Umsóknarfrestur í grunnnám við Matvæla- og næringarfræðideild er til og með 5. júní. Show Matvælafræði, BS-nám Til að hefja nám grunnnám í matvælafræði skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi. Æskilegt er að hafa lokið stúdentsprófi af náttúrufræðibraut eða eðlisfræðibraut þar sem grunnþekking á efna- og stærðfræði er mikilvæg. Áframhaldandi nám – Hver eru skilyrðin? Ljúka þarf 40 einingum af námskeiðum 1. árs í matvælafræði til að hefja nám á 2. námsári. Til að hefja nám á 3. ári þarf að hafa lokið a.m.k. 30 einingum af 2. ári auk allra námskeiða af 1. ári. Starfsleyfi Að loknu BS-námi í matvælafræði geta nemendur sótt um starfsleyfi og réttindi til þess að kalla sig "matvælafræðing" frá Embætti landlæknis. Umsókn um grunnnám Show Næringarfræði, BS-nám Til að hefja grunnnám í næringarfræði skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi, mjög æskilega af náttúrufræðibraut þar sem grunnþekking á efna- og líffræði er mikilvæg. Áframhaldandi nám – Hver eru skilyrðin? Ljúka þarf 40 einingum af námskeiðum 1. árs í næringarfræði til að hefja nám á 2. námsári. Til að hefja nám á 3. ári þarf að hafa lokið a.m.k. 30 einingum af 2. ári auk allra námskeiða af 1. ári. Starfsleyfi Ekki fást réttindi til að nota starfsheitið "næringarfræðingur" að loknu BS-námi. Að loknu MS-námi í næringarfræði geta nemendur sótt um starfsleyfi og réttindi til þess að kalla sig "næringarfræðing" frá Embætti landlæknis. Umsókn um grunnnám facebooklinkedintwitter