Gelatínhimnur til sárameðhöndlunar Leiðbeinandi: Már Másson (mmasson@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Gelatín er lífsamræmanlegt efni sem er mikið notað í lækningavörum og lyfjagerð. Gelatín og kollagenhimnur eru líka notaðar í sárameðhöndlun. Unnið verður með gelatín úr íslenskum sjávarafurðum. Markmið verkefnisins er að rannsaka þróa gelatínhimnur sem losa sýkladrepandi lyf og önnur lífvirk efni. Blöndur gelatíns og kítósans, sem unnið er úr íslenskum sjávarafurðum verða jafnframt rannsakaðar. Hámörkun verður gerð með tilliti til togþols, upplausnarhraða, lyfstyrks og annarra eiginleika. Rannsakað losun lyfja úr himnum og unnið með líkön sem spá fyrir um lyfjalosunina. Í lok verkefnisins verða gerðar prófanir á överudrepandi eiginleikum himnanna og metið notagildi fyrir sárameðhöndlun. Berklalyf sem byggja á kítósan nanó-konjúgötum Leiðbeinandi: Már Másson (mmasson@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Um er að ræða verkefni sem er unnið í samstarfi við Oslóarháskóla. – Ætlunin er að þróa nanóagnir sem byggja á kítósankonjúgötum til að bæta lyfjagjöf berklalyfja. Unnið verður út frá lyfinu Rifampicin sem er það lyf sem er oft hluti af staðalmeðferð við berklum.– Í verkefninu verða smíðuð kítósan konjúgöt þar sem Rifampicin afleiða verður tengd kítosani með lífniðurbrjótanlegum tengju. „click chemistry“ verður beytt við efnsmíðina. – Konjúgöt með mismunandi tengi og hleðslu verða smíðuð og einnig flúrljómandi konjúgöt. Bygging allra konjúgata veðrur greind með NMR og öðrum aðferðum. Rannsakað verður eiginleikar konjúgatana til að mynda nanóagnir og bakteríudrepandi eiginleikar mældir. Ef tími vinnst til verða efni send til Noregs til prófunar í sebrafiskamódeli fyrir berklasýkngar í lungum. Kítósanhúðaðir æðaleggir og þvagleggir til þess að verjast sýkingum Leiðbeinandi: Már Másson (mmasson@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Örveruþekjur (biofilms) sem myndast innan á þvagleggjum og æðaleggjum eru mikilvægar ástæður sjúkrahússýkinga. Slíkar sýkingar getur verið erfitt að meðhöndla því örveruþekjur geta verið nánast ónæmar gegn sýklalyfjum. Í sumum tilvikum getur þetta leitt til lífshættulegara ífarandi sýkinga. Fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð getur leitt til sýklalyfjaónæmis og er því óæskileg í mörgum tilvikum. Kítósan er náttúruleg fjölliða með náttúrulega sýkladrepandi verkun. Hún verkar einnig vel á örveruþekjur. Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til húða innra yfirborð með kítósani og kítósanafleiðum og koma þannig í veg fyrir að örveruþekjur geti myndast. Í verkefninu verð húðirnar einnig efnagreindar. áhersla verður lög á rannsóknir á rannsaka virkni gegn Pseudomonas aeruginosa sem oft veldur erfiðum spítalaskýkingum. Þróun á plástri til notkunar við handaslitgigt Leiðbeinandi: Bergþóra Sigríður Snorradóttir (bss@hi.is), lektor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Markmiðið er að útbúa forðaplástur. Til að útbúa forðaplástur þarf að blanda grunnþáttum, ss. fjölliðum, og öðrum íbótarefnum. Gert er ráð fyrir að plásturinn verði marglaga úr lyfjalausu lagi, lyfjalaginu og límlagi. Lyfjalosun verður ákvörðuð með UPLC (Ultra-hár þrýstingur gasskiljusúlu (uplc)). Stöðugleikamælingar verða gerðar við 25°C og 60% hlutfallslegt rakastig (RH) og 40°C og 60% RH. Einangrun lífmarka í blóðvökva brjóstakrabbameinssjúklinga Leiðbeinendur: Margrét Þorsteinsdóttir (margreth@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild, Sigríður Klara Böðvarsdóttir (skb@hi.is), forstöðumaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Zoltan Takats, prófessor við Imperial College London Um verkefnið: Markmið rannsóknarinnar er að skima fyrir smásameindum og fituefnum í blóðvökva frá brjóstakrabbameinssjúklingum sem nýta má í þróun greiningaprófa með massagreiningum. Megin áhersla verður á uppsetningu og þróun á aðferðafræði fyrir fjölþáttagreingu á hrágögnum fyrir skimun á lífmörkum sem gætu gefið vísbendingar um undirhóp sjúkdóms og þar af leiðandi haft áhrif á meðferð og hvenær tímabær er að hefja fyrirbyggjandi brjóstanám. Hvers vegna sýkjast þungaðar konur ekki illa af COVID-19, rannsókn á ónæmisverndandi fylgjupróteinum Leiðbeinandi: Sveinbjörn Gizurarson (sveinbj@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Meðleiðbeinandi: Helga Helgadóttir (helgadottir@hi.is), aðjúnkt við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Þungaðar konur virðast ekki sýkjast illa af sjúkdómnum COVID-19, þó þær smitist. Margar tilgátur hafa komið fram hvers vegna þær virðast meira verndaðar en aðrar konur. Eitt af