Umsóknarfrestur í framhaldsnám við Læknadeild er 15. apríl fyrir innritun á haustmisseri en 15. október fyrir innritun á vormisseri, þar sem við á. Tekið er við umsóknum um doktorsnám utan þessa tíma. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Í sumum tilfellum þarf einnig að skila inn fylgigögnum með umsókn (.pdf skrá) og staðfestu afriti af frumgögnum. Öllum fylgiskjölum sem kunna að vera á pappír skal skilað til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Sjá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferli hverrar námslínu fyrir sig hér fyrir neðan. Geislafræði, MS Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Inntökuskilyrði í diplóma- og meistaranám í geislafræði er BS-próf í geislafræði eða sambærilegt próf, að jafnaði lokið með einkunn 6,5 eða hærri, þó hafa þeir sem staðist hafa BS-próf í geislafræði rétt til að hefja diplómanám án skilyrða um lágmarkseinkunn. Diplómananám: Nemandi sækir skyldunámskeið haustmisseris sem eru þau sömu fyrir nemendur í diplómanámi og meistaranámi. Nemandi útfyllir umsóknareyðublað um rannsóknaverkefni sem er aftar í þessu skjali í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda og sendir Námsbraut í geislafræði (gub@hi.is) fyrir 16. nóvember. Aðeins er hægt að innritast í diplómanám á haustönn. Meistaranám að loknu diplómaprófi: Að loknu diplómanámi er meistaraverkefni 60 einingar. Nemandi sækir um rannsóknaverkefni í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar fyrir 15. apríl fyrir nám sem hefst á haustmisseri eða 15. október fyrir nám sem hefst á vormisseri. Meistaranám að loknu BS prófi: Nemandi sækir skyldunámskeið haustmisseris sem eru þau sömu fyrir nemendur meistaranámi og í diplómanámi. Meistaraverkefni eru að jafnaði 90 einingar en geta verið 60 einingar. Sé meistaraverkefni 60 einingar velur nemandinn námskeið á framhaldsstigi sem gefa samtals 30 einingar umfram skyldunámskeið haustmisseris. Nemandi sækir um rannsóknaverkefni í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar fyrir 15. apríl fyrir nám sem hefst á haustmisseri eða 15. október fyrir nám sem hefst á vormisseri Diplómaverkefni stækkað í MS verkefni meðan á diplómanámi stendur: Nemandi sem velur að taka diplómanám getur óskað eftir því að stækka verkefnið og gera það að meistaraverkefni hafi hann tilskylda lágmarskeinkunn til að innritast í meistaranám, ≥6,5. Nemandi sækir þá um að innritast í meistaranám í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar eigi síðar en 15. apríl. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjal með rafrænni umsókn Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. MS-rannsóknaráætlun, samningi milli nemanda og leiðbeinanda og ef við á milli nemanda og fyrirtækis þarf að skila til kennslustjóra rannsóknatengds framhaldsnáms með tölvupósti og á útprentuðum undirrituðum skjölum innan sex mánaða frá innritun. Heilbrigðisvísindi, MS Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Inntökuskilyrði er BS próf eða sambærilegt próf sem að jafnaði var lokið með einkunn 6,5 eða hærri. Þegar sótt er um meistaranám með áherslu á rannsóknaþjálfun þarf að vera búið að semja við væntanlegan umsjónarkennara og leiðbeinanda. Eftir að nám er hafið leggur nemandi fram rannsóknaráætlun í samvinnu við leiðbeinanda sem rannsóknanámsnefnd þarf að samþykkja áður en framkvæmd rannsóknar hefst. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjal með rafrænni umsókn. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. MS-rannsóknaráætlun, samningi milli nemanda og leiðbeinanda og ef við á milli nemanda og fyrirtækis þarf að skila til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms með tölvupósti og á útprentuðum undirrituðum skjölum innan sex mánaða frá innritun. Lífeindafræði, MS Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Inntökuskilyrði í diplóma- og meistaranám í lífeindafræði er BS-próf í lífeindafræði eða sambærilegt próf, að jafnaði lokið með einkunn 6,5 eða hærri, þó hafa þeir sem staðist hafa BS-próf í lífeindafræði rétt til að hefja diplómanám án skilyrða um lágmarkseinkunn. Diplómananám: Nemandi sækir skyldunámskeið haustmisseris sem eru þau sömu fyrir nemendur í diplómanámi og meistaranámi. Nemandi útfyllir umsóknareyðublað um rannsóknaverkefni sem er aftar í þessu skjali í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda og sendir Námsbraut í lífeindafræði (asbjorgosk@hi.is) fyrir 16. nóvember. Aðeins er hægt að