Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands veitir verðandi og skráðum stúdentum Háskóla Íslands upplýsingar um námsframboð og ráðgjöf um námsval í opnum viðtalstímum. Allar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Nemendaráðgjafar. Eitt af því sem Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands býður þeim sem hyggja á háskólanám upp á er Bendill sem er íslensk rafræn áhugakönnun. Lesa má nánar um áhugakönnunina Bendil á vefsíðu könnunarinnar. Samkvæmt Bendli er nám á háskólastigi skipt niður í sex áhugasvið sem útskýrð eru hér neðar á síðunni. Undir hverju þessara sex áhugasviða eru svo undirsvið sem námsleiðir Háskóla Íslands eru flokkuð undir. Smelltu á þann undirflokk á myndinni hér að neðan sem vekur áhuga þinn til þess að sjá hvaða námsleiðir í HÍ tilheyra honum og kynntu þér það nám sem þér líst best á: Við mælum með að verðandi nemendur panti sér tíma í áhugakönnunina og viðtal hjá námsráðgjafa hjá Nemendaráðgjöf á eftir til þess að fara yfir niðurstöðuna. Show Handverkssvið Þetta svið lýsir þeim sem líkar vel að að vinna með höndunum og beita alls kyns verkfærum, tækjum og tólum. Flest líkamleg störf höfða til þeirra auk starfa sem unnin eru utandyra. Þeim líkar að vera í ævinýralegu umhverfi og útistörf og útivist hvers konar höfðar gjarnan til þeirra Show Vísindasvið Þeir sem falla á þetta áhugasvið hafa gaman af því að leysa vandamál með vísindalegum aðferðum, útreikningum og rannsóknum og beita rökhugsun. Þeir vilja vinna sjálfstætt og í störfum sem krefjast mikillar einbeitingar. Þeir hafa fjölþætt áhugamál og eru gjarnan opnir fyrir nýjum hugmyndum og reynslu. Show Listasvið Þeir sem falla á þetta svið hafa mestan áhuga á að vinna að sköpun og tjáningu. Þeim finnst oft mikilvægara að tjá tilfinningar sínar heldur en að nota rökhugsun og kjósa gjarnan að vinna sjálfstætt og vera frumlegir. Þessir einstaklingar fara gjarnan óhefðbundnar leiðir í lífinu og eru opnir fyrir nýjum hugmyndum og reynslu. Show Félagssvið Fólk á þessu sviði velur sér störf sem fela í sér mannleg samskipti. Þeir hafa áhuga á að hjálpa öðrum, leiðbeina eða kenna. Samvinna, skipting ábyrgðar og sveigjanleiki í samskiptum skiptir þá helst máli í starfi. Þeir leggja áherslu á að leysa málin með því að ræða þau út frá tilfinningum og samskiptum við aðra. Show Athafnasvið Þeir sem falla á þetta svið hafa áhuga á að ná fram ákveðnum markmiðum, persónulegum eða efnahagslegum. Þeir vilja vinna með öðrum en hafa mestan áhuga á að stjórna og hafa áhrif. Þeir eru gjarnan í viðskiptum, stjórnmálum og í stjórnunarstörfum og vilja vera virkir í athafnalífi. Þeir eru oft tilbúnir til að taka áhættu í starfi og eru miklir keppnismenn. Show Skipulagssvið Þetta svið lýsir þeim sem vilja hafa gott skipulag á sinni vinnu. Þeir vilja vinna við skýrt afmörkuð verkefni þar sem hægt er að leita skynsamlegra og hagnýtra lausna á vandamálum. Þeir eru áreiðanlegir, vilja hafa reglu á hlutunum og vinna gjarnan með gögn og skýrslur. Þeir vilja frekar vinna undir stjórn annarra eða þar sem farið er eftir skýrum áætlunum en að stjórna öðrum sjálfir. Nemendaráðgjöf HÍ er opin frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Netfang: radgjof@hi.is Sími: 525 4315 facebooklinkedintwitter