Hægt er að bóka viðtal hjá sálfræðingum HÍ með því að senda tölvupóst á salfraedingar[hja]hi.is. Miðað er við 1 til 3 viðtöl á misseri. Sálfræðiþjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs.
Hrafnkatla Agnarsdóttir og Katrín Sverrisdóttir sálfræðingar veita ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum sem eru gjaldfrjáls fyrir nemendur skólans. Þjónustan felur ekki í sér ADHD greiningu. Viðtölin geta farið fram á íslensku, ensku eða þýsku.
Hrafnkatla er klínískur sálfræðingur en hún útskrifaðist með BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) árið 2018 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá HÍ árið 2020. Hún var í starfsnámi hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðunni og sálfræðiráðgjöf háskólanema hjá HÍ.
Hrafnkatla hefur starfað sem sálfræðingur á göngudeild BUGL frá 2020 til 2022, fyrst í greiningarteymi og síðar í átröskunarteymi. Hún hóf sjálfstæðan rekstur árið 2021 hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka og vinnur nú í 50% stöðu hjá Sálstofunni meðfram 50% stöðu hjá HÍ (frá 2022). Þá hefur hún einnig verið meðleiðbeinandi í lokaverkefni meistaranema í klínískri sálfræði, atferlisþjálfi á leikskóla og félagsliði á íbúðarkjarna fyrir geðfatlaða.
Hrafnkatla sinnir almennri sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Hún sækir sér reglulega handleiðslu og endurmenntun, þá sérstaklega í átröskunum en hefur einnig gaman af því að vinna með tilfinningavanda líkt og kvíða og þunglyndi. Hún vinnur aðallega út frá meðferðarnálgun hugrænnar atferlismeðferðar en einnig ACT (Acceptance and Commitment Therapy) og díalektíska atferlismeðferð.
Hrafnkatla er í 50% starfshlutfalli og með viðveru á fimmtudögum, föstudögum og annan hvern miðvikudag fyrir hádegi.
Katrín er klínískur sálfræðingur og útskrifaðist með MSc frá Freie Universität í Berlín árið 2000. Hún hefur lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð HAM, sem er hennar helsta meðferðaráhersla í bland við ACT (Acceptance and Commitment Therapy) og núvitund. Katrín er einnig með reynslu í hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM) og díalektískri atferlismeðferð (DAM).
Katrín sérhæfir sig í almennum tilfinningavanda svo sem kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati og streitu en einnig þar sem langtíma tilfinningalegur óstöðugleiki og samskiptavandi hefur verið til staðar.
Katrín hefur starfað sem sálfræðingur í Berlín, Þýskalandi, við skóla- og meðferðarúrræði fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra. Hún starfaði á geðdeild Landspítalans í 9 ár, þar af í 7 ár á göngudeild geðsviðs við Hringbraut með áherslu á almennan tilfinningavanda sérstaklega hjá ungmennum. Katrín sinnti í 2 ár sálfræðimeðferð á legudeild unglinga við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og hefur komið að þróun og uppbyggingu HAM-hópmeðferðarúrræða fyrir ungmenni og unglinga. Katrín hefur starfað sjálfstætt á Sálfræðistofunni Klapparstíg undanfarin 12 ár en starfar jafnframt sem klínískur sálfræðingur við Háskóla Íslands þar sem hún sinnir sálfræðimeðferð fyrir nemendur HÍ í 50% starfshlutfalli. Hún er með viðveru í HÍ á þriðjudögum, miðvikudögum og til hádegis á föstudögum.
Ef um bráðatilfelli er að ræða þá bendum við á: