Menntavísindasvið stendur fyrir fjölda viðburða fyrir nemendur, starfsfólk, samstarfsaðila og almenning. Ber þar hæst að nefna Menntakviku, árlega ráðstefnu sviðsins. Upplýsingar um viðburði á döfinni hjá Menntavísindasviði má finna í viðburðadagatali Háskólans. Show Menntakvika Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs, Menntakvika er haldin í september/október ár hvert. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Á þriðja hundrað rannsóknir eru kynntar á Menntakviku sem gera hana að einni stærstu ráðstefnu Háskólans. Þátttakendur koma alla jafna frá öllum deildum og námsbrautum Menntavísindasviðs ásamt fólki frá öðrum vettvangi. Má þar nefna önnur fræðasvið Háskóla Íslands, skólafólk frá öllum skólastigum auk starfsmanna samstarfsstofnana. Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar. Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum. Sjá nánar heimasíðu ráðstefnunnar. Show Málþing meistaranema Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda eru kynntar á málþingi meistaranema sem fram fer þrisvar á ári við Háskóla Íslands; í maí, október og janúar. Þar fá M.Ed.- og MA-nemar tækifæri til að flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum. Nánar hér um Málþing meistaranema á Menntavísindasviði Show Kynningarfyrirlestur nýrra prófessora Á Menntavísindasviði er haldið upp á framgang eða ráðningu nýrra prófessora með sérstökum kynningarfyrirlestri. Athafnirnar hefjast með stuttu yfirliti yfir helstu störf viðkomandi prófessors, en svo tekur hann sjálfur við og flytur erindi um störf sín og framtíðarsýn í kennslu og rannsóknum. Í lok athafnarinnar gefst tækifæri til þess að spjalla og gleðjast með hinum nýja prófessor. Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á hinum nýja prófessor, störfum hans og áherslum, ekki síst til þess að auka tengsl og samstarf innan skólans, en einnig til þess að hefja prófessorsstarfið til vegsemdar. Sjá upplýsingar um kynningarfyrirlestra prófessora á Menntavísindasviði í viðburðadagatali Háskólans. Show Menntakerfi á tímamótum Í ljósi þess að menntamál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu ýtir Menntavísindasvið HÍ úr vör fyrirlestraröðinni Menntakerfi á tímamótum: Alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk, rg deila reynslu annarra þjóða er markmiðið að skapa vettvang fyrir sérfræðinga, fræðafólk og kennara til að eiga samtal um menntakerfið. Á meðal viðfangsefna eru menntastefna, PISA, námsmat, samfélag sem styður við skóla, heilsuefling í skólum og fleira. Menntavísindasvið stendur fyrir fyrirlestrarröðinni: Menntakerfi á tímamótum - alþjóðlegar áskoranir og tækifæri árið 2025. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Erindi framundan og upptökur Dr. Anne Bamford - 6. nóvember 2024 - Future Fusion: Unleashing Creativity and Skills for Tomorrow´s Education (Að ósk fyrirlesara: upptaka aðgengileg í þrjár vikur að fyrirlestri loknum.)Dr. Gert Biesta - 4. desember 2024 - What kind of society does the school need? A future for education beyond polarisationDr. Karen Hammersness - 20. febrúar 2025 - Empowered Educators: An international view of teacher educationFramundan:Dr. Therese Hopfenbeck, prófessor við Melbourne háskóla - 28. apríl - Hvaða máli skiptir námsmat?Dr. Päivi Palojoki, prófessor við Helsinki háskóla og Gautaborgarháskóla - 12. maí - Gildi skólamáltíðaDr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntadeildar OECD - Júní - Pælum í PISA: nýjar áherslur í stefnu OECD Aðrir viðburðir Doktorsvarnir - sjá viðburðadagatal Háskólans.Tómstundadagurinn Tengt efni Vefur Menntavísindastofnunar Vefur Menntakviku facebooklinkedintwitter