Skip to main content

Guðfræði, mag. theol.

Guðfræði, mag. theol.

Hugvísindasvið

Guðfræði

mag. theol. gráða – 120 einingar

Námið er einkum skipulagt sem starfsnám presta að loknu BA-námi í guðfræði. Að loknu mag.theol. námi getur nemandi sem hefur lokið starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar, hlotið embættisgengi til að sækja um prestsstarf og taka vígslu.

Skipulag náms

X

Kirkjudeildafræði (GFR109F)

Námskeiðið er framhaldsnámskeið sem greinir menningu, sögu og siði kirkjudeildanna út frá fræðilegum hugtökum og aðferðum samkirkjulegrar guðfræði, heimskristni, boðunarfræði og trúarlífsfélagsfræði. Í námskeiðinu er fjallað um kenningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með samþættingu heimskristni (e. World Christianity), samkirkjuhreyfinga og kristniboðs innan og milli kirkjudeilda.

X

Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildi (GFR709F)

Hvaða samfélagslegu áhrif hefur Nýja testamentið í dag? Eru áhrifin góð eða slæm? Hvernig ber að nálgast trúarlega texta eins og rit Nýja testamentisins sem byggja á fornu og allt öðru þekkingarmengi en nútímasamfélög? Hvaða notagildi geta slíkir textar haft í dag og hvaða notagildi ættu þeir að hafa? Í námskeiðinu fást nemendur við þessar almennu kjarnaspurningar út frá ýmsum textum Nýja testamentisins og álitamálum þeim tengdum. Áhersla er lögð á félagslega þætti og mannréttindamál þar sem biblíutextar hafa leynt eða ljóst komið við sögu. Enn fremur er lögð áhersla á að ræða ýmsar birtingarmyndir bókstafshyggju í túlkunum á Nýja testamentinu og leita svara akademískrar nálgunar við þeim. Jafnframt vinna nemendur með spurninguna um gildi og notagildi Nýja testamentisins í samfélaginu í dag, hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða á faglegum vettvangi, s.s. á sviði félagsmála eða sálgæslu.

X

Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögð (GFR710F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á kenningum kristinnar trúarhefðar um kirkjuna, eðli hennar og hlutverk. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á þjónustu kirkjunnar og sakramenti, sem og á lútherskan kirkjuskilning og samkirkjulegt samhengi kristinnar kirkju. Þá verður afstaða kirkjunnar til annarra trúarbragða skoðuð, sem og fræðin um hina síðustu tíma.

X

Kóraninn: Helgirit Íslam (TRÚ702F)

Kóraninn, helgirit Islam, er einn mikilvægasti texti mannkynssögunnar. Múslimar trúa að Kóraninn inniheldur bókstafleg orð Guðs og þess vegna myndar þessi bók grundvöllinn að helstu trúarhugmyndum Íslam. Á sama tíma er deilt um að hversu miklu leyti eigi að heimfæra og innleiða trúarhugmyndir þess í nútímasamfélög. Í þessu námskeiði verða saga og helstu guðfræðileg, lagaleg og pólitísk atriði Kóransins skoðuð. Fjallað verður um uppbyggingu og sögu Kóransins og svo verða eftirfarandi stef tekin fyrir: sjálfsmynd Kóransins, sköpun veraldar og dómsdagur, hugmyndir um réttlæti, viðhorf til annarra trúarbragða (sér í lagi Kristni og gyðingdóm), staða kvenna, safmélagskipan, og hvort/hvenær/hvernig eigi að heyja stríð

X

Sálgæslufræði (GFR324M)

Hlutverk, verkfæri og aðferðir sálgæslu eru kynnt á þessu námskeiði og rætt hvernig þeim er beitt í helgisiðum og samtölum, sáttavinnu og hópastarfi. Gerð er grein fyrir gildi þverfaglegrar samvinnu í sálgæslu og hvernig sálgæslufræðin kallast á við kenningar og starfshætti í trúarlífssálarfræði, geðsjúkdómafræði og meðferðarfræðum sem byggja á gagnreyndum aðferðum.  Kenningum um sorg og missi, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska, yfirfærslu, gagnyfirfærslu og kulnun er beitt á raunhæfar aðstæður. Félagslegt samhengi sálgæslu, t.d. fjölmenningarsamhengi og kynbundnu samhengi er metið. Hópurinn fer í vettvangsferðir. Áhersla er lögð á virkni nemenda í eigin námi, t.d. gegnum hlutverkaleiki og tilviksathuganir.

