Skip to main content

Gervigreindarstefna Háskóla Íslands

""

Sýn

Háskóli Íslands (HÍ) lítur á gervigreind (AI) sem grundvallartæki sem muni umbylta námi, kennslu, rannsóknum og störfum. Skólinn stefnir að því að vera í fararbroddi í ábyrgri nýtingu gervigreindar á Íslandi. Stefnan er að nemendur og starfsfólk verði ekki aðeins ábyrgir notendur tækninnar, heldur þekki takmarkanir hennar, beiti gagnrýninni hugsun við notkun hennar og verði þannig tilbúin að mæta kröfum framtíðarinnar.

Stefnan hvílir á þremur megin stoðum:

Leiðarljós við innleiðingu

Til að tryggja farsæla innleiðingu á stefnunni mun Háskólinn fylgja eftirfarandi leiðarljósum:

  • Akademískur heiðarleiki: Nemendur og starfsfólk bera ábyrgð á öllu efni sem þau leggja fram í eigin nafni og skulu virða reglur og viðmið um siðferði og vönduð vinnubrögð í vísindum. Brot nemenda á fyrirmælum kennara um notkun gervigreindar við verkefnavinnu, ritgerðasmíðar og í prófum varðar eftir atvikum viðurlögum, samkvæmt 19. gr. laga um opinbera háskóla. Ávallt skal gera grein fyrir notkun gervigreindar í samræmi við fyrirmæli. 
  • Samræmdar leiðbeiningar: Háskólinn mun þróa skýr og samræmd sniðmát fyrir leiðbeiningar um notkun gervigreindar í námskeiðum og í stjórnsýslu til að koma í veg fyrir misræmi og óvissu meðal nemenda og starfsfólks.
  • Gagnaöryggi, mannréttindi og persónuvernd: Öll notkun, þróun og innleiðing á gervigreindarkerfum verður í samræmi við gildandi lög um persónuvernd. Gerðar verða skýrar kröfur um meðferð gagna Háskólans hjá þriðju aðilum og starfsfólki veittar skýrar leiðbeiningar um meðhöndlun gagna. 
  • Samþætting og samstarf: Innleiðing og notkun gervigreindar verður samþætt starfsemi núverandi kjarnasviða (s.s. Kennslusviðs, Upplýsingatæknisviðs og Vísinda- og nýsköpunarsviðs) til að tryggja faglega ábyrgð og víðtæka samvinnu.

Endurskoðun og framtíðarsýn

Gervigreindartækni þróast með fordæmalausum hraða og stöðugt koma fram ný tæki, tækifæri og áskoranir. Þessi stefna er því í eðli sínu lifandi skjal, en ekki óhreyfanlegur áfangastaður.

Til að tryggja að Háskóli Íslands haldi áfram að vera í fararbroddi er nauðsynlegt að fylgjast náið og gagnrýnið með tækniframförum. Stefnan, og sú aðgerðaáætlun sem henni fylgir, verður að sæta reglulegri endurskoðun og aðlögun. Meta þarf árangur innleiddra aðgerða og bregðast við þeirri reynslu sem skapast innan skólans til að tryggja að stefnan þjóni markmiðum sínum um færni, skilvirkni og jafnræði til framtíðar.