Ferðastyrkir fyrir doktorsnema við Háskóla Íslands eru ætlaðir til að standa straum af kostnaði ráðstefnuferða erlendis og er ætlast til að doktorsneminn sé með faglegt framlag á þeirri ráðstefnu sem sótt er um styrk fyrir. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almanaksárið 2024. Frá og með árinu 2023 verður hægt að sækja um ferðastyrki allt árið um kring. Einnig er hægt að sækja um styrk vegna námskeiða og sumarskóla erlendis, þó verður einungis unnt að veita styrki í þeim erindagjörðum, hafi sjóðurinn fjárhagslegt ráðrúm til þess lags styrkveitingar. Þátttaka í ráðstefnu, með faglegu innleggi, gengur að jafnaði fyrir við forgangsröðun styrkja. Upphæð styrks er 100.000 kr. Árlegri skráningu hjá Nemendaskrá fyrir háskólaárið þarf að vera lokið svo umsókn teljist gjaldgeng í sjóðinn. Nánari upplýsingar veitir Vísinda- og nýsköpunarsvið Umsóknareyðublað Umsóknareyðublað 2024 Almenn skilyrði fyrir styrkveitingu FERÐASTYRKIR DOKTORSNEMA – SKILYRÐI English version Nemandi verður að vera skráður í doktorsnám við Háskóla Íslands. Nemandi verður að hafa sinnt árlegri skráningu hjá nemendaskrá (á að eiga sér stað í mars ár hvert). Nemandi sem sækir um vegna ráðstefnu erlendis verður að hafa framlag á henni (erindi, veggspjald eða annars konar faglegt framlag). Nemandi sem sækir um vegna námskeiðs eða sumarskóla erlendis verður að gera grein fyrir því hvernig þátttaka viðkomandi gagnast doktorsnáminu. Komi umsóknir um námskeið eða sumarskóla til álita verður einkum litið til gæða menntastofnunarinnar sem á í hlut og rökstuðnings nemanda um mikilvægi þátttökunnar fyrir doktorsnám sitt. Þeir sem hafa verið skráðir í doktorsnám lengur en sem nemur einu ári eftir eðlilega námslengd (3-4 ár, misjafnt eftir deildum) geta ekki vænst styrks úr sjóðnum. Þeir sem hafa þrisvar sinnum hlotið ferðastyrk úr Rannsóknasjóði geta ekki vænst þess að fá framvegis styrk úr sjóðnum. Samþykkt framlag Gert er ráð fyrir því að umsækjandi, sem sækir um vegna ráðstefnu, sýni fram á að hann hafi fengið samþykkt framlag á viðkomandi ráðstefnu ásamt útdrætti eða erindi. Umsækjandi, sem sækir um vegna námskeiðs eða sumarskóla, sýni fram á samþykkta skráningu ásamt stuttum rökstuðningi fyrir því hvernig sú þátttaka gagnast doktorsnámi viðkomandi (að hámarki 200 orð). Afgreiðsla styrks er háð því að útdráttur (eða önnur staðfesting á framlagi stúdents) hafi verið samþykktur á ráðstefnu. Hið sama gildir um þá umsækjendur sem sækja um vegna námskeiða eða sumarskóla erlendis hvað upplýsingar um skráningu varðar. Greiðsla á styrk Við greiðslu á styrk er farið eftir verklagsreglum Háskólans um útlagðan kostnað. Ferðstyrkur er greiddur eftir að ráðstefnu er lokið. Styrkþegi þarf að sýna fram á kostnað fyrir að minnsta kosti 100.000kr með því að skila inn kvittunum og sönnun þess að hafa lagt út fyrir kostnað sjálfur. Slík skjöl eru eins og: Kvittun fyrir skráningu og greiðslu ráðstefnugjalda ásamt útprentun úr heimabanka fyrir greiðslunni. Staðfesting á ferðabókun, eins og flugmiði eða lestarmiðar og kvittanir, ásamt útprentun úr heimabanka fyrir greiðslunni. Staðfesting á bókun og kvittun fyrir gistingu ásamt útprentun úr heimabanka fyrir greiðslunni. Tengt efni The UI Research fund Travel grants Doktorsstyrkir Háskóla Íslands Erasmus+ styrkir fyrir doktorsnema facebooklinkedintwitter