Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Matvælafræði

MS gráða – 120 einingar

Meistarnám í matvælafræði henta jafnt þeim sem hafa lokið grunnnámi í matvælafræði sem og öðrum greinum eins og líffræði, efnafræði, lífefnafræði, læknisfræði ásamt verkfræði- og tæknifræðigreinum.

Í náminu er boðið upp á fjölbreytt námskeið og spennandi rannsóknarverkefni sem unnin eru með kennurum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Skipulag náms

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Faraldsfræði næringar (NÆR701F)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.

Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)

Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.

Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda. 

Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.

Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.

Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.

X

Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF207M)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Matvælaörverufræði 2 (MAT506M)

Þetta námskeið er kennt í síðast sinn óbreytt haustið 2022 fyrir nemendahópinn sem hóf nám haustið 2020

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum nauðsynlega undirstöðu til að þekkja helsta uppruna örverumengunar í matvælum, helstu áhrif örvera á gæði og öryggi matvæla og aðferðir sem notaðar eru til að hindra skemmdir og matarsjúkdóma af völdum örvera í matvælum. Efni fyrirlestra er skipt í fimm hluta: (1) Uppruna, flokkun og ræktun örvera í matvælum. Inngangur og saga matvælaörverufræði.  Hefðbundnar og nýþróaðar aðferðir fyrir ræktun, einangrun og magngreiningu örvera í matvælum. Yfirlit um mikilvægustu örveruhópa í matvælum þar á meðal bendiörverur. (2) Áhrif ytri og innri umhverfisþátta á örverur í matvælum  – næringarsamsetning, pH, oxunar-afoxunarspenna, vatnsvirkni, rakastig, hitastig, loftsamsetning og fleiri þættir. Geymsluaðferðir og örverufræði – hitameðhöndlun, kæling og frysting, rotvarnir og rotvarnarefni, þurrkun, lofttæmdar og loftskiptar pakkningar, geislun, háþrýstingur, gerjun og önnur hagkvæm not af örverum í matvælaframleiðslu. (3) Matarsjúkdómar af völdum örvera. Örverur í matvælum og heilsufar. Mikilvægustu orsakir matareitrana og matarsýkinga -Salmonella, Campylobacter, E. coli, Vibrio, Listeria, Clostridium, Bacillus, Staphylococcus, scombroid eitrun og aðrir bakteríusýklar í matvælum. Aðrar orsakir matarsjúkdóma – sníkjudýr, eitraðir þörungar, sveppaeitur, veirur og prion (BSE). Nýframkomnir sýklar. (4) Örverufræði helstu matvælaflokka. Uppruni örvera í helstu matvælum.  Örverufræði sjávarafurða, kjötafurða, mjólkurafurða, neysluvatns, grænmetis, ávaxta, víns og bjórs. (5) Eftirlit og gæðastýring matvæla. Áhrif vinnslu og meðhöndlunar á afkomu örvera og skemmdir í matvælum af völdum örvera. Framkvæmd sýnatöku, meðhöndlun sýna og sýnatökuáætlanir. Örverufræðileg gæðaviðmið og leiðbeiningar. Örverufræðileg spámódel. Þrif og sótthreinsun. Inngangur að GMP, GHP, HACCP, gæðastjórnunarkerfum og áhættugreiningu.

Hver nemandi aflar efnis og skrifar ritgerð um nýlegt efni tengt matvælaörverufræði og flytur um það fyrirlestur.

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)

Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.

Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda. 

Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.

Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.

Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.

X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)

Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum. 

Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir. 

Kennslubók og annað lesefni:

1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.

https://www.elsevier.com/books/introduction-to-food-engineering/singh/978-0-12-398530-9 Links to an external site. 

Paul Singh's youtube channel:

https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.  

2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Lífefnafræði 3 (LEF501M)

Verklegar æfingar af eftirtalinni gerð eru framkvæmdar: Hraðafræði ensíma og áhrif hindra. Einangrun og hreinsun ensíma með vatnsfælinni skilju, jónaskiptaskilju, sértækri skilju og hlaupsíun. Rafdráttur próteina og kjarnsýra. Stöðugleiki próteina gagnvart hita og þvagefnis metinn með virknimælingum, hringskautunarljósbreytingum og gleypnibreytingum. Sértæk efnahvörf próteina gerð til ákvörðunar breinnisteinsbrúa og þíólhópa. Verkunarmáti ýmissa hvarfgjarnra efna sem hindra serín eða cystein próteinasa kannaður. Mótefnafelling. Skerðiklipping DNA og ákvörðun bræðslumarks DNA við ýmsar aðstæður. Lífupplýsingafræði og greining stórsameinda í í tölvu (BLAST, ALLIGN, DeepView).

Stoðfyrirlestrar tengja saman hagnýt atriði verklegu æfinganna og fræðilega undirstöðu þeirra, sem kemur fram í fjölrituðum vinnuseðlum og kennslubókum.

Vinnulag:
Fyrirlestrar í 13-14 vikur (2 x 40 mín) einu sinni í viku. Verklegur tími einu sinni í viku í 6 klst. í 12-13 vikur.

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Hagnýt lífupplýsingafræði (LEI106F)

Fjallað verður um helstu gagnabanka fyrir DNA, RNA og prótein og uppbyggingu þeirra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir lífupplýsingafræðinnar, svo sem til raðsamanburðar, raðleitar og til leitar að ýmsum virkum setum í bæði prótein- og DNA/RNA-röðum. Fjallað verður um tengsl raðsamanburðar og þróunarfræði, með áherslu á að nemandi skilji helstu aðferðir til að greina skyldleika raða. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og kunni að notfæra sér nokkra helstu gagnabanka á þessu sviði. Auk þess verður fjallað um nokkur forrit s.s. MEGA og Geneious svo einhver séu nefnd, auk veflægra forrita.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Námskeiðinu er ætlað að vera hagnýtt, verkefnaskil eru jafnt og þétt yfir önnina og námskeiðið krefst því virkrar þátttöku nemandans.

X

Örverur og líftækni (LÍF534M)

Markmið námskeiðsins er að kynna líftækni er byggir á nýtingu örvera og ensímum þeirra. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum þar sem meðhöndlun örvera er kennd.

Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Efnið verður kynnt í fyrirlestrum og nemendur fá þjálfun í lestri frumheimilda um sérvalin efni.

Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.

Námskeiðið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G) eða sambærilegu námskeiði.

Athugið að hugsanlega þarf að takmarka fjölda nemenda í námskeiðinu.

Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

Líftæknilyf (LYF122F)

Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji grundvallaratriði í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Farið verður í framleiðsluferli líftæknilyfja byggða á frumuræktunum ásamt greiningaraðferðum sem fara fram bæði við þróun lyfsins og þegar lyfið er komið á markað. Fjallað verður um eftirfarandi tegundir líftæknilyfja: Mótefni (hefðbundin og einstofna), bólefni og peptíð- og próteinlyf. Útskýrt verður hvernig “Quality by design”(QbD) er notað í gegnum allt framleiðsuferlið ásamt þeim kröfum sem eru gerðar til líftæknilyfja samkvæmt góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (Annex 2 í EU GMP). Öryggi og eiturvirkni líftæknilyfja verða einnig rædd. Auk þess verður farið í nýjar aðferðir tengdar líftæknilyfjum eins og genameðferðir og notkun kirna (nucleotides). Í þessu námskeiði verður leitast við að hafa víðtækt samstarf við sérfræðinga úr líftækniiðnaðinum á Íslandi

X

Náttúrulyf /Náttúruvörur (LYF310F)

Algeng náttúrulyf/náttúruvörur sem seld eru hér á landi; ­ Jónsmessurunni, valeriana, ginseng, ginkgó, freyspálmi, engifer, hvítlaukur, sólhattur, mjólkurþistill, o.fl. Rætt er um notkun, innihaldsefni, vísindarannsóknir á virkni, aukaverkanir, milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf, frábendingar. Mikilvægi ábyrgrar upplýsingamiðlunar til neytenda og fagfólks heilbrigðisstétta. Gæðaeftirlit. Lög og reglugerðir er varða náttúrulyf/náttúruvörur.

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)

Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.

X

Auðlindir hafsins (MAT703F)

Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.

Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.

  • Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Faraldsfræði næringar (NÆR701F)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.

Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Sjálfvirk stýrikerfi (VÉL504G)

Helstu aðferðir hefðbundinnar sjálfvirkrar stýritækni. Líkön ýmissa kerfa á formi yfirfærslufalla og ástandsjafna, hermun, tíma- og tíðnisvörun kerfa. Eiginleikar stýrikerfa með afturvirkni, stöðugleiki, næmni, þol gegn truflunum, skekkjustuðlar. Stöðugleikagreining, regla Routh. Greining og hönnun með rótarferlum og í tíðnirúmi, fasaflýtir, fasaseinkari, PID stýringar. Tölvustýrð kerfi, A/D og D/A breytur, vörpun á samfelldum stýringum yfir á stakrænt form. Greining og hönnun stakrænna kerfa.

X

Rannsóknir og einkaleyfi (VON101F)

Í námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, innihald einkaleyfisumsókna, skilyrði fyrir veitingu, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti fundið og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða.

X

Lífvirk efni úr hafinu (MAT801F)

Lífvirk efni úr hafinu er eitt nýjasta svið matvælafræðinnar og fer ört vaxandi.  Ísland er með sérstöðu hvað varðar hráefni og vinnslumöguleika slíkra efna, og er meðal leiðandi þjóða á rannsóknum á þessu sviði sem býður uppá ýmis framtíðartækifæri á sviði nýsköpunar. Markmið námskeiðsins er gefa nemendum yfirgripsmikið yfirlit um helstu lífvirk efni sem hægt er að vinna úr hafinu, hráefni, vinnsluaðferðir, eiginleika efnanna og notagildi ásamt markaðstækifærum og hindrunum.  Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem ofangreind atriði eru tekin fyrir vikulega. Kennari velur mismunandi umræðuefni fyrir hverja viku og lætur nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug. Nemendur og kennari hittast vikulega til að fara almennt yfir efnið sem lagt var fyrir, ásamt því að ræða innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda.  Sérfræðingar verða fengnir úr iðnaðnum til að taka þátt í umræðum um valin efni. Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær greinar sem hann les. Nemandi mun einnig skrifa ritgerð um valið efni tengt lífvirkum efnum úr hafinu sem hann skilar við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir heila önn.

X

Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)

Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.

Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:

  • Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
  • Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
  • Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
  • Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
  • Meginbreytur við framleiðslustýringu.
  • Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.

Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla. 

Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið. 

Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Hönnun efnahvarfa (EVF202F)

Hönnun efnahvarfa og hvarfklefa þeirra fyrir efnaferli í efnaiðnaði. Undirstöðuatriði úr varmafræði, hraðafræði og flutningsfræðum eru notuð til að hanna efnahvörf í kerfum með og án efnahvata. Einnig eru grundvallaratriði í massaflutningi í tengslum við efnaverkfræðileg kerfi kynnt fyrir nemendum svo sem massavarðveislulögmálið og hvernig diffurjöfnur eru settar upp og leystar fyrir slík kerfi.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT201F)

Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:

  • Líftæknilyf.
  • Hönnun verkferla
  • Frumu og þörungaræktun.
  • Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
  • Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
  • Siðfræði í liftækni.
  • Matvælalíftækni.
  • Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
  • Líftækni í landbúnaði.

Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).

X

Bygging og eiginleikar próteina (LEF616M)

Fjallað er um einkenni 1.-4. stigs byggingastiga prótein og hvernig þau ákvarða ýmsa eiginleika þeirra. Flokkun próteina á grundvelli myndbygginga og einkenni. Leitast er við að skýra samband myndbyggingar og eiginleika próteina með mismunandi líffræðileg hlutverk. Farið er yfir helstu byggingarþætti sem ákvarða stöðugleika myndbyggingar próteina, sem og afmyndun þeirra og svipmótunarferli. Fjallað er um áhrif þátta á borð við hitastig, sýrustigs, salta og afmyndara á stöðugleika próteina. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á byggingar- og eðliseiginleikum próteina. Fjallað verður um valin dæmi um samband prótein byggingar og eiginleika.

Kennsluhættir. Fyrirlestrar tvisvar í viku (2x40 mín. hvort skipti). Tölvuver einu sinni í viku (2x40 mín.). Í tölvutímum er í fyrstu kynnt hagnýting veraldarvefsins við öflun og vinnslu upplýsinga á hinum margvíslegu vefsetrum sem fjalla um byggingu og eiginleika próteina. Þjálfuð er færni í notkun forritsins SwissPDBviewer til skoðunar og rannsókna á próteinum. Þetta forrit er notað til að leysa ýmis verkefni um byggingu próteina og eru valin með hliðsjón af yfirferð í fyrirlestrum.

X

Lífefnafræði 4 (LEF617M)

Áherslur í þessu námskeiði er að kynnast aðferðafræði og þeim helstu nýjungum í greiningar- og reikniaðferðum sem nýttar eru í rannsóknum í lífefnafræði. Námskeiðið er byggt upp af nokkrum námskeiðshlutum þar sem sérfræðingar á sínu sviði sinna kennslu hvers hluta. Námsefnið byggir að mestu á fyrirlestrum en einnig getur verið lagt fyrir nemendur annað námsefni, s.s. greinar eða bókarkaflar þegar við á. Einnig er mögulegt að sumir kennarar standi fyrir sýnikennslu á rannsóknartæki eða leggi fyrir hagnýt verkefni í tímunum. Nokkur skrifleg verkefnaskil verða lögð fyrir nemendur meðan námskeiðið er þreytt.

Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum lífefnafræðinnar verða til umfjöllunar en námshlutar geta breyst hverju sinni.

Dæmi um sérsvið sem fjallað er um: Einsameinda litrófsgreining, massagreining próteina, byggingafræðileg lífefnafræði, bindisækniaðferðir og varmafræði, ensímefnafræði og reiknifræðileg lífefnafræði.

X

Frumulíffræði II (LÍF614M)

Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.

Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.

Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.

X

Sameindaerfðafræði (LÍF644M)

Fyrirlestrar: Sameindagrunnur lífsins (efnatengi, lífefni, bygging stórsameinda DNA, RNA og próteina). Efðamengi dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Skipulag erfðaefnisins, litningar, litni og litnisagnir. Stjórn DNA eftirmyndunar og frumuhringsins. DNA eftirmyndun. Aðskilnaður litninga og frumuskipting. Umritun. Stjórn umritunar. Verkun RNA sameinda. Þýðing mRNA í prótein. Stjórnkerfi þýðingar. Hlutverk RNA sameinda í stjórn genatjánigar. Prótein-umbreytingar og umferðarstjórn innan frumna. DNA skemmdir, varðstöðvar og DNA viðgerðir. Endurröðun og viðgerðir á tvíþátta DNA brotum. Stökklar og staðbundin endurröðun. Helstu aðferðir sameindalíffræðinnar og tilraunalífverur.

Umræðutímar: Nemendur hafa framsögu um og ræða valdar rannsóknagreinar og skila inn útdrætti úr greininni.

Verklegar æfingar: Unnið verður að verkefni í sameindaerfðafræði sem tengist rannsóknum kennara og býður upp á notkun helstu aðferða sameindaerfðafræðinnar svo sem genaferjun, DNA mögnun og raðgreiningu, ummyndun og einangrun plasmíða, skerðikortlagningu, og rafdrátt bæði kjarnsýra og próteina.

Próf: Verklegt 10%, umræðufundir og skrifleg verkefni 15%, skriflegt próf 75%.

X

Inngangur að kerfislíffræði (LVF601M)

Kerfislíffræði er þverfaglegt svið sem rannsakar líffræðileg fyrirbæri byggt á samverkandi líffræðilegum þáttum. Í kerfislíffræði er sérstök áhersla lögð á það hvernig líffræðileg kerfi breytast yfir tíma. Í þessu námskeiði munum við fjalla sérstaklega um þá þætti kerfislíffræðinnar sem snúa að heilsu og sjúkdómum manna.

Þetta námskeið mun kynna 1) notkun líkana fyrir líffræðileg ferli (bæði genastjórnunarlíkön og efnaskiptalíkön); 2) frumulíffræðileg fyrirbæri sem stuðla að samvægi (e. homeostasis), t.d. þroskun vefja og seiglu örvera og 3) greiningu á sameindamynstri sem finnast í stórum erfðagreiningargögnum, sem tengjast sjúkdómum í mönnum og geta nýst í flokkun sjúklinga og uppgötvun lífmerkja. Þannig mun námskeiðið fjalla um notkun kerfislíffræðilegra aðferða á þremur helstu stigum líffræðinnar, þ.e. á sameindum, frumum og lífverum.

Námskeiðið felur í sér lestur og túlkun vísindagreina, útfærslu reiknirita, vinnslu á rannsóknarverkefni og kynningu á vísindalegum niðurstöðum.

Fyrirlestrar munu samanstanda af bæði (1) kynningu á grunnhugtökum kerfislíffræðinnar og (2) tölvukennslu þar sem Python forritunarmálið er notað. Námskeiðið verður kennt á ensku.

X

Efnagreining líftæknilyfja (LYF223F)

Líftæknilyf eru ólík hefðbundum lyfjum að því leiti að virka efnið er stórsameind með próteingrunn, mynduð í ákveðnum frumum eða bakteríum í gegnum genaendurröðun. Námskeiðið mun því fjalla um þær efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru í þróun líftæknilyfja og áður en líftæknilyfið fer á markað

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)

Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.

Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:

  • Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
  • Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
  • Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
  • Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
  • Meginbreytur við framleiðslustýringu.
  • Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.

Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla. 

Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið. 

Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur

X

Skynmat (MON603M)

Í námskeiðinu kynnast nemendur skynmatsfræðum og hvernig skynmati er beitt til að meta eiginleika matvæla. Fjallað verður um hvernig á að kalla fram, mæla og meta skynræna eiginleika matvæla og mismunandi aðferðir sem notaðar eru í skynmati. Áhersla verður lögð á hefðbundnar skynmatsaðferðir (mismunapróf, myndræn próf, geðjunarpróf ofl), og hvernig þessar aðferðir eru notaðar í mismunandi aðstæðum eins og í gæðaeftirliti og vöruþróun. Aðferðum í neytendarannsóknum verða gerð skil. Jafnframt verður fjallað um þætti sem hafa áhrif á skynmat, skipulag skynmatsrannsókna (undirbúningur, framsetning sýna, val aðferða ofl), og skynmatshópa (val og þjálfun) sem og tölfræðigreining og túlkun skynmatsniðurstaðna.

Kennslan er á formi fyrirlestra, sem og verklegra æfinga undir leiðsögn kennara.

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.

Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir og einkaleyfi (VON101F)

Í námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, innihald einkaleyfisumsókna, skilyrði fyrir veitingu, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti fundið og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða.

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Auðlindir hafsins (MAT703F)

Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.

Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.

  • Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Lífvirk efni úr hafinu (MAT801F)

Lífvirk efni úr hafinu er eitt nýjasta svið matvælafræðinnar og fer ört vaxandi.  Ísland er með sérstöðu hvað varðar hráefni og vinnslumöguleika slíkra efna, og er meðal leiðandi þjóða á rannsóknum á þessu sviði sem býður uppá ýmis framtíðartækifæri á sviði nýsköpunar. Markmið námskeiðsins er gefa nemendum yfirgripsmikið yfirlit um helstu lífvirk efni sem hægt er að vinna úr hafinu, hráefni, vinnsluaðferðir, eiginleika efnanna og notagildi ásamt markaðstækifærum og hindrunum.  Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem ofangreind atriði eru tekin fyrir vikulega. Kennari velur mismunandi umræðuefni fyrir hverja viku og lætur nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug. Nemendur og kennari hittast vikulega til að fara almennt yfir efnið sem lagt var fyrir, ásamt því að ræða innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda.  Sérfræðingar verða fengnir úr iðnaðnum til að taka þátt í umræðum um valin efni. Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær greinar sem hann les. Nemandi mun einnig skrifa ritgerð um valið efni tengt lífvirkum efnum úr hafinu sem hann skilar við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir heila önn.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Fiskiðnaðartækni 2 (VÉL601M)

ATH: námskeiðið verður ekki kennt vorið 2022. 

Markmið: Gera nemendur færa um að beita þverfaglegri þekkingu á helstu sviðum vélaverkfræðinnar til að hanna fiskvinnslurásir/flutningsferla. Námsefni m.a.: Vinnsluþrep og búnaður við vinnslu ferskfisks, frystingu, söltun, þurrkun, fiskmjölsvinnslu, lýsisgerð, meltugerð o.fl. Orku- og massavægi. Hönnunarforsendur fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Vinnsluvélar, pökkunar- og geymsluaðferðir,  greining á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, markaðsmál, hreinni framleiðslutækni, samkeppnisstaða, arðsemi, gæðamál, tæknivæðing o.fl.

Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþættir sem áhrif hafa á breytingar fiskafurða við geymslu, flutning og sölu/dreifingu. Stöðug og tímaháð varmaflutningsfræði, hagnýting Heisler- og Mollier-rita. 

Verklegt: Fiskvinnslurás/fiskvinnslufyrirtæki greint og/eða endurhannað.

X

Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)

Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.

Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:

  • Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
  • Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
  • Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
  • Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
  • Meginbreytur við framleiðslustýringu.
  • Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.

Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla. 

Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið. 

Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Náttúrulyf /Náttúruvörur (LYF310F)

Algeng náttúrulyf/náttúruvörur sem seld eru hér á landi; ­ Jónsmessurunni, valeriana, ginseng, ginkgó, freyspálmi, engifer, hvítlaukur, sólhattur, mjólkurþistill, o.fl. Rætt er um notkun, innihaldsefni, vísindarannsóknir á virkni, aukaverkanir, milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf, frábendingar. Mikilvægi ábyrgrar upplýsingamiðlunar til neytenda og fagfólks heilbrigðisstétta. Gæðaeftirlit. Lög og reglugerðir er varða náttúrulyf/náttúruvörur.

X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Faraldsfræði næringar (NÆR701F)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.

Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).

X

Lífefnafræði 3 (LEF501M)

Verklegar æfingar af eftirtalinni gerð eru framkvæmdar: Hraðafræði ensíma og áhrif hindra. Einangrun og hreinsun ensíma með vatnsfælinni skilju, jónaskiptaskilju, sértækri skilju og hlaupsíun. Rafdráttur próteina og kjarnsýra. Stöðugleiki próteina gagnvart hita og þvagefnis metinn með virknimælingum, hringskautunarljósbreytingum og gleypnibreytingum. Sértæk efnahvörf próteina gerð til ákvörðunar breinnisteinsbrúa og þíólhópa. Verkunarmáti ýmissa hvarfgjarnra efna sem hindra serín eða cystein próteinasa kannaður. Mótefnafelling. Skerðiklipping DNA og ákvörðun bræðslumarks DNA við ýmsar aðstæður. Lífupplýsingafræði og greining stórsameinda í í tölvu (BLAST, ALLIGN, DeepView).

Stoðfyrirlestrar tengja saman hagnýt atriði verklegu æfinganna og fræðilega undirstöðu þeirra, sem kemur fram í fjölrituðum vinnuseðlum og kennslubókum.

Vinnulag:
Fyrirlestrar í 13-14 vikur (2 x 40 mín) einu sinni í viku. Verklegur tími einu sinni í viku í 6 klst. í 12-13 vikur.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Rannsóknir og einkaleyfi (VON101F)

Í námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, innihald einkaleyfisumsókna, skilyrði fyrir veitingu, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti fundið og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða.

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Auðlindir hafsins (MAT703F)

Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.

Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.

  • Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Örverur og líftækni (LÍF534M)

Markmið námskeiðsins er að kynna líftækni er byggir á nýtingu örvera og ensímum þeirra. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum þar sem meðhöndlun örvera er kennd.

Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Efnið verður kynnt í fyrirlestrum og nemendur fá þjálfun í lestri frumheimilda um sérvalin efni.

Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.

Námskeiðið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G) eða sambærilegu námskeiði.

Athugið að hugsanlega þarf að takmarka fjölda nemenda í námskeiðinu.

Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.

X

Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)

Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum. 

Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir. 

Kennslubók og annað lesefni:

1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.

https://www.elsevier.com/books/introduction-to-food-engineering/singh/978-0-12-398530-9 Links to an external site. 

Paul Singh's youtube channel:

https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.  

2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Sjálfvirk stýrikerfi (VÉL504G)

Helstu aðferðir hefðbundinnar sjálfvirkrar stýritækni. Líkön ýmissa kerfa á formi yfirfærslufalla og ástandsjafna, hermun, tíma- og tíðnisvörun kerfa. Eiginleikar stýrikerfa með afturvirkni, stöðugleiki, næmni, þol gegn truflunum, skekkjustuðlar. Stöðugleikagreining, regla Routh. Greining og hönnun með rótarferlum og í tíðnirúmi, fasaflýtir, fasaseinkari, PID stýringar. Tölvustýrð kerfi, A/D og D/A breytur, vörpun á samfelldum stýringum yfir á stakrænt form. Greining og hönnun stakrænna kerfa.

X

Líftæknilyf (LYF122F)

Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji grundvallaratriði í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Farið verður í framleiðsluferli líftæknilyfja byggða á frumuræktunum ásamt greiningaraðferðum sem fara fram bæði við þróun lyfsins og þegar lyfið er komið á markað. Fjallað verður um eftirfarandi tegundir líftæknilyfja: Mótefni (hefðbundin og einstofna), bólefni og peptíð- og próteinlyf. Útskýrt verður hvernig “Quality by design”(QbD) er notað í gegnum allt framleiðsuferlið ásamt þeim kröfum sem eru gerðar til líftæknilyfja samkvæmt góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (Annex 2 í EU GMP). Öryggi og eiturvirkni líftæknilyfja verða einnig rædd. Auk þess verður farið í nýjar aðferðir tengdar líftæknilyfjum eins og genameðferðir og notkun kirna (nucleotides). Í þessu námskeiði verður leitast við að hafa víðtækt samstarf við sérfræðinga úr líftækniiðnaðinum á Íslandi

X

Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)

Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.

Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda. 

Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.

Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.

Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

X

Hagnýt lífupplýsingafræði (LEI106F)

Fjallað verður um helstu gagnabanka fyrir DNA, RNA og prótein og uppbyggingu þeirra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir lífupplýsingafræðinnar, svo sem til raðsamanburðar, raðleitar og til leitar að ýmsum virkum setum í bæði prótein- og DNA/RNA-röðum. Fjallað verður um tengsl raðsamanburðar og þróunarfræði, með áherslu á að nemandi skilji helstu aðferðir til að greina skyldleika raða. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og kunni að notfæra sér nokkra helstu gagnabanka á þessu sviði. Auk þess verður fjallað um nokkur forrit s.s. MEGA og Geneious svo einhver séu nefnd, auk veflægra forrita.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Námskeiðinu er ætlað að vera hagnýtt, verkefnaskil eru jafnt og þétt yfir önnina og námskeiðið krefst því virkrar þátttöku nemandans.

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)

Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)

Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.

X

Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.

X

Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)

Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum. 

Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir. 

Kennslubók og annað lesefni:

1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.

https://www.elsevier.com/books/introduction-to-food-engineering/singh/978-0-12-398530-9 Links to an external site. 

Paul Singh's youtube channel:

https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.  

2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT201F)

Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:

  • Líftæknilyf.
  • Hönnun verkferla
  • Frumu og þörungaræktun.
  • Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
  • Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
  • Siðfræði í liftækni.
  • Matvælalíftækni.
  • Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
  • Líftækni í landbúnaði.

Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).

X

Sameindaerfðafræði (LÍF644M)

Fyrirlestrar: Sameindagrunnur lífsins (efnatengi, lífefni, bygging stórsameinda DNA, RNA og próteina). Efðamengi dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Skipulag erfðaefnisins, litningar, litni og litnisagnir. Stjórn DNA eftirmyndunar og frumuhringsins. DNA eftirmyndun. Aðskilnaður litninga og frumuskipting. Umritun. Stjórn umritunar. Verkun RNA sameinda. Þýðing mRNA í prótein. Stjórnkerfi þýðingar. Hlutverk RNA sameinda í stjórn genatjánigar. Prótein-umbreytingar og umferðarstjórn innan frumna. DNA skemmdir, varðstöðvar og DNA viðgerðir. Endurröðun og viðgerðir á tvíþátta DNA brotum. Stökklar og staðbundin endurröðun. Helstu aðferðir sameindalíffræðinnar og tilraunalífverur.

Umræðutímar: Nemendur hafa framsögu um og ræða valdar rannsóknagreinar og skila inn útdrætti úr greininni.

Verklegar æfingar: Unnið verður að verkefni í sameindaerfðafræði sem tengist rannsóknum kennara og býður upp á notkun helstu aðferða sameindaerfðafræðinnar svo sem genaferjun, DNA mögnun og raðgreiningu, ummyndun og einangrun plasmíða, skerðikortlagningu, og rafdrátt bæði kjarnsýra og próteina.

Próf: Verklegt 10%, umræðufundir og skrifleg verkefni 15%, skriflegt próf 75%.

X

Inngangur að kerfislíffræði (LVF601M)

Kerfislíffræði er þverfaglegt svið sem rannsakar líffræðileg fyrirbæri byggt á samverkandi líffræðilegum þáttum. Í kerfislíffræði er sérstök áhersla lögð á það hvernig líffræðileg kerfi breytast yfir tíma. Í þessu námskeiði munum við fjalla sérstaklega um þá þætti kerfislíffræðinnar sem snúa að heilsu og sjúkdómum manna.

Þetta námskeið mun kynna 1) notkun líkana fyrir líffræðileg ferli (bæði genastjórnunarlíkön og efnaskiptalíkön); 2) frumulíffræðileg fyrirbæri sem stuðla að samvægi (e. homeostasis), t.d. þroskun vefja og seiglu örvera og 3) greiningu á sameindamynstri sem finnast í stórum erfðagreiningargögnum, sem tengjast sjúkdómum í mönnum og geta nýst í flokkun sjúklinga og uppgötvun lífmerkja. Þannig mun námskeiðið fjalla um notkun kerfislíffræðilegra aðferða á þremur helstu stigum líffræðinnar, þ.e. á sameindum, frumum og lífverum.

Námskeiðið felur í sér lestur og túlkun vísindagreina, útfærslu reiknirita, vinnslu á rannsóknarverkefni og kynningu á vísindalegum niðurstöðum.

Fyrirlestrar munu samanstanda af bæði (1) kynningu á grunnhugtökum kerfislíffræðinnar og (2) tölvukennslu þar sem Python forritunarmálið er notað. Námskeiðið verður kennt á ensku.

X

Hönnun efnahvarfa (EVF202F)

Hönnun efnahvarfa og hvarfklefa þeirra fyrir efnaferli í efnaiðnaði. Undirstöðuatriði úr varmafræði, hraðafræði og flutningsfræðum eru notuð til að hanna efnahvörf í kerfum með og án efnahvata. Einnig eru grundvallaratriði í massaflutningi í tengslum við efnaverkfræðileg kerfi kynnt fyrir nemendum svo sem massavarðveislulögmálið og hvernig diffurjöfnur eru settar upp og leystar fyrir slík kerfi.

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Efnagreining líftæknilyfja (LYF223F)

Líftæknilyf eru ólík hefðbundum lyfjum að því leiti að virka efnið er stórsameind með próteingrunn, mynduð í ákveðnum frumum eða bakteríum í gegnum genaendurröðun. Námskeiðið mun því fjalla um þær efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru í þróun líftæknilyfja og áður en líftæknilyfið fer á markað

X

Frumulíffræði II (LÍF614M)

Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.

Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.

Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)

Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.

Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:

  • Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
  • Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
  • Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
  • Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
  • Meginbreytur við framleiðslustýringu.
  • Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.

Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla. 

Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið. 

Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur

X

Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.

Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).

X

Matvælaörverufræði 2 (MAT506M)

Þetta námskeið er kennt í síðast sinn óbreytt haustið 2022 fyrir nemendahópinn sem hóf nám haustið 2020

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum nauðsynlega undirstöðu til að þekkja helsta uppruna örverumengunar í matvælum, helstu áhrif örvera á gæði og öryggi matvæla og aðferðir sem notaðar eru til að hindra skemmdir og matarsjúkdóma af völdum örvera í matvælum. Efni fyrirlestra er skipt í fimm hluta: (1) Uppruna, flokkun og ræktun örvera í matvælum. Inngangur og saga matvælaörverufræði.  Hefðbundnar og nýþróaðar aðferðir fyrir ræktun, einangrun og magngreiningu örvera í matvælum. Yfirlit um mikilvægustu örveruhópa í matvælum þar á meðal bendiörverur. (2) Áhrif ytri og innri umhverfisþátta á örverur í matvælum  – næringarsamsetning, pH, oxunar-afoxunarspenna, vatnsvirkni, rakastig, hitastig, loftsamsetning og fleiri þættir. Geymsluaðferðir og örverufræði – hitameðhöndlun, kæling og frysting, rotvarnir og rotvarnarefni, þurrkun, lofttæmdar og loftskiptar pakkningar, geislun, háþrýstingur, gerjun og önnur hagkvæm not af örverum í matvælaframleiðslu. (3) Matarsjúkdómar af völdum örvera. Örverur í matvælum og heilsufar. Mikilvægustu orsakir matareitrana og matarsýkinga -Salmonella, Campylobacter, E. coli, Vibrio, Listeria, Clostridium, Bacillus, Staphylococcus, scombroid eitrun og aðrir bakteríusýklar í matvælum. Aðrar orsakir matarsjúkdóma – sníkjudýr, eitraðir þörungar, sveppaeitur, veirur og prion (BSE). Nýframkomnir sýklar. (4) Örverufræði helstu matvælaflokka. Uppruni örvera í helstu matvælum.  Örverufræði sjávarafurða, kjötafurða, mjólkurafurða, neysluvatns, grænmetis, ávaxta, víns og bjórs. (5) Eftirlit og gæðastýring matvæla. Áhrif vinnslu og meðhöndlunar á afkomu örvera og skemmdir í matvælum af völdum örvera. Framkvæmd sýnatöku, meðhöndlun sýna og sýnatökuáætlanir. Örverufræðileg gæðaviðmið og leiðbeiningar. Örverufræðileg spámódel. Þrif og sótthreinsun. Inngangur að GMP, GHP, HACCP, gæðastjórnunarkerfum og áhættugreiningu.

Hver nemandi aflar efnis og skrifar ritgerð um nýlegt efni tengt matvælaörverufræði og flytur um það fyrirlestur.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Bygging og eiginleikar próteina (LEF616M)

Fjallað er um einkenni 1.-4. stigs byggingastiga prótein og hvernig þau ákvarða ýmsa eiginleika þeirra. Flokkun próteina á grundvelli myndbygginga og einkenni. Leitast er við að skýra samband myndbyggingar og eiginleika próteina með mismunandi líffræðileg hlutverk. Farið er yfir helstu byggingarþætti sem ákvarða stöðugleika myndbyggingar próteina, sem og afmyndun þeirra og svipmótunarferli. Fjallað er um áhrif þátta á borð við hitastig, sýrustigs, salta og afmyndara á stöðugleika próteina. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á byggingar- og eðliseiginleikum próteina. Fjallað verður um valin dæmi um samband prótein byggingar og eiginleika.

Kennsluhættir. Fyrirlestrar tvisvar í viku (2x40 mín. hvort skipti). Tölvuver einu sinni í viku (2x40 mín.). Í tölvutímum er í fyrstu kynnt hagnýting veraldarvefsins við öflun og vinnslu upplýsinga á hinum margvíslegu vefsetrum sem fjalla um byggingu og eiginleika próteina. Þjálfuð er færni í notkun forritsins SwissPDBviewer til skoðunar og rannsókna á próteinum. Þetta forrit er notað til að leysa ýmis verkefni um byggingu próteina og eru valin með hliðsjón af yfirferð í fyrirlestrum.

X

Lífefnafræði 4 (LEF617M)

Áherslur í þessu námskeiði er að kynnast aðferðafræði og þeim helstu nýjungum í greiningar- og reikniaðferðum sem nýttar eru í rannsóknum í lífefnafræði. Námskeiðið er byggt upp af nokkrum námskeiðshlutum þar sem sérfræðingar á sínu sviði sinna kennslu hvers hluta. Námsefnið byggir að mestu á fyrirlestrum en einnig getur verið lagt fyrir nemendur annað námsefni, s.s. greinar eða bókarkaflar þegar við á. Einnig er mögulegt að sumir kennarar standi fyrir sýnikennslu á rannsóknartæki eða leggi fyrir hagnýt verkefni í tímunum. Nokkur skrifleg verkefnaskil verða lögð fyrir nemendur meðan námskeiðið er þreytt.

Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum lífefnafræðinnar verða til umfjöllunar en námshlutar geta breyst hverju sinni.

Dæmi um sérsvið sem fjallað er um: Einsameinda litrófsgreining, massagreining próteina, byggingafræðileg lífefnafræði, bindisækniaðferðir og varmafræði, ensímefnafræði og reiknifræðileg lífefnafræði.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Skynmat (MON603M)

Í námskeiðinu kynnast nemendur skynmatsfræðum og hvernig skynmati er beitt til að meta eiginleika matvæla. Fjallað verður um hvernig á að kalla fram, mæla og meta skynræna eiginleika matvæla og mismunandi aðferðir sem notaðar eru í skynmati. Áhersla verður lögð á hefðbundnar skynmatsaðferðir (mismunapróf, myndræn próf, geðjunarpróf ofl), og hvernig þessar aðferðir eru notaðar í mismunandi aðstæðum eins og í gæðaeftirliti og vöruþróun. Aðferðum í neytendarannsóknum verða gerð skil. Jafnframt verður fjallað um þætti sem hafa áhrif á skynmat, skipulag skynmatsrannsókna (undirbúningur, framsetning sýna, val aðferða ofl), og skynmatshópa (val og þjálfun) sem og tölfræðigreining og túlkun skynmatsniðurstaðna.

Kennslan er á formi fyrirlestra, sem og verklegra æfinga undir leiðsögn kennara.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Lýðheilsunæringarfræði (NÆR611M)

Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu eru kynnt helstu viðfangsefni og áskoranir lýðheilsunæringarfræðinnar en einnig aðferðir og nálganir á sviði heilsueflingar. Áhersla verður lögð á heilsueflingarverkefni á sviði næringar á vesturlöndum en einnig í þróunarlöndum. Næring er sett í samhengi við aðra heilsutengda hegðun, aðstæður fólks og lífshætti. Kynntar verða helstu kenningar um heilsutengt atferli hvaða þættir stýra neysluhegðun og hvað getur skipt máli ef unnið er að breytingum á heilsutengdri hegðun. Kynnt verða helstu næringartengdu forvarna- og heilsueflingarverkefni á Íslandi auk erlendra verkefna. Nemendur öðlast færni í að skipuleggja lýðheilsuverkefni á sviði næringar og hvernig má nota rannsóknaniðurstöður til forvarna og aðgerða sem miða að bættri heilsu. Fjallað verður um öll helstu skref í mótun og undibúningi verkefnis, framkvæmd þess og mati á árangri.

Meðal spurninga sem leitað er svara við á námskeiðinu má nefna:

Ráðum við því raunverulega hvað við leggum okkur til munns – eða höfum við takmarkað val?

Ákvarðast lýðheilsa einungis af pólitík?

Er næringarlæsi mikilvægt hugtak?

Er mataræði þitt að eyðileggja heilsu móður jarðar?

Færð þú eitthvað að borða ef það er stríð í útlöndum?

Hver er ábyrgð þín á börnum sem svelta í heiminum?

Hvað stjórnar heiminum í raun og veru?

Viltu eiga þátt í að breyta heiminum?

Skapaðu heilsueflingarverkefni að eigin vali.

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Rannsóknarverkefni til meistaraprófs í matvælafræði (MAT441L)

Rannsóknarverkefni

X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Náttúrulyf /Náttúruvörur (LYF310F)

Algeng náttúrulyf/náttúruvörur sem seld eru hér á landi; ­ Jónsmessurunni, valeriana, ginseng, ginkgó, freyspálmi, engifer, hvítlaukur, sólhattur, mjólkurþistill, o.fl. Rætt er um notkun, innihaldsefni, vísindarannsóknir á virkni, aukaverkanir, milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf, frábendingar. Mikilvægi ábyrgrar upplýsingamiðlunar til neytenda og fagfólks heilbrigðisstétta. Gæðaeftirlit. Lög og reglugerðir er varða náttúrulyf/náttúruvörur.

X

Hagnýt lífupplýsingafræði (LEI106F)

Fjallað verður um helstu gagnabanka fyrir DNA, RNA og prótein og uppbyggingu þeirra. Fjallað verður um ýmsar aðferðir lífupplýsingafræðinnar, svo sem til raðsamanburðar, raðleitar og til leitar að ýmsum virkum setum í bæði prótein- og DNA/RNA-röðum. Fjallað verður um tengsl raðsamanburðar og þróunarfræði, með áherslu á að nemandi skilji helstu aðferðir til að greina skyldleika raða. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og kunni að notfæra sér nokkra helstu gagnabanka á þessu sviði. Auk þess verður fjallað um nokkur forrit s.s. MEGA og Geneious svo einhver séu nefnd, auk veflægra forrita.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu. Námskeiðinu er ætlað að vera hagnýtt, verkefnaskil eru jafnt og þétt yfir önnina og námskeiðið krefst því virkrar þátttöku nemandans.

X

Sjálfvirk stýrikerfi (VÉL504G)

Helstu aðferðir hefðbundinnar sjálfvirkrar stýritækni. Líkön ýmissa kerfa á formi yfirfærslufalla og ástandsjafna, hermun, tíma- og tíðnisvörun kerfa. Eiginleikar stýrikerfa með afturvirkni, stöðugleiki, næmni, þol gegn truflunum, skekkjustuðlar. Stöðugleikagreining, regla Routh. Greining og hönnun með rótarferlum og í tíðnirúmi, fasaflýtir, fasaseinkari, PID stýringar. Tölvustýrð kerfi, A/D og D/A breytur, vörpun á samfelldum stýringum yfir á stakrænt form. Greining og hönnun stakrænna kerfa.

