámskeið

Erasmus og nemendaskipti

Á undanförnum árum hafa margir þýskunemar við Háskóla Íslands, sem lokið hafa fyrsta námsárinu, tekið eitt eða tvö misseri námsins við háskóla í þýskumælandi landi innan ramma svokallaðra Erasmus+-nemendaskipta. Veittur er styrkur til að mæta ferðakostnaði og viðbótarkostnaði sem nemendur verða fyrir við að skipta um dvalarstað.

Háskóli Íslands hefur gert Erasmus+-samning við háskóla í eftirfarandi borgum um stúdentaskipti á fræðasviði þýskunnar:

Berlín (tveir skólar), Bonn, Bremen, Erlangen-Nürnberg, Frankfurt am Main, Freiburg, Graz, Göttingen, Konstanz, Köln, Leipzig, Mainz, München, Osnabrück, Paderborn, Salzburg, Stuttgart, Tübingen, Vín.

Möguleiki er á skiptum við fleiri skóla í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Nánari upplýsingar má finna hjá skrifstofu alþjóðasamskipta.

Sumarnámskeið

Þýskunemar geta, að höfðu samráði við fasta kennara, tekið sumarnámskeið við háskóla í þýskumælandi landi og fengið það metið til eininga. Nemendur sem þegar hafa lokið slíku námskeiði eða sambærilegu námskeiði (ekki byrjendanámskeiði) við viðurkenndan málaskóla geta einnig sótt um að fá það metið inn í þýskunámið.