
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er til húsa í Aðalbyggingu Háskólans. Kennsla í deildinni fer mest megnis fram á annarri hæð Aðalbyggingar, í stofu 229. Þá eru kapellan, kaffistofa guðfræðinema, skrifstofa sviðsins og skrifstofur kennara einnig staðsettar í Aðalbyggingu. Þess vegna hafa nemendur mjög gott aðgengi að kennurum og öðrum starfsmönnum sviðsins.