Umsækjendur þurfa að standast inntökupróf á færnistiginu A1 innan Evrópska tungumálarammans til að fá inngöngu á námsleiðina Íslenska sem annað mál, hagnýtt nám. Hér að neðan má finna upplýsingar um lágmarkskröfur, tímasetningu, gerð prófs og annað sem tengist inntökuprófinu. Lágmarkskröfur Umsækjendur skulu sýna fram á með inntökuprófi að þeir hafi náð A1 innan Evrópska Tungumálarammans við upphaf náms. Sjá t.d. eftirfarandi námsefni til að ná því stigi: Íslenska fyrir alla 1 og Íslenska fyrir alla 2 Icelandic Online Survival og Icelandic Online 1 Engar undanþágur eru gerðar frá inntökuprófi. Skriflega prófið fer fram á netinu fyrir alþjóðlega umsækjendur sem sækja um á erlenda umsóknartímabilinu (fyrir 1. febrúar) og þurfa að sækja um námsmannadvalarleyfi fyrir 1. maí. Prófið fer fram í mars en umsækjendur fá nánari upplýsingar um nákvæma dagsetningu í tölvupósti. Umsækjendur sem ná skriflega prófinu fá boð í munnlegt próf. Aðeins þeir sem ná báðum prófþáttum eiga möguleika á að vera samþykktir í Íslensku sem annað mál, hagnýtt nám. Að hámarki 50 umsækjendur með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) verða teknir inn í námið. Sjá nánar undir Dagsetning og staðsetning prófs. Dagsetning og staðsetning prófsAlþjóðlegir umsækjendur utan EES Inntökuprófið fer fram á netinu í mars fyrir alþjóðlega umsækjendur með ríkisfang utan EES. Umsækjendur fá nánari upplýsingar um nákvæma dagsetningu í tölvupósti. Umsækjendur sem ná skriflega prófinu fá boð í munnlegt próf. Aðeins þeir sem ná báðum prófþáttum eiga möguleika á að vera samþykktir í Íslensku sem annað mál, hagnýtt nám. Ef fleiri en 50 ná skriflega prófinu á erlenda tímabilinu verða aðeins 50 hæstu próftakar á munnlega prófinu samþykktir í námið, en aðeins að því gefnu að þeir nái lágmarksfærninni A1 á báðum prófum. Þessar upplýsingar og fjöldatakmarkanir gilda aðeins um umsækjendur með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Undanþegnir takmörkuninni eru ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja, auk þeirra sem hafa ótímabundið dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur að ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi. Umsækjendur með búsetu á Íslandi Inntökuprófið fer fram kl. 12:00 þann 8. júní fyrir umsækjendur sem eru búsettir á Íslandi. Umsækjendur sem geta ekki tekið prófið í Háskóla Íslands í júní taka það á viðurkenndum prófstað. Hér má finna lista yfir prófamiðstöðvar. Umsækjendur verða að skrá sig á prófamiðstöðvar, veita upplýsingar um prófið og tímasetningu þess og staðfesta skráningu sína með því að senda póst á icelandic@hi.is. Athugið að þetta á EKKI við um nemendur sem taka prófið við Háskóla Íslands. Nemendur sem hyggjast taka prófið á Akureyri geta gert það við Háskólann á Akureyri og skrá sig með tölvupósti til icelandic@hi.is. Umsækjendur með búsetu innan Evrópusambandsins og Schengen-svæðisins Þessar upplýsingar eiga við um umsækjendur án íslenskrar kennitölu, með búsetu innan Evrópusambandsins eða Schengen-svæðisins. Umsækjendur taka prófið á netinu á milli kl. 12:00 (GMT) 8. júní og kl. 12:00 (GMT) 9. júní. Þeir sem ná netprófinu þurfa að taka það aftur í Háskóla Íslands eða prófamiðstöð á Íslandi þann 12. ágúst kl. 12:00. Að öðrum kosti geta umsækjendur tekið prófið þann 8. júní við Háskóla Íslands eða á viðurkenndum prófastað. Þeir sem ná staðprófi í júní þurfa ekki að taka það aftur í ágúst. Gerð prófs Inntökuprófinu er skipt í fjóra hluta: orðaforða málfræði lestur og hlustun Prófið inniheldur 100 stig og til að ná prófinu er nauðsynlegt að fá a.m.k. 60 stig. Umsækjendur fá sent sýnispróf áður en prófið fer fram. Umsækjendur utan EES taka munnlegt próf til viðbótar við skriflegt próf. Fall Ef umsækjandi nær ekki inntökuprófinu getur hann sent beiðni á icelandic@hi.is til taka prófið aftur þann 12. ágúst. Athugið að umsókninni er synjað þangað til umsækjandi hefur náð inntökuprófi. Umsækjendur utan EES geta því ekki tekið endurtökupróf þar sem afgreiðslu umsókna utan EES lýkur fyrir 1. apríl. Gjald Próftökugjald er 15.000 kr. Greiðslan fer fram í gegnum umsóknargátt eftir að umsækjendur hafa verið samþykktir í próf. Nánari upplýsingar Umsækjendur geta sent póst á netfangið icelandic@hi.is fyrir nánari upplýsingar. Tengt efni Íslenskustoð, Grunndiplóma Íslenska sem annað mál, BA Íslenska sem annað mál - Grunndiplóma Icelandic Online Íslenska fyrir alla 1 facebooklinkedintwitter