Dagskrá hátíðarinnar er sett fram á auðlesnu máli.
Allir viðburðir verða táknmálstúlkaðir og dagskrá í Hörpu verður táknmálstúlkuð, rittúlkuð á íslensku og sjónlýst bæði á íslensku og ensku.
Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.
Auðlesið mál
Auðlesið mál nýtist þeim sem eiga erfitt með að lesa texta. Til dæmis fólki með þroskahömlun, fólki sem er lesblint eða þeim sem eru að læra íslensku. Auðlesinn texti er skrifaður á skýru og einföldu máli. Oft eru myndir notaðar til stuðnings.
Táknmálstúlkun
Táknmálstúlkun er túlkun á beinum samskiptum tveggja eða fleiri aðila, þar sem a.m.k. einn aðili talar táknmál.
Allir viðburðir á UPPSKERU verða táknmálstúlkaðir.
Rittúlkun
Sviðslistahátíð í Hörpu verður rittúlkuð á íslensku. Texta verður varpað upp á skjá við svið í Hörpu.
Sjónlýsing
Sjónlýsing er aðferð til að færa sjónræna upplifun í orð og lýsa fyrir þeim sem ekki geta séð með eigin augum.
Sjónlýsing verður á sýningu í Sjóminjasafninu 20. febrúar.
Dagskrá UPPSKERU í Hörpu verður sjónlýst á íslensku og ensku.