Það er einfalt að sækja rafrænt um skiptinám á vef HÍ. Nemendur geta nýtt sér leitargrunn á vefnum til að finna gestaskóla sem koma til greina. Eftir að umsóknir hafa verið sendar inn ásamt fylgigögnum vinnur Alþjóðasvið úr umsóknum og tilnefnir nemendur í gestaskóla. Gestaskólinn verður einnig að samþykkja umsókn nemanda. Í skiptinámi eiga nemendur að vera í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri, og geta fengið metið að fullu eða að hluta inn í námsferil við HÍ. Almennur umsóknarfrestur um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). // Skiptinám á vormisseri 2025 - Viðbótarumsóknarfrestur til 10. september 2024 Nánari upplýsingar Skiptinámsferlið skref fyrir skref Fylgigögn Námsferilsyfirlit Staðfest yfirlit yfir einkunnir með röðun (á ensku) - fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi. Meistaranemar sem ekki eru með neinar einkunnir á meistaranámsferli verða að skila einkunnayfirliti úr grunnnámi með umsókn. Niðurstöður út TOEFL iBT (ef við á) Sumir skólar gera kröfu um enskukunnáttu nemenda. Eina viðurkennda prófið sem þreytt er á Íslandi er TOEFL iBT, hægt er að bóka það hér: https://www.ets.org/toefl en niðurstöðurnar gilda í tvö ár. Ef gestaskólinn gerir kröfu um TOEFL niðurstöður þarf að skila niðurstöðunum með skiptinámsumsókninni í HÍ til að umsóknin sé gild. Þetta á við flesta skóla í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, auk nokkurra skóla í Bretlandi og í öðrum löndum (sjá leitargrunn). Ef niðurstöður úr TOEFL eru ekki sendar með umsókn gildir eftirfarandi: Ef nemandi er búinn að taka prófið en á eftir að fá niðurstöður þá er hægt að hengja staðfestingu á skráningu í prófið við umsóknina og nemandi sendir niðurstöðurnar um leið og þær berast og eigi síður en tveimur vikum eftir umsóknarfrest. Umsóknin telst gild og nemandi missir ekki forgang nema að niðurstöður úr TOEFL prófinu verði of lágar fyrir kröfur gestaskólans. Nemendur geta tekið TOEFL prófið allt að tveimur vikum eftir umsóknarfrest um skiptinám en þá er umsóknin aftar í forgangi og ekki metin gild fyrir umsóknarfrestinn. Umsóknin verður afgreidd eftir að búið er að afgreiða umsóknir nemenda sem skiluðu inn niðurstöðum á réttum tíma. Ef pláss við skóla með TOEFL kröfur er ekki fyllt eftir umsóknarfrest er hægt að taka við seinum umsóknum frá nemendum sem eru ekki með TOEFL niðurstöður. Nemendur verða þá að taka prófið eigi síðar en þremur vikum fyrir umsóknarfrest gestaskóla. Nemendur geta einnig skoðað enskukröfur á heimasíðum gestaskólanna. Ef nemendur eru með aðra staðfestingu á enskukunnáttu og telja sig ekki þurfa taka TOEFL prófið skulu þeir hafa samband við Alþjóðasvið til að kanna það. Sækja um Umsóknarferlið skref fyrir skref Þegar sótt er um er nauðsynlegt að hafa einkunnayfirlit á rafrænu formi við höndina til að hengja við umsóknina. Sækja um skiptinám Umsókn um skiptinám innan Erasmus+ og Nordplus er einnig umsókn um styrk. Nemendur geta sótt um viðbótarstyrki úr Erasmus+ og Nordplus áætlunum: Styrkir vegna fötlunar eða veikinda Styrkir fyrir nemendur með börn á framfæri Styrkir vegna dýrra ferðalaga Nánar um viðbótarstyrki Til þess að umsókn sé gild þarf að sækja um og skila inn fylgigögnum fyrir umsóknarfrest. Takmörkuð pláss eru við hvern gestaskóla. Almennur umsóknarfrestur fyrir skiptinám er 1. febrúar en nemendum stendur til boða að sækja um skiptinám fyrir vormisseri 2024 fyrir viðbótarfrest 11. september í þá skóla sem enn hafa laus pláss. Með því að senda inn umsókn gefa nemendur Alþjóðasviði leyfi til þess að nota þær upplýsingar sem gefnar eru upp í umsókninni og koma fram á fylgigögnum við úrvinnslu umsóknarinnar. Þessar upplýsingar kunna að verða sendar áfram til gestaskóla