Við Matvæla- og næringarfræðideild er boðið upp á áhugavert framhaldsnám þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfstæði og framúrskarandi vinnubrögð. Hægt er að stunda MS-nám og doktorsnám.
Meistaranám
MS-nám í matvælafræði og næringarfræði er 120 einingar til tveggja ára. Námið samanstendur af fjölbreyttum námskeiðum og rannsóknarverkefni. Allir nemendur í framhaldsnámi við deildina eru hvattir til að taka hluta af námi sínu erlendis í samvinnu við leiðbeinendur.
MS-nám í matvælafræði er alþjóðlegt og hagnýtt nám með mikil tengsl við atvinnulífið. Námskeiðin eru kennd á ensku. Mörg verkefni í framhaldsnámi í matvælafræði eru unnin í nánu samstarfi við Matís.
MS-nám í næringarfræði er þverfaglegt og krefjandi. Mikil áhersla er á góð tengsl við atvinnulífið og nemendur öðlast mikla reynslu í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, m.a. Næringarstofu Landspítala.
Þá stendur nemendum einnig til boða þverfræðilegt nám á meistarastigi:
- Diplómanám í lýðheilsuvísindum
- Menntun framhaldsskólakennara - Næringafræðikennsla, MS (120e)
- MPH-nám í lýðheilsuvísindum
- MS-nám í heilbrigðisvísindum
- MS-nám í faralds- og líftölfræði
Doktorsnám
Doktorsnám felur í sér 180 eininga vísinda- og tæknitengt rannsóknarverkefni sem leiðir til nýrrar þekkingar eða nýsköpunar. Doktorsnámið tekur að jafnaði 3 – 5 ár. Leiðbeinendur doktorsnema við Matvæla- og næringarfræðideild eru vísindafólk í fremstu röð og í nánum tengslum við atvinnulífið. Við deildina eru stundaðar rannsóknir á heimsmælikvarða. Doktorsnemendur fá oft tækifæri til þess að verða hluti af alþjóðlegum rannsóknarhópum. Mörg verkefni í framhaldsnámi í matvælafræði eru unnin í nánu samstarfi við Matís og lokaverkefni gjarnan á starfsstöð Matís.