Skip to main content

Námskeið á ensku

fánar á Háskólatorgi

Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi. Skólinn á í samstarfi við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um rannsóknir, nemendaskipti, starfsmannaskipti og fleira.

Á annað þúsund erlendir nemendur stunda árlega nám við skólann og fer þeim stöðugt fjölgandi. Háskólinn leggur metnað í að laða til sín erlenda nema og fræðimenn og því eykst sífellt framboð af námskeiðum kenndum á ensku.

Einstakar námsleiðir eru skipulagðar í heild sinni á ensku, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Á öllum fræðasviðum er boðið upp á námskeið sem kennd eru á ensku.

Nánari upplýsingar um námskeið kennd á ensku má fá í Kennsluskrá og á vefnum english.hi.is

Tengt efni