Skip to main content

fts

Framkvæmda- og tæknisvið

Framkvæmda- og tæknisvið (FTS) hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að byggingum og lóð Háskóla Íslands ásamt rekstri á þeim. Undir þessi málefni falla mörg verkefni sem meðal annars eru: húsnæðis- og aðgengismál þar með talið viðhald, endurbætur og breytingar, merkingarmál, lóðir og bílastæði, rekstur fasteigna og fasteignaumsjón, öryggismál, umhverfismál, og kemur að skipulagsmálum.

Skrifstofa FTS

Á skrifstofu FTS eru starfandi sviðsstjóri og verkefnisstjórar sviðsins. Málaflokkar sem skrifstofan sinnir eru meðal annars: húsnæðismál, öryggismál, umhverfismál í rekstri HÍ, skipulagsmál, samþætting deilda innan sviðsins.

Fasteignaumsjón

Hjá fasteignaumsjón starfa umsjónarmenn bygginga sem fást við margslungin verkefni eins og: ýmis konar aðstoð við starfsfólk og aðra notendur bygginga, samskipti við ræstingaraðila, eftirlit með almennri notkun húsnæðis, öryggismál og eru þar að auki öryggisverðir bygginga sem eru í umsjón þeirra.

Rekstur fasteigna

Rekstur fasteigna sér um allan almennan rekstur á húsnæði Háskóla Íslands. Verkefnin eru m.a. leigusamningar, samningar við ýmsa þjónustuaðila, umsjón með bókunum í stofur/sali og eftirlit með almennri nýtingu húsnæðis HÍ. Rekstur fasteigna sér einnig um rekstur á deilibílum sem standa starfsfólki til boða í styttri vinnutengd erindi og rekur Íþróttahús háskólans.

Viðhald fasteigna

Viðhald fasteigna hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga Háskóla Íslands og rekur sitt eigið smíðaverkstæði. Deild viðhalds lóða tilheyrir deildinni og sinnir viðhaldi og rekstri á lóð HÍ ásamt bílastæðum þess. Hjá deildinni starfa smiðir, rafvirkjar, málari, garðyrkjumaður og aðrir starfsmenn.

Sjá nánar um framkvæmda- og tæknisvið.