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

Matvælaefnafræði 2 (MAT505M)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirgripsmikla þekkingu á matvælaefnafræði. Upplýsingar um mismunandi efni í matvælum og eiginleika þeirra verða tengdar hagnýtum dæmum sem tengjast þróun og framleiðslu matvæla til að viðhalda gæðum, geymsluþoli og aðgengileika næringarefna. Farið verður yfir efna- og eðlisfræðilega eiginleika orkugjafa í matvælum (kolvetna, fitu, og próteina), notkunarmöguleika þeirra í matvælum, niðurbrot, hvörf við önnur efni, leiðir til að viðhalda eiginleikum þeirra og áhrif á geymsluþol. Farið verður yfir áhrif byggingar næringarefna á víxlvirkni þeirra við önnur efni í matvælum. Áhrif vatns og vatnsvirkni á geymsluþol og eiginleika matvæla verður rædd. Farið verður yfir hraðafræði ensíma, hvörf ensíma í matvælum, hagnýtingu ensíma í matvælaiðnaði og leiðir til að halda ensímefnahvörfum í matvælum í skefjum. Kynntar verða aðferðir til að innlima lífvirk efni í matvæli og vernda fyrir óæskilegum efnahvörfum. Efnafræði litarefna, rotvarnarefna og þráavarnarefna ásamt notkun þeirra í matvæli verður rædd. Áfanginn er lesáfangi með verklegri kennslu. Umræðutímar verða til þess að fara yfir námsefnið með nemendum ásamt nemendaverkefnum.

X

Sjávarútvegur og fiskeldi - AQFood (MAT704F)

https://www.nmbu.no/course/AQF200

Nemendur öðlast yfirsýn yfir sjávarútvegs- og fiskeldisiðnað heimsins með áherslu á Norðurlöndin. Áhrif ýmissa þátta við veiðar, s.s. áhrif fisktegundar, fæðis, árstíma veiða, veiðarfæra, á bestu hagnýtingu og gæða fiskafurða verða kynnt. Farið verður í áhrif veiðarfæra og skipa, verkunar og vinnslu, regluverk varðandi kvóta og meðhöndlun afla og sjálfbærar hagnýtingar á sjávarafurðum. Yfirferð á fiskeldisiðnaðinum felst m.a. í áhrifum fisktegunda, líffærafræði og þroskaferlar þeirra, vatnsnotkun og vatnsgæði, fiskfóður, eldi, heilbrigði fiska og sjúkdómar við fiskeldi, dýravelferð, sjálvbært fiskeldi, slátur- og söfnunaraðferðir.

Námskeiðið er hluti af AQFood meistaranáminu sem unnið er í samstarfi við DTU, NTNU, HÍ en kennt við NMBU. Námskeiðið er netnámskeið sem hægt er að taka í fjarnámi.

Námsefni samanstendur af fyrirlestrum sem hlaðið er upp á netið, ásamt æfingum og verkefnum. Nemendur skulu þá einnig vinna að stærra verkefni sem skila á inn verkefnaskýrslu um.

X

Faraldsfræði næringar (NÆR701F)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.

Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).

X

Stjórnun rannsóknardeildar (LEI105F)

Fjallað verður um:

Stjórnunarfræði og hlutverk stjórnenda

Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu, þar sem skoðuð eru hugtök eins og faggilding og vottun, rætt um gæðastaðla og gerð gæðahandbóka.

Upplýsingakerfi - gagnagrunnar, rafræn skeyti, sjúkraskrá, staðlar

Heilbrigðiskerfið - heilbrigðisþjónusta
Öryggisstjórnun, þar fjallað verður um öryggi vinnuumhverfis og upplýsingaöryggi.
Umhverfisstjórnun
Þekkingarstjórnun
Breytingastjórnun
Verkefnastjórnun
Fjármálastjórnun
Mannauðsstjórnun

Vinna í námskeiðinu fer að mestu fram með upplýsingaleit, lestri og gerð verkefna

Fyrirlestrar verða um fræðilegar kenningar og aðferðafræði stjórnunaraðferða og önnur viðfangsefni námskeiðsins. Nemendur vinna verkefni í hópum og kynna niðurstöður að loknum fyrirlestum kennara. Umræður um verkefni verða samhliða. Að mestu leiti felst vinnan í verklegum og fræðilegum verkefnum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)

Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.

Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda. 

Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.

Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.

Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.

X

Framleiðslutækni matvæla (MAT504M)

Fjallað verður um helstu vinnsluaðferðir og áhrif þeirra á mismunandi tegundir matvæla eins og ávexti og grænmeti þar sem verður fjallað sérstaklega um kartöflur, tómata, agúrkur og sveppi. Korn og mölun mismunandi korn tegunda, kornvörur og vinnslu brauðs og kaffibrauðs , pasta og morgun korn. Mjólk og mjólkurvörur. Kjöt og kjötafurðir. Egg og vinnsla þeirra. Fita og olíur ásamt ýrulausnum. Drykkjarvörur eins og ávaxtasafa, gos, bjórgerð, víngerð, og framleiðslu á kaffi og te. Sælgætisgerð þar sem verður fjallað sérstaklega um sælgæti sem byggir á sykri og súkkulaði. Í öllum tilfellum verður fjallað um vinnsluferlið frá hráefni að fullunninni vöru þar sem farið verður yfir algengustu vinnslu hverrar afurðar fyrir sig og fjallað verður um þann tækjabúnað sem notaður er.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Auðlindir hafsins (MAT703F)

Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.

Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.

  • Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
X

Matvælaverkfræði 1 (MAT507M)

Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði matvælaverkfræði og framleiðslutækni. Í því felst kynning á uppstillingu og lausn massa- og orkujafnvægis, grunnhugtök varmafræði, straumfræði og áhrif þrýstingstaps og núnings í matvælaferlum. 

Kennsluefnið samanstendur af fyrirlestrum, dæmatímum og heimadæmum um fjölbreyttar vinnsluaðferðir. 

Kennslubók og annað lesefni:

1. Introduction to food engineering, 5th edition, 2013. Singh, Paul and Heldman, Dennis.

https://www.elsevier.com/books/introduction-to-food-engineering/singh/978-0-12-398530-9 Links to an external site. 

Paul Singh's youtube channel:

https://youtube.com/@RPaulSinghLinks to an external site.  

2. Glærur úr fyrirlestrum, vísindagreinar og annað lesefni dreift til nemenda á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Örverur og líftækni (LÍF534M)

Markmið námskeiðsins er að kynna líftækni er byggir á nýtingu örvera og ensímum þeirra. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum þar sem meðhöndlun örvera er kennd.

Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um ýmis sérsvið líftækni og hvernig þau mótast vegna framfara og aukinnar þekkingar í örverufræði, erfðatækni og lífefnafræði. Tekið verður mið af íslenskum líftæknirannsóknum og farið í nýjungar í líftæknilegri aðferðafræði á eftirfarandi sviðum: Fjölbreytileiki og framleiðsla lífefna í örverum; skimunartækni (bioprospecting); hitkærar örverur, sjávarbakteríur og örþörungar, lífmassanýting (áhersla á þang og plöntulífmassa), lífmassaver (biorefineries), ensímtækni (fjölsykrusundrandi- og sykruumbreytingar-ensím), efnaskiptaverkfræði (erfðatækni, erfðamengjafræði; endurhönnun og betrumbætur efnaskiptaferla með erfðatækni), orkulíftækni (hönnun og endurbætur gerjunarferla með erfðatækni). Efnið verður kynnt í fyrirlestrum og nemendur fá þjálfun í lestri frumheimilda um sérvalin efni.

Ræktunartækni og gersveppur sem framleiðslulífvera verða kynnt sérstaklega í verklegum tímum við bruggun á bjór.

Námskeiðið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G) eða sambærilegu námskeiði.

Athugið að hugsanlega þarf að takmarka fjölda nemenda í námskeiðinu.

Fyrir utan kennslu á stundaskrá er gert ráð fyrir kennslu einn laugardag nálægt mánaðamótum september/október.

X

Rannsóknir og einkaleyfi (VON101F)

Í námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, innihald einkaleyfisumsókna, skilyrði fyrir veitingu, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti fundið og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU116F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

X

Líftæknilyf (LYF122F)

Markmið námskeiðisins er að nemendur skilji grundvallaratriði í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Farið verður í framleiðsluferli líftæknilyfja byggða á frumuræktunum ásamt greiningaraðferðum sem fara fram bæði við þróun lyfsins og þegar lyfið er komið á markað. Fjallað verður um eftirfarandi tegundir líftæknilyfja: Mótefni (hefðbundin og einstofna), bólefni og peptíð- og próteinlyf. Útskýrt verður hvernig “Quality by design”(QbD) er notað í gegnum allt framleiðsuferlið ásamt þeim kröfum sem eru gerðar til líftæknilyfja samkvæmt góðum framleiðsluháttum í lyfjagerð (Annex 2 í EU GMP). Öryggi og eiturvirkni líftæknilyfja verða einnig rædd. Auk þess verður farið í nýjar aðferðir tengdar líftæknilyfjum eins og genameðferðir og notkun kirna (nucleotides). Í þessu námskeiði verður leitast við að hafa víðtækt samstarf við sérfræðinga úr líftækniiðnaðinum á Íslandi

X

Vörustjórnun og umhverfismál (IÐN510M)

Tilgangur námskeiðsins er að fara í gegnum grundvallaratriði lokistik (vörustjórnunar), stjórnun aðfangakeðja og áhrif þeirra á umhverfið. Námskeiðið er í raun þríþætt þar sem byrjað er á að fara í gegnum þá þætti sem snúa að innkaupum á vörum og þjónustu ásamt stjórnun birgða. Því næst er tekið á þeim þáttum sem snúa að flutningum og dreifingu. Að lokum er áhrifum aðfangakeðja á umhverfi gert greinagóð skil og öllum þremur þáttunum steypt saman í eina heild sem styður sjálfbærni.

Námskeiðið er kennt með því fyrirkomulagi að haldnir eru fyrirlestrar til að útskýra fræðilega undirstöðu greinarinnar en til að fá aukinn skilning á einstökum þáttum verða reiknuð dæmi sem skila þarf inn til yfirferðar. Samhliða fyrirlestrum og dæmatímum verður unnið með fyrirtækjaspil í hópum auk þess að spila „The Beer game“ - þar sem þáttakendur leika hlutverk fyrirtækja sem og taka þátt í raunhæfum hlutverkum stjórnenda.

