Megin hlutverk Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands (sjá reglur nr. 543/2010) er tvíþætt. Annars vegar rannsóknir í lífeðlisfræði Hins vegar að veita aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum og sérfræðingum HÍ í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Á stofnuninni er unnið að undirstöðurannsóknum á sviðum lífeðlisfræðinnar. Með þessum rannsóknum er aflað nýrrar þekkingar sem kemur að notum við lausn á ýmsum viðfangsefnum, bæði fræðilegum og hagnýtum. Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við HÍ og leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða við HÍ sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum stað. Auk þess annast stofnunin kennslu í tveimur námskeiðum í lífeðlisfræði innan heilbrigðisverkfræði samkvæmt samningi við Háskólann í Reykjavík. Forstöðumaður: Sveinn Hákon Harðarson, dósent Starfsfólk stofnunarinnar Eyrún Inga MaríusdóttirVerkefnisstjórieyruninga [hjá] hi.is Francois Olivier Mohan SinghLektorfrancois [hjá] hi.is Georgios KararigasPrófessor5254825george [hjá] hi.is Marta GuðjónsdóttirDósent5254886martagud [hjá] hi.is Ólöf Birna ÓlafsdóttirDósent5255878olofbo [hjá] hi.is Ragnhildur Þóra KáradóttirPrófessorragnhildkara [hjá] hi.is Sindri Snær GíslasonDoktorsnemissg47 [hjá] hi.is Sveinn Hákon HarðarsonDósent8490347sveinnha [hjá] hi.is Tanja Mist BirgisdóttirDoktorsnemitmb2 [hjá] hi.is Þór EysteinssonPrófessor5254887thoreys [hjá] hi.is Námskeið LÆK117G Læknisfræðileg eðlisfræði (læknisfræði, 1. ár haust) LÆK223G Frumulífeðlisfræði (læknisfræði, 1. ár vor) LÆK313G Lífeðlisfræði A (læknisfræði, 2. ár haust) LÆK409G Lífeðlisfræði B (læknisfræði, 2. ár heilsárs) LÆK212G Lífeðlisfræði I TN (næringarfræði og tannlæknisfræði, 2. ár haust) LÆK213G Lífeðlisfræði II TN (næringarfræði og tannlæknisfræði, 2. ár vor) Reglugerð um Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter