Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild býður upp á nám um samspil trúar, menningar og samfélags. Markmið náms og kennslu í deildinni er að veita fræðilegan grunn í guðfræði og trúarbragðafræði með fjölbreytilegum kennsluaðferðum og jafnframt að efla þekkingu á ólíkum trúarbrögðum og trúarskoðunum.
Grunnnám
BA-próf er 180 eininga nám sem samsvarar þriggja ára fullu námi. Nemendur geta valið um að taka eina aðalgrein til 180 eininga eða aðalgrein til 120 eininga auk 60 eininga viðurkenndrar aukagreinar.
- Guðfræði- BA
- Trúarbragðafræði - aukagrein
Framhaldsnám
Í boði er 120e meistaranám í nokkrum greinum.
Getum við aðstoðað?
Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.
Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.