Skip to main content

KLAK Icelandic Startups

KLAK Icelandic Startups - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er eigandi KLAK ásamt Origo, Háskólanum í Reykjavík, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Hlutverk Icelandic Startups er að hraða ferlinu við stofnun nýrra fyrirtækja og tengja frumkvöðla og sprotafyrirtæki við sérfræðinga, fjárfestaumhverfið og leiðandi sprotasamfélög erlendis.

Á meðal helstu verkefna félagsins eru Gulleggið sem er árleg frumkvöðlakeppi þar sem meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir unga frumkvöðla til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Í Gullegginu eru haldnar vinnusmiðjur þar sem farið er yfir lykilþætti í stofnun fyrirtækja og uppbyggingu viðskiptahugmynda. Nemendum Háskóla Íslands og þeim sem hafa útskrifast frá skólanum undanfarin 5 ár stendur til boða að sitja vinnusmiðjur. Háskóli Íslands er einn af bakhjörlum Gulleggsins

Keppnin er tækifæri fyrir nemendur skólans til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækis. Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs situr í verkefnastjórn Gulleggsins.

Gulleggið

Fjöldi hugmynda frá upphafi 2384

Hlutfall stofnaðra fyrirtækja 71%

Hlutfall fyrirtækja enn starfandi 76%

Fjöldi stöðugilda 315

Icelandic Startups
Tengt efni