X

Lífefnafræði 3 (LEF501M)

Verklegar æfingar af eftirtalinni gerð eru framkvæmdar: Hraðafræði ensíma og áhrif hindra. Einangrun og hreinsun ensíma með vatnsfælinni skilju, jónaskiptaskilju, sértækri skilju og hlaupsíun. Rafdráttur próteina og kjarnsýra. Stöðugleiki próteina gagnvart hita og þvagefnis metinn með virknimælingum, hringskautunarljósbreytingum og gleypnibreytingum. Sértæk efnahvörf próteina gerð til ákvörðunar breinnisteinsbrúa og þíólhópa. Verkunarmáti ýmissa hvarfgjarnra efna sem hindra serín eða cystein próteinasa kannaður. Mótefnafelling. Skerðiklipping DNA og ákvörðun bræðslumarks DNA við ýmsar aðstæður. Lífupplýsingafræði og greining stórsameinda í í tölvu (BLAST, ALLIGN, DeepView).

Stoðfyrirlestrar tengja saman hagnýt atriði verklegu æfinganna og fræðilega undirstöðu þeirra, sem kemur fram í fjölrituðum vinnuseðlum og kennslubókum.

Vinnulag:
Fyrirlestrar í 13-14 vikur (2 x 40 mín) einu sinni í viku. Verklegur tími einu sinni í viku í 6 klst. í 12-13 vikur.

X

Rekstrarstjórnun (VIÐ404G)

Velkomin í Rekstrarstjórnun

Hefurðu einhvern tíma tekið eftir því hvernig allt í kringum okkur virðist einhvern veginn bara virka? Um það snýst þetta námskeið - að afhjúpa heillandi heim ferla í fyrirtækjum sem og daglegu lífi okkar. Við munum kanna hvernig hlutirnir verða til, allt frá minnstu græjum til stærstu véla. Þetta snýst ekki bara um verksmiðjur og færibönd, heldur munum við kynna okkur hvernig allt frá þínu uppáhalds kaffihúsi til allra nýjustu tæknifyrirtækjanna nota ferla til að skila okkur vörum.
Kafað verður ofan í hvernig á að hanna þessa ferla, halda þeim gangandi og bæta þá stöðugt.
Vertu því tilbúin til að líta á heiminn í kringum þig á nýjan hátt, sem röð ferla sem gera líf okkar betra. Vertu tilbúin til að sjá heiminn eins og rekstrarstjóri.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Fiskiðnaðartækni 2 (VÉL601M)

ATH: námskeiðið verður ekki kennt vorið 2022. 

Markmið: Gera nemendur færa um að beita þverfaglegri þekkingu á helstu sviðum vélaverkfræðinnar til að hanna fiskvinnslurásir/flutningsferla. Námsefni m.a.: Vinnsluþrep og búnaður við vinnslu ferskfisks, frystingu, söltun, þurrkun, fiskmjölsvinnslu, lýsisgerð, meltugerð o.fl. Orku- og massavægi. Hönnunarforsendur fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Vinnsluvélar, pökkunar- og geymsluaðferðir,  greining á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, markaðsmál, hreinni framleiðslutækni, samkeppnisstaða, arðsemi, gæðamál, tæknivæðing o.fl.

Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþættir sem áhrif hafa á breytingar fiskafurða við geymslu, flutning og sölu/dreifingu. Stöðug og tímaháð varmaflutningsfræði, hagnýting Heisler- og Mollier-rita. 

Verklegt: Fiskvinnslurás/fiskvinnslufyrirtæki greint og/eða endurhannað.

X

Vísindamiðlun og ritgerðaskrif (UAU244F)

Hvernig skal byggja upp og skrifa rannsóknarritgerð. Grundvallaratriði fyrir munnlegar kynningar. Hvernig skal rita vísindagreinar.

Námskeiðið er kennt á hverju misseri og er skylda fyrir meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði.

Nemendur verða að vera komin áleiðis í skrifum meistararitgerðar þegar þau taka námskeiðið og þurfa að skila rannsóknaráætlun meistararitgerðar strax í upphafi námskeiðs.

Nemandi skráir sig í námskeiðið Vísindamiðlun og ritgerðarskrif (UAU116F eða UAU244F) annað hvort að vori eða hausti, ekki er hægt að taka bæði námskeiðin.

X

Stofnfrumur og frumusérhæfing (LÆK028F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna rannsóknir á hinum ýmsu gerðum stofnfruma, einkum með tilliti til frumusérhæfingar. Fjallað verður um vefjasérhæfðar stofnfrumur t.d. stofnfrumur í beinmerg, húð og í brjóstkirtli. Mikil áhersla verður lögð á stofnfrumur úr fósturvísum músa og manna og athugað hvernig unnt er að stýra sérhæfingu þeirra. Ræddir verða möguleikar á nýtingu stofnfruma til lækninga og einnig verður komið inn á siðfræði í tengslum við notkun fósturvísa til rannsókna.

Fjallað verður um valin efni á ofangreindu sviði í hvert skipti og verður ein vísindagrein rædd í þaula í hvert sinn. Kennarar munu halda erindi um almennan vísindalegan bakgrunn vísindagreinarinnar eða fræðasviðsins. Nemendur munu síðan kynna innihald einnar vísindagreinar hver. Ágætt er að hafa í huga eftirfarandi fjögur atriði við uppbyggingu fyrirlestrar: 1. Byrjið fyrirlesturinn á inngangi sem gefur áheyrendum almennar upplýsingar um efnið og aðdraganda þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. 2. Gerið grein fyrir helstu markmiðum rannsóknarinnar og nefnið eða lýsið rannsóknaraðferðum í stórum dráttum. 3. Lýsið helstu tilraunum og niðurstöðum þeirra með því að sýna glærur úr greininni sjálfri. Útskýrið niðurstöðurnar. Markmiðið er að skilja hvernig tilraunin er hönnuð til þess að svara ákveðnum spurningum eða ná ákveðnum árangri. 4. Takið í stuttu máli saman heildarniðurstöður rannsóknarinnar og hvernig þær falla að fyrri hugmyndum um það fyrirbæri sem verið er að rannsaka. 5. Fjallið um galla tilraunarinnar og ræðið hvernig unnt væri að ná sama marki með öðrum aðferðum. Fjallið einnig um líkleg/eðlileg næstu spurningar/skref. Að lokum fer fram umræða um efnið. Að auki verða nemendur að velja nokkrar greinar um stofnfrumur á sínu áhugasviði og skrifa stutta ritgerð á ensku um efnið (4-6 bls.). Í lok námskeiðs verður stutt fyrirlestraröð og eiga nemendur að kynna sitt ritgerðarefni (7-10 mínútur).

X

Sameindaerfðafræði (LÍF644M)

Fyrirlestrar: Sameindagrunnur lífsins (efnatengi, lífefni, bygging stórsameinda DNA, RNA og próteina). Efðamengi dreifkjörnunga og heilkjörnunga. Skipulag erfðaefnisins, litningar, litni og litnisagnir. Stjórn DNA eftirmyndunar og frumuhringsins. DNA eftirmyndun. Aðskilnaður litninga og frumuskipting. Umritun. Stjórn umritunar. Verkun RNA sameinda. Þýðing mRNA í prótein. Stjórnkerfi þýðingar. Hlutverk RNA sameinda í stjórn genatjánigar. Prótein-umbreytingar og umferðarstjórn innan frumna. DNA skemmdir, varðstöðvar og DNA viðgerðir. Endurröðun og viðgerðir á tvíþátta DNA brotum. Stökklar og staðbundin endurröðun. Helstu aðferðir sameindalíffræðinnar og tilraunalífverur.

Umræðutímar: Nemendur hafa framsögu um og ræða valdar rannsóknagreinar og skila inn útdrætti úr greininni.

Verklegar æfingar: Unnið verður að verkefni í sameindaerfðafræði sem tengist rannsóknum kennara og býður upp á notkun helstu aðferða sameindaerfðafræðinnar svo sem genaferjun, DNA mögnun og raðgreiningu, ummyndun og einangrun plasmíða, skerðikortlagningu, og rafdrátt bæði kjarnsýra og próteina.

Próf: Verklegt 10%, umræðufundir og skrifleg verkefni 15%, skriflegt próf 75%.

X

Lífvirk efni úr hafinu (MAT801F)

Lífvirk efni úr hafinu er eitt nýjasta svið matvælafræðinnar og fer ört vaxandi.  Ísland er með sérstöðu hvað varðar hráefni og vinnslumöguleika slíkra efna, og er meðal leiðandi þjóða á rannsóknum á þessu sviði sem býður uppá ýmis framtíðartækifæri á sviði nýsköpunar. Markmið námskeiðsins er gefa nemendum yfirgripsmikið yfirlit um helstu lífvirk efni sem hægt er að vinna úr hafinu, hráefni, vinnsluaðferðir, eiginleika efnanna og notagildi ásamt markaðstækifærum og hindrunum.  Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem ofangreind atriði eru tekin fyrir vikulega. Kennari velur mismunandi umræðuefni fyrir hverja viku og lætur nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug. Nemendur og kennari hittast vikulega til að fara almennt yfir efnið sem lagt var fyrir, ásamt því að ræða innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda.  Sérfræðingar verða fengnir úr iðnaðnum til að taka þátt í umræðum um valin efni. Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær greinar sem hann les. Nemandi mun einnig skrifa ritgerð um valið efni tengt lífvirkum efnum úr hafinu sem hann skilar við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir heila önn.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Lífefnafræði 4 (LEF617M)

Áherslur í þessu námskeiði er að kynnast aðferðafræði og þeim helstu nýjungum í greiningar- og reikniaðferðum sem nýttar eru í rannsóknum í lífefnafræði. Námskeiðið er byggt upp af nokkrum námskeiðshlutum þar sem sérfræðingar á sínu sviði sinna kennslu hvers hluta. Námsefnið byggir að mestu á fyrirlestrum en einnig getur verið lagt fyrir nemendur annað námsefni, s.s. greinar eða bókarkaflar þegar við á. Einnig er mögulegt að sumir kennarar standi fyrir sýnikennslu á rannsóknartæki eða leggi fyrir hagnýt verkefni í tímunum. Nokkur skrifleg verkefnaskil verða lögð fyrir nemendur meðan námskeiðið er þreytt.

Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum lífefnafræðinnar verða til umfjöllunar en námshlutar geta breyst hverju sinni.

Dæmi um sérsvið sem fjallað er um: Einsameinda litrófsgreining, massagreining próteina, byggingafræðileg lífefnafræði, bindisækniaðferðir og varmafræði, ensímefnafræði og reiknifræðileg lífefnafræði.

