Skip to main content

Auðna-tæknitorg

Auðna-tæknitorg - á vefsíðu Háskóla Íslands

Auðna leggur faglegt mat á uppfinningar vísindamanna, hefur umsjón með innlögn einkaleyfisumsókna og fylgir verkefnum eftir í hendur frumkvöðla, fjárfesta og atvinnulífsins innanlands sem erlendis, meðal annars með gerð nytjaleyfissamninga og aðstoð við stofnun sprotafyrirtækja.

Markmið

Markmið Auðnu er að afurðir vísindanna skili sér til samfélagsins og skapi þannig verðmæti, ný störf, vörur, þjónustu, sjálfbærar lausnir og samfélagslegan ávinning til að efla samkeppnishæfni okkar meðal þjóða.

Auðna vinnur með Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala.

Aðilar að Auðnu

Háskóli Íslands og Landspítali ásamt öðrum háskólum og opinberum rannsóknastofnunum, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Vísindagörðum eru aðilar að Auðnu – tæknitorgi ehf. sem vinnur að tækniyfirfærslu fyrir vísindasamfélagið.  

“Tækifæri gríptu greitt,
giftu mun það skapa,
járnið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.”

Steingrímur Thorsteinsson

Tengt efni