Skip to main content

Umsókn um skiptinám

""

Það er einfalt að sækja um skiptinám rafrænt á vef Háskóla Íslands. Fyrsta skrefið er að kanna hvort þú uppfyllir skilyrði til að fara í skiptinám. Næsta skref er að skoða leitargrunn yfir samstarfsskóla HÍ til að sjá hvaða gestaskólar koma til greina.

  • Eftir að umsókn og fylgigögn hafa verið send inn þarf deild nemandans að staðfesta að hann uppfylli skilyrði fyrir skiptinámi.
  • Að því loknu vinnur Alþjóðasvið úr umsóknum og tilnefnir nemendur í viðkomandi gestaskóla.
  • Gestaskólinn þarf síðan að samþykkja umsóknina formlega.

Í skiptinámi skal nemandi stunda fullt nám (30 ECTS á misseri) og getur fengið námið metið að fullu eða að hluta inn í námsferil sinn við Háskóla Íslands.

Almennur umsóknarfrestur um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). 
//
Viðbótarumsóknarfrestur um skiptinám á vormisseri er í kringum 10. september ár hvert.

Skiptinámsferlið skref fyrir skref