þeim próteinum sem fylgjan býr til er placental protein 13, en það virðist stýra ákveðnum þáttum ónæmiskerfis móðurinnar þannig m.a. til þess að líkaminn samþykki vöxt utanaðkomandi frumna (sem jafnvel er ekki með sömu vefjategund og móðirin). Hugsanlega gæti PP13 einnig verndað einstakling gegn því að fá svokallað cytokine storm, en það eru tilgátur um að það sé hluti af því sem á sér stað í lungum sýktra einstakling. Markmið er að kanna hvaða áhrif PP13 hefur á þann hluta ónæmiskerfisins sem bregst illa við COVID-19 og hvort það sé fá skýringar á því hvers vegna þungaðar konur sleppa svona vel. Einangrun og greining lífvirkra efna úr ljósátu Leiðbeinandi: Hákon Hrafn Sigurðarson (hhs@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Verkefnið snýst um að þróa aðferð til að einangra lífvirk efni úr ljósátu (Antarctic krill) og greina innihaldsefni í olíuhlutanum. Ljósáta inniheldur m.a. lípíð (sérstaklega omega-3 fjölómettaðar fitusýrur), prótein og kítín. Mörg efnanna eru viðkvæm fyrir þeirri vinnsluaðferð sem notuð er til að einangra efnin. Í verkefninu verður reynt að greina nákvæmlega helstu innihaldsefni í olíuhlutanum og samsetning mismunandi tegunda borin saman. Áhrif einangrunar- og vinnsluaðferða á samsetningu og gæði olíunnar verða skoðuð sérstaklega. 3D prentun á lyfjaformi fyrir miðeyrnasýkingar Leiðbeinandi: Hákon Hrafn Sigurðarson (hhs@hi.is), prófessor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Verkefnið er hluti af lyfjaþróunarverkefni sem hefur verið unnið á Heilbrigðisvísindasviði í samstarfi við sprotafyrirtækið Auris. Aðalmarkmið verkefnisins er að hanna og fullbúa eyrnatappa sem skila tymóli í nægilegu magni/styrk yfir hljóðhimnu eyrans til að lækna bráða eyrnabólgu í börnum. Í því felst að þróa lyfjaformuleringu sem thymol gufar úr á jöfnum hraða yfir langan tíma. Sú formulering er notuð í margnota eyrnatappa. Þessir tappar verðar framleiddir í 3D prentara meðan verið er að þróa þá og hámarka virkni þeirra. Þróun á fenazín 5,10-díoxíð lyfjasprota með æxlis- og bakteríuhemjandi virkni Leiðbeinandi: Elvar Örn Viktorsson (eov@hi.is), lektor við Lyfjafræðideild Um verkefnið: In vitro rannsóknir hafa sýnt fram á mikla virkni og sértæka verkun náttúruefnisins iodiníns (1,6-díhýdroxýfenazín 5,10-díoxíð) á illkynja frumulínur bráðamergfrumuhvítbæðis (AML). Náttúruleg mónómetýleruð afleiða iodiníns; myxín er einnig vel þekkt fyrir mikla og breiðvirka bakteríudrepandi virkni. Verkunarháttur þessa efna er m.a. talin stafa af losun mjög hvarfgjarnra súrefnisafleiðna (.OH) sem valda DNA þráðbrotum ásamt hæfni þessa efnaflokks til að mynda DNA innskot. Verkefnið mun fyrst og fremst beinast að efnasmíðum og byggingarákvörðunum nýrra sameinda en markmiðið er að framkvæma frumuprófanir og meta virkni þeira efna sem tekst að smíða. Ummyndun á HEK293 frumum sem losa utanfrumubólur með EGF eða GE11 peptíði til marksækni gegn EGFR jákvæðra krabbameina Leiðbeinandi: Berglind Eva Benediktsdóttir (bergline@hi.is), dósent við Lyfjafræðideild Um verkefnið: Utanfrumubólur (e. Extracellular vesicles, EVs) hafa góða möguleika til að vera yfirburða nanólyfjaberar fyrir ýmis lyf vegna stærðar, stöðugleika og sértækni sinnar. Tilgangur verkefnisins er að ummynda (e. transfect) Mexi-HEK293 frumulínuna þannig að hún losi frá sér EVs með annað hvort EGF próteinið (sem control) eða GE11 peptíðinu (marksækið) sem hefur sækni í EGR viðtakann (EGFR) en þessi viðtaki er oftjáður í ákveðnum tegundum krabbameina. Með slíku væri kominn fyrsti vísir af EVs sem marksæknum nanólyfjaberum gegn EGFR jákvæðum krabbameinum. Einangrun á EVs verður framkvæmd með immunocapture en jafnframt verða notaðar greiningaraðferðir eins og NanoSight, western blotting og rafeindasmásjá. / Transfection of HEK293 cells that release extracellular vesicles containing EGF or GE11 peptide as targeting moieties against EGFR positive cancers Extracellular vesicles have big potential as a feasible nanodrug carriers for various drugs due to their size, stability and specificity. The aim of this project is to transfect Mexi-HEk293 cells to release engineered EVs that either contain the EGF proteins (as control) or the GE11 peptide (targeting) on the EVs surface, targeting the EGF receptor (EGFR) that is often overexpressed in specific cancer populations. With that, there we would have the first indication of actively targeting nanocarriers against EGFR positive cancers. Isolation of EVs will be carries out using immunocapture along with analytical methods such as NanoSight, capillary western blotting and electron microscopy. facebooklinkedintwitter