Endurmenntun HÍ er í fararbroddi í endur-og símenntun á Íslandi. Endurmenntun er lifandi vettvangur sem tengir Háskóla Íslands, atvinnulíf og samfélag og skapar fjölbreytt umhverfi náms fyrir öll sem vilja efla hæfni og þekkingu í lífi og starfi.
Með víðtæku samstarfi, öflugri nýsköpun og fagmennsku þjónar Endurmenntun HÍ áhuga og þörfum einstaklinga, atvinnulífs og samfélags.
Hlutverk Endurmenntunar HÍ er að stuðla að betra samfélagi með því að efla þekkingu og hæfni, tengja saman fólk og skapa tækifæri.
Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.
Flýtileið