X

Málstofa í iðnaðarlíftækni (ILT201F)

Málstofur í iðnaðarlíftækni eru opinn umræðugrundvöllur þar sem iðnaður og háskólasamfélagið hittist hlustar saman á vel valda fyrirlesara innan líftækniiðnaðarins. Efnistök byggja á breiðum grunni m.a.:

  • Líftæknilyf.
  • Hönnun verkferla
  • Frumu og þörungaræktun.
  • Frá tilrauniglasi að vöru (uppskölun).
  • Heilbrigðislíftækni og líefefnagreiningar.,
  • Siðfræði í liftækni.
  • Matvælalíftækni.
  • Lífeldsneyti og efni unnin úr örverum.
  • Líftækni í landbúnaði.

Málstofurnar eru skylda fyrir nemendur í MS í iðnaðaralíftækni sem þurfa að taka námskeiðið tvö misseri (haust og og vor).

X

Matvælaörverufræði 2 (MAT506M)

Þetta námskeið er kennt í síðast sinn óbreytt haustið 2022 fyrir nemendahópinn sem hóf nám haustið 2020

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum nauðsynlega undirstöðu til að þekkja helsta uppruna örverumengunar í matvælum, helstu áhrif örvera á gæði og öryggi matvæla og aðferðir sem notaðar eru til að hindra skemmdir og matarsjúkdóma af völdum örvera í matvælum. Efni fyrirlestra er skipt í fimm hluta: (1) Uppruna, flokkun og ræktun örvera í matvælum. Inngangur og saga matvælaörverufræði.  Hefðbundnar og nýþróaðar aðferðir fyrir ræktun, einangrun og magngreiningu örvera í matvælum. Yfirlit um mikilvægustu örveruhópa í matvælum þar á meðal bendiörverur. (2) Áhrif ytri og innri umhverfisþátta á örverur í matvælum  – næringarsamsetning, pH, oxunar-afoxunarspenna, vatnsvirkni, rakastig, hitastig, loftsamsetning og fleiri þættir. Geymsluaðferðir og örverufræði – hitameðhöndlun, kæling og frysting, rotvarnir og rotvarnarefni, þurrkun, lofttæmdar og loftskiptar pakkningar, geislun, háþrýstingur, gerjun og önnur hagkvæm not af örverum í matvælaframleiðslu. (3) Matarsjúkdómar af völdum örvera. Örverur í matvælum og heilsufar. Mikilvægustu orsakir matareitrana og matarsýkinga -Salmonella, Campylobacter, E. coli, Vibrio, Listeria, Clostridium, Bacillus, Staphylococcus, scombroid eitrun og aðrir bakteríusýklar í matvælum. Aðrar orsakir matarsjúkdóma – sníkjudýr, eitraðir þörungar, sveppaeitur, veirur og prion (BSE). Nýframkomnir sýklar. (4) Örverufræði helstu matvælaflokka. Uppruni örvera í helstu matvælum.  Örverufræði sjávarafurða, kjötafurða, mjólkurafurða, neysluvatns, grænmetis, ávaxta, víns og bjórs. (5) Eftirlit og gæðastýring matvæla. Áhrif vinnslu og meðhöndlunar á afkomu örvera og skemmdir í matvælum af völdum örvera. Framkvæmd sýnatöku, meðhöndlun sýna og sýnatökuáætlanir. Örverufræðileg gæðaviðmið og leiðbeiningar. Örverufræðileg spámódel. Þrif og sótthreinsun. Inngangur að GMP, GHP, HACCP, gæðastjórnunarkerfum og áhættugreiningu.

Hver nemandi aflar efnis og skrifar ritgerð um nýlegt efni tengt matvælaörverufræði og flytur um það fyrirlestur.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Vistvæn nýsköpun matvæla (MAT612M)

Námskeiðið er unnið í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Matís ohf. 

Megin markmið áfangans er að þróa nýja vöru frá hugmynd að tilbúinni vöru með sjálfbærni að sjónarmiði. Sem liðir í því verða gerðar frumgerðir (prótótýpur), umbúðir verða hannaðar, gerðar verða markaðs- og viðskiptaáætlanir og rýnt verður í nauðsynlega framleiðsluframleiðsluferla fyrir vöruna. Útkoma verkefnanna geta orðið að nýrri vöru og verið kynntar í Evrópukepninni Ecotrophelia. 

Námskeiðið byggist á samvinnu nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni í hóp og deili á milli sín verkefnum til að geta lokið kröfum námskeiðisins. Nemendur fá leiðsögn við hópamyndun og hópavinnu. Nemendur með ólíkan bakgrunn taka þátt í námskeiðinu og kennari sér til þess að hver hópur hafi góða samsetningu nemenda með ólóka hæfni. 

Kennarar og sérfræðingar munu halda fyrirlestra um ýmsa þætti vöruþróunar, þar á meðal um gerð viðskiptaáætlana og umbúðagerð. Í lok námskeiðs halda svo nemendur kynningu á vörunum sínum. 

Nemendur munu þróa frumgerð af nýrri vöru og fá til þess fjárhagslegan stuðning og aðgang að tilrauna aðstöðu, nánari upplýsingar verða gefnar í fyrsta tíma námskeiðisins.  

Nemendum er stendur til boða að vinna verkefni sín í samstarfi við íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði. Nánari útskýringar verða gefnar við upphaf námskeiðsins.  

Matís ohf. veitir sérfræðiaðstoð við vöruþróun innan námskeiðisins.  

Lokaverkefni og námsmat námskeiðisins er tvískipt. Fyrst skilar hver hópur inn skýrslu um vöruna sem þróuð var, þar á meðal um viðskiptaáætlun, markaðssetningu og sjálfbærni vörunnar. Svo kynnir hver hópur vöruna sína og viðskiptaáætlun fyrir, kennurum, nemendum og dómsnefnd frá sammtökum iðnaðarinns fyrir nýsköpunar keppnina Ecotrophelia Iceland. Sigur liðið fær tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni í vistvænni nýsköpun (Ecotrophelia) fyrir hönd Íslands. Þáttaka í Evrópukeppninni er valfrjáls en munnleg kynning í innanlandskeppninni er skilda í námskeiðinu. Frekari upplýsingar um keppnina má nálgast hér: https://eu.ecotrophelia.org/ 

Nemendur í Matvælafræði eru hvattir til að taka þetta námskeið samhliða námskeiðinu Vöruþróun matvæla (MAT609M), til að samnýta þekkingu og hæfni sem fæst í námskeiðunum og fá dýpri skilning á öllum hliðum vöruþróunar.  

Nemendur af öðrum námsbrautum eru hvattir til að taka þetta námskeið þar sem fjölbreytileki teymis og breiður þekkingargrunnur er mikill styrkleiki við þróun á vörum. Til að sannfærast er gott að lesa þetta https://shorturl.at/opxH3 eða þetta https://shorturl.at/boHM8 

X

Gæðastjórnun matvæla (MAT616M)

Markmið námskeiðsins er að fjalla um gæðakröfur sem gerðar eru til vinnslu, meðhöndlun og dreifingu matvæla.  Fjallað er um gæðakröfur í alþjóðlegum viðskiptum og innlend og erlend regluverk um öryggi matvæla, þar með talið regluverk Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.  Farið er yfir gerð eftirlitsáætlana ríkja s.s. áætlun um efnaleifar í matvælum, eftirlitáætlanir, uppbyggingu opinbers eftirlits og gerð varnaráætlana fyrir matvæli, fóður og heilbrigði dýra.  Þá er fjallað um áhættu stýringu og miðlun og hættur í matvælakeðjunni.  Fjallað er um góða framleiðsluhætti, góða landbúnaðarhætti og góða heilbrigðishætti og ítarlega farið yfir hættugreiningu og mikilvæga stýristaði (HACCP) við vinnslu matvæla.  Einnig er fjallað um sýnatökur við eftirlit og vöktun og hvaða mælikvarðar og viðmið eru notuð til að meta öryggi matvæla og fóðurs.  Einnig er farið yfir mikilvægi rekjanleika matvæla, innri og ytri úttektir og vottun rannsóknastofa.  Þá er fjallað um Codex leiðbeiningar, gæðastaðala (ISO-9000, ISO-14000 og ISO-22000) og vörustaðla kaupenda matvæla.

Verklega æfingar:  1) nemendur fá þjálfun í uppsetningu á HACCP kerfum og hvernig þau eru sannprófuð,  2) innri og ytri úttektir á gæðum og öryggi matvæla og 3) nemendaverkefni um nýleg útkomin efni er varða matvælaeftirlit.

Tilhögun námskeiðs:  Námið er í formi fyrirlestra, umræðu og verklegrar þjálfunar er tengist námsefninu.  Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda og að þeir kynni sér alþjóðlegar vísindagreinar er tengjast efni fyrirlestra.

X

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana (IÐN202M)

Markmið: Gera nemendur færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar, einkenni og virkjun frumkvæðis og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd. Fjallað verður um öll atriði er tengjast gerð viðskiptaáætlana. Þar er einkum um að ræða; hugmyndaleit, hugmyndamat og skilgreining á viðskiptahugmynd (þörf og lausn). Markaðsmál, sölumál og samkeppni varðandi hugmyndina og framsetning eftirpurnarfalls. Tæknin sem lausnin byggir á og tæknileg sérstaða lausnarinnar. Gerð framkvæmdaáætlunar fyrir tæknilega útfærslu lausnarinnar (verk- og tímaáætlun). Vernd hugverka og einkaleyfi. Gerð stofnkostnaðar- og fjármögnunaráætlunar. Gerð fjárhagsáætlana; rekstrar- og greiðsluáætlun ásamt áætlun um efnahagsreikning og arðsemis- og andvirðismat. Útreikningur ýmissa lykiltalna. Umfjöllun um stofnendur, eigendur og stjórnskipulag. Verkefnavinna: Þátttakendur vinna verkefni á grundvelli hugmyndaleitar og hugmyndamats. Verkefnin eru annað hvort sprottin úr hugmyndum þátttakenda eða tengjast starfandi fyrirtækjum. Verkefnin eru unnin í þriggja manna hópum og skila nemendur 4 áfangaskýrslum og verja verkefnin munnlega í lok misseris. Lokaskýrsla skal vera fullmótuð viðskiptaáætlun ásamt arðsemismati og tillögum um hvernig verkefninu skuli hrint í framkvæmd.

X

Skynmat (MON603M)

Í námskeiðinu kynnast nemendur skynmatsfræðum og hvernig skynmati er beitt til að meta eiginleika matvæla. Fjallað verður um hvernig á að kalla fram, mæla og meta skynræna eiginleika matvæla og mismunandi aðferðir sem notaðar eru í skynmati. Áhersla verður lögð á hefðbundnar skynmatsaðferðir (mismunapróf, myndræn próf, geðjunarpróf ofl), og hvernig þessar aðferðir eru notaðar í mismunandi aðstæðum eins og í gæðaeftirliti og vöruþróun. Aðferðum í neytendarannsóknum verða gerð skil. Jafnframt verður fjallað um þætti sem hafa áhrif á skynmat, skipulag skynmatsrannsókna (undirbúningur, framsetning sýna, val aðferða ofl), og skynmatshópa (val og þjálfun) sem og tölfræðigreining og túlkun skynmatsniðurstaðna.

