Skip to main content

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði (Center of Marketing and Service Management – CMS) er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (University of Iceland, School of Business).

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur fyrir fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviði markaðs- og þjónustufræða. Markmiðið er að efla þekkingu á fræðasviðinu með því að vinna að vönduðum rannsóknum og miðla niðurstöðum á viðeigandi vettvangi. Ennfremur að þjóna íslensku atvinnulífi með vönduðum rannsóknum er tengjast fyrirtækjum og stofnunum og starfsumhverfi þeirra.

Forstöðumaður
Þórhallur Örn Guðlaugsson prófessor