Nám á í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla og byggir á fyrstu skólanámskrá Hallormsstaðaskóla, sem á sér sterkan grunn og gildi sem eiga vel við í nútímanum. Um námið Show Hvar fer námið fram? Námið fer fram í Hallormsstaðaskóla á Hallormsstað á Austurlandi. Skoða á korti. Show Er þetta nýtt nám? Nei, nám í skapandi sjálfbærni hefur verið í kennt á Hallormsstað síðan árið 2019 (á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla) en er á háskólastigi frá og með hausti 2025. Show Hvað kostar námið? Nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Engin efnisgjöld eru í náminu, þar sem lögð er áhersla á að nýta vannýtt hráefni, safna og tína sjálf. Ef nemendur vinna aukaverkefni eða verkefni til eignar, kosta þeir sjálfir efniskaup. Show Er boðið upp á fjarnám? Nei, kennsla fer fram í staðnámi á Hallormsstað á Austurlandi. Í náminu er lögð mikil áhersla á útiveru, verklegar aðferðir og snertingu við hráefni sem ekki er hægt að koma við í fjarnámi. Show Á hvaða tungumáli er námið? Námið er kennt á íslensku. Lesefni er bæði á íslensku og ensku. Show Er hægt að taka stök eininganámskeið? Mögulegt er að skrá sig í stök námskeið í Skapandi sjálfbærni á Hallormsstað. Show Hvaða búnað þurfa nemendur að hafa með sér í námi? Mikilvægt er að hafa góðan fatnað og skó til útivistar. Umsóknir Show Hvaða fylgigögn þarf með umsókn? Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini, nánari upplýsingar um skil á prófskírteinum. Greinargerð umsækjanda (hámark 1 bls.) sem inniheldur: 1) Hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á námi í skapandi sjálfbærni; 2) hvaða væntingar umsækjandi hefur til námsins og 3) hvernig umsækjandi telur að námið muni nýtast sér.Ferilskrá (CV) umsækjanda. Show Hvenær fæ ég svar við umsókninni? Öllum umsóknum er svarað að loknum umsóknarfresti, 5. júní. Aðstaða og þjónusta Show Er matsala á staðnum? Hægt er að kaupa hádegisverð alla kennsludaga. Show Hvaða þjónusta er á Hallormsstað? Á Hallormsstað er bensínsjálfsali opinn allt árið. Á sumrin er opið tjaldsvæði og hótel Hallormsstaður er með gistingu og veitingasölu. Næsti þéttbýlisstaður er Egilsstaðir um 27 km frá Hallormsstað, þar er að finna fjölbreytta þjónustu og úrval matsölustaða og verslana Show Hvers konar stúdentahúsnæði er í boði? Á Hallormsstað verða stúdentagarðar í boði á sambærilegu verði og á öðrum stúdentagörðum. Um er að ræða einstaklingsherbergi eða paraherbergi. Einnig er mögulegt að finna leiguhúsnæði á almennum markaði á Egilsstöðum og í Fellabæ sem eru í um 27 km fjarlægð. Gott er að skoða Facebook-hópana Íbúar Fljótsdalshéraðs og Leiguíbúðir á Austurlandi til að leita að leiguhúsnæði. Show Er leikskóli eða grunnskóli á staðnum? Næstu leik- og grunnskólar eru á Egilsstöðum og í Fellabæ í um 27 km fjarlægð. Skólaakstur er í boði fyrir grunnskólabörn og mögulegt er að óska eftir akstri fyrir leikskólabörn. Nánari upplýsingar um skólaakstur má finna á vef Múlaþings. Staðsetning og samgöngur Show Hvernig kemst ég á Hallormsstað? Skólinn er staðsetur í hjarta Hallormsstaðaskógar á Austurlandi, um 27 km frá Egilsstöðum. Ef komið er keyrandi þá er ekið um veg 95 frá Egilsstöðum eða um Öxi og svo veg númer 931 þar til komið er á Hallormsstað. Hægt er að koma fljúgandi og þá er lent á Egilsstaðaflugvelli. Síðan þarf að keyra sömu leið til að komast á Hallormsstað. Skoða á korti. Show Þarf ég að vera á bíl? Mælt er með að nemendur komi á eigin bíl, þar sem Hallormsstaður er í töluverðri fjarlægð frá þjónustu og almenningssamgöngur eru takmarkaðar. Austurland býður upp á fjölmargar útivistaperlur sem gaman er að njóta á námstímanum en þær eru í þannig fjarlægð að það krefst bílferðar til að njóta þeirra. Show Er hægt að koma í heimsókn? Já, verið velkomin í skóginn. Fyrirspurnir um heimsóknir skal senda á hallormsstadur@hi.is Finnurðu ekki það sem þú leitar að? Sendu fyrirspurn á hallormsstadur@hi.is Tengt efni Almennar spurningar um nám í HÍ facebooklinkedintwitter