Aurora fyrir starfsfólk
Aurora er öflugur samstarfsvettvangur sem skapar ný tækifæri í kennsluþróun og rannsóknum fyrir starfsfólk háskólans.
Markmið Aurora háskólanna er að gera starfsfólki betur kleift að samþætta samfélagslega nýsköpun og sjálfbærni inn í nám og rannsóknir á áhrifaríkan hátt.
Með þátttöku í verkefnum Aurora-samstarfsins fær starfsfólk möguleika á að kynnast nýjum kennsluaðferðum, styrkja sig í starfi og efla alþjóðlegt tengslanet.
Hvað segja kennarar um Aurora-samstarfið?