þegar nemendur eru tilnefndir. Þessar upplýsingar eru geymdar ótímabundið. Námssamningur Eftir að nemandi hefur fengið tilkynningu um að hann verði tilnefndur í gestaskóla þarf hann að skila inn námssamningi. Nemandi skráir námskeiðin sem hann hyggst taka í námssamninginn og fær hann samþykktan hjá deild sinni. Erasmus+ og Sviss námssamningur Erasmus+ og Sviss námssamningur Leiðbeiningar vegna lengri skiptinámsdvala Leiðbeiningar vegna styttri námsdvala Ef móttökuskóli getur ekki tekið við Online Learning Agreement í gegnum Erasmus Without Paper-netið þá verða nemendur að nota pappírsútgáfu af samningnum. Nordplus námssamningur Nordplus námssamningur Prentið samninginn út og fáið undirskrift forsvarsmanns deildar/fags og alþjóðafulltrúa í deild. Bretland - námssamningur Námssamningur fyrir Bretland Prentið samninginn út og fáið undirskrift forsvarsmanns deildar/fags og alþjóðafulltrúa í deild. Nánari upplýsingar um hvernig samningurinn skal út fylltur er hægt að finna undir Erasmus+ námssamningur hér að ofan þar sem samningarnir eru sambærilegir. Utan Evrópu námssamningur Utan Evrópu námssamningur Prentið samninginn út og fáið undirskrift forsvarsmanns deildar/fags og alþjóðafulltrúa í deild. Deild nemanda þarf að skrifa undir námssamninginn og með því samþykkir deildin að meta námskeiðin inn í námsferil nemandans. Nemandi skilar svo samningnum til Alþjóðasviðs. Frestur til að skila námssamningum Námssamningi fyrir dvöl sem hefst að hausti þarf að skila til Alþjóðasviðs í síðasta lagi 15. maí með undirskrift deildar eða sviðs, eftir því sem við á. Námssamningi fyrir dvöl sem hefst á vormisseri þarf að skila í síðasta lagi 15. nóvember. Frestur fyrir dvöl sem hefst að vori er auglýstur síðar. Forgangsröðun umsókna Markmið Alþjóðasviðs er að gera sem flestum nemendum kleift að fara í skiptinám erlendis en jafnframt að samstarfssamningar nýtist sem best. Alþjóðasvið áskilur sér rétt til að skipta plássum við gestaskóla milli nemenda og jafnframt að hafna umsóknum teljist nemandi ekki uppfylla kröfur viðkomandi skóla. Þurfi að velja á milli nemenda sem sótt hafa um sama skóla gilda eftirfarandi reglur: Gildar umsóknir sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest hafa forgang. Umsókn telst ekki gild fyrr en öll fylgigögn hafa borist. Umsækjendur sem hafa farið áður í skiptinám á sama námsferli njóta ekki forgangs. Þessi regla á ekki við ef umsækjandi hefur hafið annan námsferil, t.d. í meistara- eða doktorsnámi. Meistaranemar njóta forgangs umfram grunnnema nema ákvæði viðkomandi samstarfssamnings kveði á um annað. Doktorsnemar eru ekki í forgangi við úthlutun plássa við gestaskóla. Ef umsækjendur eru á sama námsstigi gildir eftirfarandi: Ef munar minna en 30 ECTS á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun úrslitum. Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli nemenda í viðurvist votta. Ef munar 30 ECTS eða meira á loknum einingum ráða einkunnayfirlit og árangursröðun einungis úrslitum ef munur á meðaleinkunn milli nemenda er einn heill eða meira (t.d. annar með 6.5 og hinn með 8.0) og verður nemandinn með hærri meðaleinkunn tilnefndur. Ef einkunnir eru sambærilegar skal varpa hlutkesti milli nemenda í viðurvist votta. Ekki er hægt að úthluta meira en helmingi plássa til nemenda á sömu námsleið og á sama námsstigi. Þetta á við þegar pláss við gestaskóla eru fjögur eða fleiri, samningur er opinn og eftirspurn er umfram fjölda plássa. Dæmi: þrír BS nemendur í viðskiptafræði sækja um í skóla X ásamt tveimur BS nemendum úr öðrum greinum. Þá velur Alþjóðasvið í mesta lagi tvo af viðskiptafræðinemunum, þó þeir séu allir lengra komnir eða með hærri einkunnir en hinir nemendurnir. facebooklinkedintwitter