Í rannsóknum er hlutverk Félagsvísindasviðs að skapa nýja þekkingu á sviði félagsvísinda sem er gjaldgeng í alþjóðlegu vísindasamfélagi og að vera í fremstu röð við sköpun þekkingar á íslensku samfélagi. Vísindafólk Félagsvísindasviðs hefur flest stundað framhaldsnám við bestu háskóla heims og myndað rannsóknasamstarf við margar og ólíkar menntastofnanir innanlands sem utan. Því eru rannsóknarniðurstöður iðulega birtar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum. Til að auðvelda leit að fræðimönnum skólans er hægt að fara í leitina finndu fræðimann. Show Vísindanefnd Á sviðinu starfar vísindanefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverri deild og er hlutverk hennar m.a. að efla rannsóknastarfsemi og rannsóknarnám sviðsins og vinna að mótun og endurskoðun á stefnu í rannsóknum í samvinnu við deildir og námsbrautir sviðsins. Vísindanefnd á Félagsvísindasviði, aðalfulltrúar: Formaður Þorgerður J Einarsdóttir Erla Sólveig Kristjánsdóttir varamaður Kári KristjánssonEva Heiða Önnudóttir varamaður Hulda ÞórisdóttirSif EinarsdóttirSigurveig H Sigurðardóttir varamaður Freydís J. FreysteinsdóttirTinna Laufey ÁsgeirsdóttirValgerður SólnesHulda Guðmunda Óskarsdóttir, fulltrúi doktorsnema Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri starfar með nefndinni ásamt Huldu Proppé, rannsóknastjóra. Erindisbréf og skipan vísindanefndar Nánari upplýsingar um rannsóknir á Félagsvísindasviði má finna á yfirlitssíðu um rannsóknastofnanir Háskóla Íslands. ÍRIS Rannsóknir á Íslandi - Félagsvísindasvið Þjóðarspegillinn Show Rannsóknastofur og stofnanir Upplýsingar um rannsóknastofur og -stofnanir á Félagsvísindasviði má nálgast á yfirlitssíðu yfir rannsóknastofnanir Háskóla Íslands. Show Rannsóknasjóðir Í Uglunni (innri vef) má sjá yfirlit yfir rannsóknasjóði sem taka við umsóknum á næstu mánuðum. Show Ritraðir á Félagsvísindasviði Á Félagsvísindasviði eru gefnar út ritrýndar ritraðir þar sem vísindafólk miðlar þekkingu á hinum fjölbreyttu sviðum innan félagsvísindanna. Hér að neðan má sjá þær ritraðir sem gefnar eru út á sviðinu. Show Ritröðin Í stuttu máli Ritröðin Í Stutt máli Ritröðin er vettvangur til miðlunar rannsókna félagsvísindafólks á Íslandi, hugsuð til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Ristjóri er Ólafur Rastrick, dósent í þjóðfræði Hagfræði daglegs lífs – í stuttu máliKynþáttafordómar í stuttu máliÁfangastaðir – í stuttu máli Show Ritröðin Rannsóknir í viðskiptafræði Ristjórar eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson Rannsóknir í viðskiptafræði IRannsóknir í viðskiptafræði IIRannsóknir í viðskiptafræði III Show Doktorsnám og rannsóknir Félagsvísindasvið býður upp á fjölbreytt doktorsnám við allar deildir fræðasviðsins Umfjöllun um vísindi facebooklinkedintwitter