Kennslan er á formi fyrirlestra, sem og verklegra æfinga undir leiðsögn kennara.

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla (NÆR506M)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

X

Efnagreining líftæknilyfja (LYF223F)

Líftæknilyf eru ólík hefðbundum lyfjum að því leiti að virka efnið er stórsameind með próteingrunn, mynduð í ákveðnum frumum eða bakteríum í gegnum genaendurröðun. Námskeiðið mun því fjalla um þær efnagreiningaraðferðir sem notaðar eru í þróun líftæknilyfja og áður en líftæknilyfið fer á markað

X

Inngangur að kerfislíffræði (LVF601M)

Kerfislíffræði er þverfaglegt svið sem rannsakar líffræðileg fyrirbæri byggt á samverkandi líffræðilegum þáttum. Í kerfislíffræði er sérstök áhersla lögð á það hvernig líffræðileg kerfi breytast yfir tíma. Í þessu námskeiði munum við fjalla sérstaklega um þá þætti kerfislíffræðinnar sem snúa að heilsu og sjúkdómum manna.

Þetta námskeið mun kynna 1) notkun líkana fyrir líffræðileg ferli (bæði genastjórnunarlíkön og efnaskiptalíkön); 2) frumulíffræðileg fyrirbæri sem stuðla að samvægi (e. homeostasis), t.d. þroskun vefja og seiglu örvera og 3) greiningu á sameindamynstri sem finnast í stórum erfðagreiningargögnum, sem tengjast sjúkdómum í mönnum og geta nýst í flokkun sjúklinga og uppgötvun lífmerkja. Þannig mun námskeiðið fjalla um notkun kerfislíffræðilegra aðferða á þremur helstu stigum líffræðinnar, þ.e. á sameindum, frumum og lífverum.

Námskeiðið felur í sér lestur og túlkun vísindagreina, útfærslu reiknirita, vinnslu á rannsóknarverkefni og kynningu á vísindalegum niðurstöðum.

Fyrirlestrar munu samanstanda af bæði (1) kynningu á grunnhugtökum kerfislíffræðinnar og (2) tölvukennslu þar sem Python forritunarmálið er notað. Námskeiðið verður kennt á ensku.

X

Bygging og eiginleikar próteina (LEF616M)

Fjallað er um einkenni 1.-4. stigs byggingastiga prótein og hvernig þau ákvarða ýmsa eiginleika þeirra. Flokkun próteina á grundvelli myndbygginga og einkenni. Leitast er við að skýra samband myndbyggingar og eiginleika próteina með mismunandi líffræðileg hlutverk. Farið er yfir helstu byggingarþætti sem ákvarða stöðugleika myndbyggingar próteina, sem og afmyndun þeirra og svipmótunarferli. Fjallað er um áhrif þátta á borð við hitastig, sýrustigs, salta og afmyndara á stöðugleika próteina. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á byggingar- og eðliseiginleikum próteina. Fjallað verður um valin dæmi um samband prótein byggingar og eiginleika.

Kennsluhættir. Fyrirlestrar tvisvar í viku (2x40 mín. hvort skipti). Tölvuver einu sinni í viku (2x40 mín.). Í tölvutímum er í fyrstu kynnt hagnýting veraldarvefsins við öflun og vinnslu upplýsinga á hinum margvíslegu vefsetrum sem fjalla um byggingu og eiginleika próteina. Þjálfuð er færni í notkun forritsins SwissPDBviewer til skoðunar og rannsókna á próteinum. Þetta forrit er notað til að leysa ýmis verkefni um byggingu próteina og eru valin með hliðsjón af yfirferð í fyrirlestrum.

X

Hönnun efnahvarfa (EVF202F)

Hönnun efnahvarfa og hvarfklefa þeirra fyrir efnaferli í efnaiðnaði. Undirstöðuatriði úr varmafræði, hraðafræði og flutningsfræðum eru notuð til að hanna efnahvörf í kerfum með og án efnahvata. Einnig eru grundvallaratriði í massaflutningi í tengslum við efnaverkfræðileg kerfi kynnt fyrir nemendum svo sem massavarðveislulögmálið og hvernig diffurjöfnur eru settar upp og leystar fyrir slík kerfi.

X

Matvælaverkfræði 2 (MAT803F)

Markmið: Að nemendur geti metið vinnsluferla og reiknað út helstu atriði er varða vinnslueiningar, og skipulagningu og stjórnun vinnsluferla. Að gera nemendur hæfari að taka ákvarðanir um breytingar á vinnslu- og flutningsferlum.

Í fyrirlestrum er farið yfir forsendur og stýringu helstu matvælavinnsluleiða:

  • Áhrif dvalartíma og hitastigs í vinnsluferlum á gæði og eiginleika matvæla
  • Vinnsluaðferðir og -tækni svo sem kælingu, frystingu, söltun, reykingu, hitun, þurrkun, þykkingu, skiljun og gerjun.
  • Uppsetningu á flæðiritum eftir vinnsluþrepum, massaflæði og áhættugreiningu.
  • Vinnslu- og pökkunarbúnað og umbúðir fyrir mismunandi matvæli
  • Meginbreytur við framleiðslustýringu.
  • Geymsluskilyrði (ljós, raki, hiti, samsetning lofts, o.s.frv.) og lykilþætti sem áhrif hafa á breytingar matvæla við geymslu, flutning og sölu/dreifingu matvæla.

Hönnunarforsendur fyrir matvælavinnslufyrirtæki og virðiskeðju matvæla. Vinnsluvélar, geymsluaðferðir, tæknivæðing, flutningafræði og stýring umhverfisþátta, umbúðir, rekjanleiki, umhverfisáhrif, nýting hráefna og orku, tap í virðiskeðju matvæla. 

Kennsluefni er á formi fyrirlestra kennara og gestafyrirlesara úr atvinnulífinu, auk vísindagreina. Auk þess er stuðst við erlendar kennslubækur um efnið. 

Námskeiðið verður kennt í lotum, samtals 7 vikur

X

Vöruþróun matvæla (MAT609M)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir helstu aðferðum vöruþróunar og þjálfa nemendur í notkun neytendadrifna aðferða við þróun á matvöru. Nemendur þróa vöru sem miðuð er að neytendum og fá leiðsögn í aðferðum við gerð frumgerða, val á hráefnum, tilraunauppsetningu, uppskölun og um regluverkið sem þarf að fylgja við gerð nýrra matvæla. Einnig munu nemendur kynnast hvernig skynmat er notað í vöruþróun og fá þjálfun í skynmati á eigin vöru. 

Vöruþróunarferli verður unnið í hóp en einnig verða smærri einstaklingsverkefni metin til einkunnar.  

Viðfangsefni: 

Grundvallaratriði við vöruþróun matvæla. Fjallað verður um: 

  • hugmyndaleit, hugmyndasíun, þróun frumgerðar og þróun frumgerðar til fullunninnar vöru og uppskölun á framleiðslu. 
  • notkun tilraunahögunar við síun og bestun afurða í vöruþróun.  
  • notkun skynmats í vöruþróun. 
  • val á hráefnum, notkun aukefna og helstu nýjungar í vistvænum próteinum.  
  • tengsl matvælalöggjafarinnar og hugverkaréttinda við vöruþróun. 

Farið verður í raunveruleg dæmi vöruþróunar hjá fyrirtækjum.  

Verklegt: Þróuð verður vara frá hugmynd til frumgerðar. 

X

Frumulíffræði II (LÍF614M)

Áherslan er á rannsóknagreinar. Nýlegar rannsóknir á ýmsum sérsviðum frumulíffræði verða til umfjöllunar og er það breytilegt hverju sinni. Fyrir hvern fyrirlestur eru lagðar mest fram þrjár greinar.

Hver nemandi hefur framsögu um eina nýlega rannsóknargrein þar sem ítarlega er gert grein fyrir aðferðum og niðurstöðum. Nemandinn skrifar ritgerð um rannsóknargreinina og ræðir túlkun niðurstaðna á gagnrýninn hátt.

Dæmi um sérsvið sem hefur verið fjallað um: Náttúrulegt ónæmi, príon, pontin og reptin próteinin, skautun þekjufruma, þroskun loftæða, gagnagreining á genatjáningargögnum, sjálfsát, uppruni kjarnans.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hildur Inga Sveinsdóttir
Snorri Karl Birgisson
Telma Björg Kristinsdóttir
Páll Arnar Hauksson
Hildur Inga Sveinsdóttir
BS, MS og PhD í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði af því að ég hef mikinn áhuga ýmsu tengdu matvælaiðnaði þá sérstaklega gæðum og öryggi matvæla. Einnig hef ég alltaf haft gaman af raungreinum og því heillaði kennsluskráin sérstaklega en þar er nokkuð mikil áhersla á efnafræði. Í framhaldi af þeirri miklu vitundarvakningu sem hefur orðið í samfélaginu er varðar mataræði og matvæli almennt tel ég atvinnumöguleika matvælafræðinga að námi loknu vera mjög góða.

Snorri Karl Birgisson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég hafði unnið nokkur störf sem tengjast sjávarútvegi og þá vaknaði áhugi á að vita hvernig þetta allt virkaði. Með matvælafræðináminu sá ég möguleika á að öðlast meiri þekkingu á nýsköpun, stjórnun og gæðaeftirliti. Það vantar líka alltaf matvælafræðinga á vinnumarkaðinn.

Telma Björg Kristinsdóttir
MS í matvælafræði

Nám í matvælafræði er krefjandi og fjölbreytt og gefur raunhæfa mynd af verkefnum í atvinnulífinu. Gerð ársreikninga, þróun nýrrar vöru frá grunni til lokaafurðar í samvinnu við matvælaframleiðanda, uppsetning gæðahandbókar og þjálfun í vinnubrögðun á rannsóknastofu er meðal þess sem námið býður upp á. Námið er góður stökkpallur fyrir tilvonandi gæðastjóra, framleiðslustjóra og skapandi frumkvöðla sem vilja lifa og hrærast í heimi matvæla í framtíðinni. 

Páll Arnar Hauksson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég vildi öðlast yfirgripsmikla þekkingu á matvælum, efnasamsetningu þeirra og vinnsluaðferðum. Ég hef sérstakan áhuga á vöruþróun og rannsóknum og sé fram á að starfa á þeim vettvangi að námi loknu.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Netfang: mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.