X

Helgisiða- og sálmafræði (GFR076F)

Eitt af meginverkefnum presta er að leiða aðalguðsþjónustu safnaðar, aðrar guðsþjónustur og helgistundir, sem og kirkjulegar athafnir á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og jarðarfarir. Á sama hátt hafa djáknar helgisiðahlutverk sem þarfnast góðrar þekkingar á sálmum og helgisiðum, t.d. í tengslum við sálgæslu og fræðslustarf. Tvær megináherslur námskeiðsins eru helgisiðafræði og sálmafræði. Helgisiðafræði er svið innan hagnýtrar guðfræði sem rannsakar kristna helgisiði, sögu guðsþjónustunnar og hinna kirkjulegu athafna. Hin áherslan er sálmafræði sem er rannsóknarsvið sálmaarfsins, sögu sálmanna, guðfræði þeirra og hlutverk í kristinni trú og helgisiðum. Fjallað er um aðalguðsþjónustu safnaðarins aðrar guðsþjónustur/ frá ólíkum sjónarhólum sögu og samtímasamhengis. Námskeiðið veitir grunnæfingar í framsögn, litúrgískum söng og atferli, ásamt umræðum, samstarfi og skipulagi í helgihaldi. Námskeiðið er hluti af starfsnámi nemenda sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni en getur einnig nýst nemendum sem tilheyra öðrum kirkjudeildum og söfnuðum að uppfylltum skilyrðum.   

X

Saga kristni og stjórnmál (GFR805F)

Í námskeiðinu verður fengist við tengsl kristni og stjórnmála í tímans rás. Samband kristni og stjórnmála er sá þáttur í sögu trúarbragðanna sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þeirra. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í námskeiðinu verður fjallað um tengsl kristni og stjórnmála í 1) frumkristni, 2) síðfornöld 3) á miðöldum 4) á siðbreytingatímanum 5) í nútímanum. Sérstaka athygli fá þær kristnu trúarhugmyndir sem hefur verið beitt hvað mest á sviði stjórnmálanna. Í umfjöllun námskeiðsins verða kynntar kenningar um samband trúarbragða og stjórnmála á sviði trúarbragðasögu, guðfræði, heimspeki, félagsfræði og stjórnmálafræði.

X

Guðfræði Marteins Lúthers (GFR806F)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.

Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).

Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).

X

Ritskýring G.t. Spámannaritin (GFR807F)

Í námskeiðinu verða valin spámannarit Gamla testamentisins lesin og krufin á sagnfræðilegum, bókmenntafræði- og málvísindalegum og guðfræðilegum forsendum. Leitast verður við að svara spurningum um tilurðarsögu ritanna, byggingu þeirra og boðskap einstakra textahluta á tímabili tilurðar sinnar, sem og boðskap lokagerðar ritanna í sögulegu samhengi frumgyðingdóms. Valdir textar verða lesnir á frummálinu hebresku og verður þannig byggt ofan á þá grunnþekkingu sem nemendur hafa öðlast í námskeiðinu Hebreska GFR326G

X

Kirkjudeildafræði (GFR109F)

Námskeiðið er framhaldsnámskeið sem greinir menningu, sögu og siði kirkjudeildanna út frá fræðilegum hugtökum og aðferðum samkirkjulegrar guðfræði, heimskristni, boðunarfræði og trúarlífsfélagsfræði. Í námskeiðinu er fjallað um kenningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með samþættingu heimskristni (e. World Christianity), samkirkjuhreyfinga og kristniboðs innan og milli kirkjudeilda.

