Skip to main content

Háskólinn og heimsmarkmiðin

Háskólinn og heimsmarkmiðin

Háskóli Íslands leggur áherslu á að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk samfélagsleg áhrif.

Mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til að leita lausna á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lýsa. 

Með aukinni þekkingu má auðvelda samfélögum að takast á við áskoranir sem markmiðin lýsa.
 

Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi

Viðburðalota um heimsmarkmið 16: Frið og réttlæti.

27. nóvember 2024

Nánari upplýsingar

Háskólinn og heimsmarkmiðin

Sjáðu um hvað námið snýst

Gestir á fyrirlestri um heimsmarkmið

Viðburðaröð

Háskóli Íslands vill að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og takist á við þær flóknu áskoranir sem Ísland og heimurinn standa nú frammi fyrir.  HÍ hrindir því af stað viðburðaröð sem kallast Háskólinn og heimsmarkmiðin.

Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.

Dagskrá 

Eitt heimsmarkmið er tekið fyrir í á hverjum viðburði.  Framúrskarandi fræðimönnum, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin og vandamálin sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. 

Skoðaðu liðna viðburði og streymi frá þeim.