innritast í diplómanám á haustönn. Meistaranám að loknu diplómaprófi: Að loknu diplómanámi er meistaraverkefni 60 einingar. Nemandi sækir um rannsóknaverkefni í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar fyrir 15. apríl fyrir nám sem hefst á haustmisseri eða 15. október fyrir nám sem hefst á vormisseri. Meistaranám að loknu BS prófi: Nemandi sækir skyldunámskeið haustmisseris sem eru þau sömu fyrir nemendur meistaranámi og í diplómanámi. Meistaraverkefni eru að jafnaði 90 einingar en geta verið 60 einingar. Sé meistaraverkefni 60 einingar velur nemandinn námskeið á framhaldsstigi sem gefa samtals 30 einingar umfram skyldunámskeið haustmisseris. Nemandi sækir um rannsóknaverkefni í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar fyrir 15. apríl fyrir nám sem hefst á haustmisseri eða 15. október fyrir nám sem hefst á vormisseri. Diplómaverkefni stækkað í MS verkefni meðan á diplómanámi stendur: Nemandi sem velur að taka diplómanám getur óskað eftir því að stækka verkefnið og gera það að meistaraverkefni hafi hann tilskylda lágmarskeinkunn til að innritast í meistaranám, ≥6,5. Nemandi sækir þá um að innritast í meistaranám í samstarfi við væntanlegan leiðbeinanda. Umsóknin er gerð rafrænt og send Rannsóknanámsnefnd Læknadeildar eigi síðar en 15. apríl. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjal með rafrænni umsókn. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. MS-rannsóknaráætlun, samningi milli nemanda og leiðbeinanda og ef við á milli nemanda og fyrirtækis þarf að skila til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms með tölvupósti og á útprentuðum undirrituðum skjölum innan sex mánaða frá innritun. Líf- og læknavísindi, MS Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október. Inntökuskilyrði er BS próf eða sambærilegt próf sem að jafnaði var lokið með einkunn 6,5 eða hærri. Þegar sótt er um meistaranám með áherslu á rannsóknaþjálfun þarf að vera búið að semja við væntanlegan umsjónarkennara og leiðbeinanda. Eftir að nám er hafið leggur nemandi fram rannsóknaráætlun í samvinnu við leiðbeinanda sem rannsóknanámsnefnd þarf að samþykkja áður en framkvæmd rannsóknar hefst. Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjal með rafrænni umsókn. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. MS-rannsóknaráætlun, samningi milli nemanda og leiðbeinanda og ef við á milli nemanda og fyrirtækis þarf að skila til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms með tölvupósti og á útprentuðum undirrituðum skjölum innan sex mánaða frá innritun. Sjúkraþjálfun, MS Umsóknarfrestur í meistaranám í sjúkraþjálfun, MS, er á vorin til 15. apríl. Að jafnaði eru aðeins teknir inn nemendur sem lokið hafa 180 eininga BS prófi í sjúkraþjálfunarfræðum með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Stutt greinargerð um námsmarkmið. Talmeinafræði, MS Umsóknarfrestur í meistaranám í Talmeinafræði er á vorin til 15. apríl annað hvert ár. Næst verður tekið inn í meistaranám í talmeinafræði haustið 2020 og takmarkast fjöldi nýrra nemenda við töluna 15. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA, B.Ed. eða BAS prófi með að jafnaði 1. einkunn sem og eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands: Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) - 40ECTS Málkerfið - hljóð og orð ÍSL209G (10e) Inngangur að málfræði ÍSL110G (10e) Tal- og málmein AMV309G (10e) Máltaka barna ÍSL508G (10e) Sálfræði - 35ECTS Tölfræði I SÁL102G (10e) Tölfræði II SÁL203G (5e) Þroskasálfræði SÁL414G (10e) Mælinga- og próffræði SÁL418G (10e) Umsækjandi þarf að senda inn rafræna umsókn um framhaldsnám. Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð. Við inntöku er tekið mið af inntökuskilyrðum og einkunnum úr forkröfunámi. Doktorsnám Umsækjendur þurfa að hafa lokið MS-prófi eða sambærilegu prófi frá viðurkenndum rannsóknarháskóla. Þó er heimilt er að skrá nemanda í samþætt doktors- og meistaranám að loknu BS/BA-námi, hafi hann sýnt góða námshæfni og reynslu af rannsóknarstörfum með góðum vitnisburði leiðbeinanda. Fylgigögn með rafrænni umsókn eru: Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír) Náms- og starfsferilsskrá (.pdf skrá) Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði) Greinargerð um námsmarkmið. Fylgiskjal með rafrænni umsókn. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferlið í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið. facebooklinkedintwitter