
Velkomin í Háskóla Íslands
Hér finnurðu svör við mörgum af þeim spurningum sem kunna að vakna þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands.
Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu hvetjum við þig til að hafa samband við þjónustueiningar skólans, t.d. í gegnum netspjallið hér á síðunni. Samnemendur þínir hjálpa þér líka án efa eftir fremsta megni.
Sjáðu um hvað námið snýst

Gott að vita
- Ratar þú um háskólasvæðið og þekkir byggingarnar?
- Nýnemarölts-myndbandið er upplýsandi.
- Það er mikilvægt að lesa HÍ-tölvupóstinn reglulega.
- Kynntu þér Ugluna (innra net skólans).
- Gott er að skoða kennslualmanakið.
- Í Bóksölu stúdenta finnur þú m.a. bókalista fyrir þína námsleið.
- Upplifðu stemninguna í Stúdentakjallaranum.
- Notkun gervigreindar í námi - hvað má og hvað ekki?
- Ekki gleyma að njóta þín í Háskóla Íslands og vera virkur háskólaborgari.
- Þú getur notað #háskóliíslands eða #haskóliislands fyrir samfélagsmiðla.

Félagslíf
Háskólanám snýst ekki aðeins um að sitja fyrirlestra og læra heima. Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms.
Stúdentaráð er málsvari allra nemenda við HÍ. Ráðið fer með þau mál er varða hagsmuni nemenda gagnvart háskólayfirvöldum, stjórnvöldum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu Háskólans. Taktu þátt í spjalli eða fylgstu með á facebook síðu fyrir nýnema sem Stúdentaráð hefur komið á fót í samvinnu við Háskólann. Góður vettvangur til að leita upplýsinga hvert hjá öðru og eiga samtöl og óformleg samskipti á jafningjagrundvelli.
Hver deild rekur sitt nemendafélag og eru nemendur hvattir til þess að skoða hvaða nemendafélag stendur þeim næst. Á vef Stúdentaráðs er að finna lista yfir nemenda- og hagsmunafélög og tengiliði þeirra.
Hafðu samband
Þjónustuborð á Háskólatorgi veitir ýmsar upplýsingar og þjónustu:
Netfang: haskolatorg@hi.is
Sími: 525 5800
Náms- og starfsráðgjöf veitir hvers konar ráðgjöf er varðar val á námi
Netfang: radgjof@hi.is
Sími: 525 4315