X

Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildi (GFR709F)

Hvaða samfélagslegu áhrif hefur Nýja testamentið í dag? Eru áhrifin góð eða slæm? Hvernig ber að nálgast trúarlega texta eins og rit Nýja testamentisins sem byggja á fornu og allt öðru þekkingarmengi en nútímasamfélög? Hvaða notagildi geta slíkir textar haft í dag og hvaða notagildi ættu þeir að hafa? Í námskeiðinu fást nemendur við þessar almennu kjarnaspurningar út frá ýmsum textum Nýja testamentisins og álitamálum þeim tengdum. Áhersla er lögð á félagslega þætti og mannréttindamál þar sem biblíutextar hafa leynt eða ljóst komið við sögu. Enn fremur er lögð áhersla á að ræða ýmsar birtingarmyndir bókstafshyggju í túlkunum á Nýja testamentinu og leita svara akademískrar nálgunar við þeim. Jafnframt vinna nemendur með spurninguna um gildi og notagildi Nýja testamentisins í samfélaginu í dag, hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða á faglegum vettvangi, s.s. á sviði félagsmála eða sálgæslu.

X

Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögð (GFR710F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á kenningum kristinnar trúarhefðar um kirkjuna, eðli hennar og hlutverk. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á þjónustu kirkjunnar og sakramenti, sem og á lútherskan kirkjuskilning og samkirkjulegt samhengi kristinnar kirkju. Þá verður afstaða kirkjunnar til annarra trúarbragða skoðuð, sem og fræðin um hina síðustu tíma.

X

Kóraninn: Helgirit Íslam (TRÚ702F)

Kóraninn, helgirit Islam, er einn mikilvægasti texti mannkynssögunnar. Múslimar trúa að Kóraninn inniheldur bókstafleg orð Guðs og þess vegna myndar þessi bók grundvöllinn að helstu trúarhugmyndum Íslam. Á sama tíma er deilt um að hversu miklu leyti eigi að heimfæra og innleiða trúarhugmyndir þess í nútímasamfélög. Í þessu námskeiði verða saga og helstu guðfræðileg, lagaleg og pólitísk atriði Kóransins skoðuð. Fjallað verður um uppbyggingu og sögu Kóransins og svo verða eftirfarandi stef tekin fyrir: sjálfsmynd Kóransins, sköpun veraldar og dómsdagur, hugmyndir um réttlæti, viðhorf til annarra trúarbragða (sér í lagi Kristni og gyðingdóm), staða kvenna, safmélagskipan, og hvort/hvenær/hvernig eigi að heyja stríð

X

Litúrgísk söngfræði og messugjörð 2 (GFR305F)

Hver eru forystu- og samstarfshlutverk í lútherskri messu? Hver messa byggir á flóknu samspili helgisiða, kirkjutónlistar, díakoníu og prédikunar. Fagmenn og sjálfboðaliðar í ólíkum hlutverkum sem taka á sig ólík forystuhlutverk í margþættu samstarfi. Námskeiðið er verklegt og leggur áherslu á tvo þætti, sönglegan þátt og verkefnastjórnun messunnar. Í námskeiðinu vinna og syngja grunnnemar og framhaldsnemar saman, en framhaldsnemar axla aukna stjórnunarlega ábyrgð á messunni og tileinka sér þekkingu á sálmaarfinum með yfirgripsmeiri hætti. Í sönglega þættinum er áhersla lögð á samsöng, raddþjálfun, og raddbeitingu við litúrgískan söng og sálmasöng, auk þess sem menningararfur sálmanna er kynntur. Í verkefnastjórnunarþættinum eru nemendur æfðir í langtímaskipulagi og hópastarfi við messugjörð, æfa framsögn og skipuleggja útvarpsmessu. Námskeiðið er hluti af bundnu vali í starfsnámi nemenda sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni en getur einnig nýst sem valnámskeið fyrir aðra háskólanema sem vilja öðlast dýpri skilning á messugjörð og litúrgískum söng, t.d. nemendur í kirkjutónlist og söng.

