Stórstígar tækniframfarir í lífvísindum leyfa nú alhliða greiningu stórsameinda í vef og frumum. Aðferðirnar snúast meðal annars um ræktun og flokkun frumna, ýmiss konar greiningu DNA og RNA sameinda, jafnvel í lifandi frumum og vefjum og um gríðarlegar framfarir í mynd- og frumuflæðisjárgreiningu. Nýjasta tæknin er CRISPR-Cas9 aðferðin sem leyfir vísindafólki að erfðabreyta frumum og dýrum hraðar og betur en áður var hægt.
Til að geta tekið þátt í þeirri byltingu sem tækni þessi mun valda teljum við mikilvægt að skipuleggja betur þá vísindaaðstöðu sem við búum við hér á landi og efla enn frekar tengsl lífvísindarannsókna við klínískar rannsóknir. Má þar nefna hvernig niðurstöður grunnrannsókna hafa verið nýttar til að velja marksameindir líftæknilyfja og til frumumeðferða.
Umsjón með verkefni fyrir hönd Háskóla Íslands
- Heilbrigðisvísindasvið
Tengiliðir verkefnis:
Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um 750 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021-2026.