Skip to main content

Háskólalestin

Háskólalestinni var hrundið af stað á hundrað ára afmælisári Háskóla Íslands árið 2011. Háskólinn vildi af þessu tilefni:

  • fagna með landsmönnum aldarafmæli HÍ, með sérstakri áherslu á vísindamiðlun til ungs fólks og fjölskyldna
  • beina athygli að starfi Rannsóknasetra HÍ á landsbyggðinni, tengslum þeirra við samfélagið og rannsóknir
  • kynna fjölþætta starfsemi Háskóla Íslands

Viðtökur voru einkar góðar og viðburðir nutu mikilla vinsælda. Þess vegna hefur Háskólalestin haldið áfram heimsóknum sínum. 

Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  

Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki.

Lestin hefur heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.

""
Tengt efni