Ath: Ekki er hægt að taka þetta valnámskeið í staðinn fyrir skyldunámskeiðið GFR076F Helgisiða- og sálmafræði.

X

Sálgæslufræði (GFR324M)

Hlutverk, verkfæri og aðferðir sálgæslu eru kynnt á þessu námskeiði og rætt hvernig þeim er beitt í helgisiðum og samtölum, sáttavinnu og hópastarfi. Gerð er grein fyrir gildi þverfaglegrar samvinnu í sálgæslu og hvernig sálgæslufræðin kallast á við kenningar og starfshætti í trúarlífssálarfræði, geðsjúkdómafræði og meðferðarfræðum sem byggja á gagnreyndum aðferðum.  Kenningum um sorg og missi, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska, yfirfærslu, gagnyfirfærslu og kulnun er beitt á raunhæfar aðstæður. Félagslegt samhengi sálgæslu, t.d. fjölmenningarsamhengi og kynbundnu samhengi er metið. Hópurinn fer í vettvangsferðir. Áhersla er lögð á virkni nemenda í eigin námi, t.d. gegnum hlutverkaleiki og tilviksathuganir.

X

Helgisiða- og sálmafræði (GFR076F)

Eitt af meginverkefnum presta er að leiða aðalguðsþjónustu safnaðar, aðrar guðsþjónustur og helgistundir, sem og kirkjulegar athafnir á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og jarðarfarir. Á sama hátt hafa djáknar helgisiðahlutverk sem þarfnast góðrar þekkingar á sálmum og helgisiðum, t.d. í tengslum við sálgæslu og fræðslustarf. Tvær megináherslur námskeiðsins eru helgisiðafræði og sálmafræði. Helgisiðafræði er svið innan hagnýtrar guðfræði sem rannsakar kristna helgisiði, sögu guðsþjónustunnar og hinna kirkjulegu athafna. Hin áherslan er sálmafræði sem er rannsóknarsvið sálmaarfsins, sögu sálmanna, guðfræði þeirra og hlutverk í kristinni trú og helgisiðum. Fjallað er um aðalguðsþjónustu safnaðarins aðrar guðsþjónustur/ frá ólíkum sjónarhólum sögu og samtímasamhengis. Námskeiðið veitir grunnæfingar í framsögn, litúrgískum söng og atferli, ásamt umræðum, samstarfi og skipulagi í helgihaldi. Námskeiðið er hluti af starfsnámi nemenda sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni en getur einnig nýst nemendum sem tilheyra öðrum kirkjudeildum og söfnuðum að uppfylltum skilyrðum.   

X

Saga kristni og stjórnmál (GFR805F)

Í námskeiðinu verður fengist við tengsl kristni og stjórnmála í tímans rás. Samband kristni og stjórnmála er sá þáttur í sögu trúarbragðanna sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þeirra. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í námskeiðinu verður fjallað um tengsl kristni og stjórnmála í 1) frumkristni, 2) síðfornöld 3) á miðöldum 4) á siðbreytingatímanum 5) í nútímanum. Sérstaka athygli fá þær kristnu trúarhugmyndir sem hefur verið beitt hvað mest á sviði stjórnmálanna. Í umfjöllun námskeiðsins verða kynntar kenningar um samband trúarbragða og stjórnmála á sviði trúarbragðasögu, guðfræði, heimspeki, félagsfræði og stjórnmálafræði.

X

Guðfræði Marteins Lúthers (GFR806F)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.

Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).

Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).

X

Ritskýring G.t. Spámannaritin (GFR807F)

Í námskeiðinu verða valin spámannarit Gamla testamentisins lesin og krufin á sagnfræðilegum, bókmenntafræði- og málvísindalegum og guðfræðilegum forsendum. Leitast verður við að svara spurningum um tilurðarsögu ritanna, byggingu þeirra og boðskap einstakra textahluta á tímabili tilurðar sinnar, sem og boðskap lokagerðar ritanna í sögulegu samhengi frumgyðingdóms. Valdir textar verða lesnir á frummálinu hebresku og verður þannig byggt ofan á þá grunnþekkingu sem nemendur hafa öðlast í námskeiðinu Hebreska GFR326G

