Háskólalestinni var hrundið af stað á hundrað ára afmælisári Háskóla Íslands árið 2011. Háskólinn vildi af þessu tilefni: fagna með landsmönnum aldarafmæli HÍ, með sérstakri áherslu á vísindamiðlun til ungs fólks og fjölskyldna beina athygli að starfi Rannsóknasetra HÍ á landsbyggðinni, tengslum þeirra við samfélagið og rannsóknir kynna fjölþætta starfsemi Háskóla Íslands Viðtökur voru einkar góðar og viðburðir nutu mikilla vinsælda. Þess vegna hefur Háskólalestin haldið áfram heimsóknum sínum. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar um Háskólalestina og dagskrá má nálgast hér. Heimsókn undirbúin Heimsókn lestarinnar er ávallt undirbúin í nánu samstarfi við sveitarfélög og grunnskóla í heimabyggð. Oft eru einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni virkir þátttakendur. Fyrirtæki á svæðinu sem tengjast á einhvern hátt vísinda- og fræðastarfi og/eða nýsköpun geta líka tekið þátt. Háskólalestin, gunnskólinn og heimamenn Í Háskólalestinni eru í boði valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur. Einn skóladagur helgaður þeim viðburði. Daginn eftir er slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með: stjörnuveri sýnitilraunum mælingum og pælingum óvæntum uppgötvunum skemmtilegum uppákomum Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki. Lestin hefur heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað. Tengt efni Háskóli unga fólksins Vísindasmiðjan FLL tækni-og hönnunarkeppni Nýsköpunarkeppni grunnskólanna facebooklinkedintwitter