-
1
Settu þér tímamörk
Hvenær þarft þú að taka ákvörðun?
Umsóknarfrestur fyrir framhaldsnám er til 15. apríl fyrir haustmisseri og 15. október fyrir vormisseri. Í valdar leiðir diplómanáms er umsóknarfrestur til 5. júní að vori og 30. nóvember að hausti.
-
2
Hvar liggur áhugi þinn og styrkleikar?
Veltu fyrir þér hverju þú hefur áhuga á, hver gildi þín í lífinu eru og hvar færni þín og styrkleikar liggja.
Ef þú átt erfitt með að átta þig á áhugasviði þínu gæti verið gagnlegt að ræða við náms- og starfsráðgjafa og/eða taka áhugakönnun/styrkleikakönnun.
-
3
Skoðaðu möguleikana
Kynntu þér hvað framhaldsnám er í boði eftir þitt grunnnám eða skoðaðu áhugaverðar námsleiðir í námsvalshjólinu okkar.
-
4
Gerðu lista yfir kosti og galla námsleiða
Þegar þú hefur fundið námsleiðir sem vekja áhuga þinn skaltu gera lista fyrir hverja og eina þeirra. Skráðu kosti og galla þess að velja þessa tilteknu námsleið.
Fylltu út eyðublaðið um leið og þú ferð í gegnum næstu skref.
-
5
Kynntu þér námsleiðina
Inni á vefsíðum námsleiða er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um námið, til að mynda áherslur, skipulag og framtíðarmöguleika að loknu námi. Einnig má finna upplýsingar um inntökuskilyrði, námskröfur og þau fylgiskjöl sem þurfa að fylgja umsóknum.
-
6
Kafaðu dýpra
Skoðaðu hvaða námskeið tilheyra þeim námsleiðum sem þér finnst koma til greina. Á síðu námsleiða er listi yfir skyldu- og valnámskeið sem tilheyra hverri námsleið ásamt lýsingum á öllum námskeiðum.
-
7
-
Hvað bíður þín í framtíðinni?
Skoðaðu upplýsingar um atvinnumöguleika og umsagnir nemenda á síðu námsleiðarinnar.
Á Tengslatorgi HÍ getur þú skoðað tækifæri til að komast í starfsþjálfun á vinnumarkaði eða hluta-, sumar- eða framtíðarstörf.
-
8
-
Hvernig er líf háskólanemans?
Kynntu þér lífið í Háskóla Íslands og þá þjónustu sem er í boði fyrir nemendur.
Með því að taka þátt í Aurora samstarfinu gefst þér tækifæri á að efla leiðtoga- og frumkvöðlafærni þína.
Ef þú gefur þér góðan tíma til þess að taka ákvörðun um nám og nálgast ferlið með opnum huga þá er líklegra að ákvörðun þín verði farsæl.