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. verkefni (GFR024L, GFR024L, GFR024L)

Námskeiðið er valkostur fyrir mag.theol. nemendur sem kjósa að vinna meistaraprófsverkefni í stað hefðbundinnar rannsóknarritgerðar. Valið stendur á milli tvenns konar verkefna, annars vegar starfstengds matsverkefnis eða þróunarverkefnis og hins vegar starfstengds miðlunarverkefnis, í samræmi við nánari lýsingu í reglum um meistaraprófsverkefnið. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu og miðlunar efnis, og til notkunar fræðilegra og faglegra  hjálpargagna.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

X

Mag. theol. ritgerð (GFR441L, GFR441L, GFR441L)

Lokaritgerð til mag.theol. prófs er einstaklingsbundin rannsókn sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara guðfræði- og trúarbragðafræðideildar. Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Miðað er við að vinnan við ritgerðina taki heila önn fyrir nemanda í fullu námi. Deila má vinnunni niður á tvær annir ef nemendur kjósa það.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hildur Eir Bolladóttir
Aldís Rut Gísladóttir
Pétur G. Markan
Jónína Ólafsdóttir
Hildur Eir Bolladóttir
Embættispróf í guðfræði

„Það er stundum sagt að eitt sé að læra og annað að menntast, á hverjum degi lærum við eitthvað nýtt,  til dæmist þegar við flettum í gegnum netmiðla eða hlýðum á útvarp, sá lærdómur sem þaðan kemur er auðvitað á sinn hátt nokkuð mikilvægur en hann er samt ekki það sem við köllum menntun. Ég upplifði í fyrsta skipti á minni skólagöngu að menntast þegar ég kom inn í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, þar lærði ég að greina hugsun, forma framsetningu hugsunar og efast um eigin niðurstöðu. Guðfræðinámið er líka nám í mjög mörgu og þess vegna menntun sem getur nýst manni í margt fleira en prestskap en það hef ég sjálf sannreynt í hliðarverkum ýmiskonar meðal annars fjölmiðlun og skrifum um þjóðfélagsmál.“ 

Aldís Rut Gísladóttir
Embættispróf í guðfræði

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er alveg einstakt. Námið sjálft er mjög akademískt, fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Námskeiðaúrvalið er spennandi og kennararnir eru fræðimenn fram í fingurgóma sem hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Guðfræðinámið er mannbætandi nám og það hefur gert mig að heilsteyptari manneskju. Þar sem deildin er ekki stór kynnist maður kennurum og öðrum nemendum vel. Sú vinátta sem ég hef stofnað til í náminu er vinátta sem mun vara ævilangt. Ég mæli eindregið með guðfræði og trúarbragðafræði.

Pétur G. Markan
Mag.theol

Oftar og oftar verður mér hugsað til námsára minna við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Oftar og oftar rek ég mig aftur til þekkingar og reynslu sem ég öðlaðist við nám í deildinni og hagnýti í lífi og starf. Oftar og oftar sakna ég mentora minna og sannfærist um það sem mig grunaði einungis þá, þeir eru úrvalslið, í heimsgóðum skóla. Oftar og oftar sakna ég samferðastúdenta og æ oftar hugsa ég til leiðbeinandans sem fylgdi mér í gegnum ritgerðaskrif, með festu, aðhaldi, fyrirmynd, kærleika og vinskap. Oftar og oftar öfunda ég nýstúdenta við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Jónína Ólafsdóttir
Embættispróf í guðfræði

Það sem stendur uppúr við námslok mín við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er hvað námið gaf mér víða sýn á eðli manneskjunnar. Námið er gríðarlega fjölbreytt og nálgast á þverfaglegan hátt mismunandi viðfangsefni hugvísinda. Smæð deildarinnar er tvímælalaust kostur fyrir nemandann og gerir það að verkum að aðgengi að kennurum er gott, auðvelt er að hafa áhrif á stefnumótun deildarinnar og góð stemmning skapast meðal nemenda.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.