Rannsóknir setursins á framandi tegundum við Ísland eru í samstarfi með dr. Sindra Gíslasyni og Náttúrustofu Suðvesturlands. Meginmarkmið rannsóknanna er að meta útbreiðslu og fjölda nýrra tegunda við landið með áherslu á sjávarhryggleysingja. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að allnokkrar framandi tegundir hafa borist til Íslands á undanförnum árum sem má að líkindum rekja til aukinna skipaflutninga (tegundaflutningur með kjölfestuvatni) og hlýnunar sjávar. Birtar greinar setursins varðandi verkefnið Hér má sjá þær greinar sem birtar hafa verið um rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: Ramos-Esplá, A., Micael, J., Halldórsson, H.P., Gíslason, S. (2020). Iceland: a laboratory for non-indigenous ascidians. BioInvasions Records 9: 450–460. https://doi.org/10.3391/bir.2020.9.3.01 Micael, J., Rodrigues, P., Halldórsson, H.P., Gíslason, S. (2020). Distribution and abundance of the invasive tunicate Ciona intestinalis (Linnaeus, 1767) in Icelandic harbours. Regional Studies in Marine Science 34: 101039. https://doi.org/10.1016/j.rsma.2020.101039 facebooklinkedintwitter