Skip to main content

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sérhæfir sig í umhverfishugvísindum.

Setrið var stofnað árið 2023 og er starfrækt í nánu samstarfi við Huldu náttúruhugvísindasetur. Setrin gefa út ritröðina Huldurit, þar sem birtar eru niðurstöður rannsókna á sviði umhverfishugvísinda. Þau standa einnig fyrir ráðstefnum, málþingum, sýningum og öðrum viðburðum.

Áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf. Þar sem umhverfishugvísindi eru þverfagleg fræði á setrið einnig í samvinnu við ýmsar aðrar rannsóknastofnanir á svæðinu, meðal annars Náttúrufræðistofnun og vettvangsakademíu fyrir fornleifafræði á Hofstöðum.

Hér erum við

Gígur
Skútustöðum
Mývatnssveit

Netfang: audurada@hi.is

Gígur
Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs, Erla Diljá Sæmundardóttir, yfirlandvörður, og Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, kynna starfsemi stofnana sem aðsetur hafa í Gíg fyrir gestum ráðstefnunnar Mývatnsrannsóknir í 50 ár.
Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs, Erla Diljá Sæmundardóttir, yfirlandvörður, og Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, kynna starfsemi stofnana sem aðsetur hafa í Gíg fyrir gestum ráðstefnunnar Mývatnsrannsóknir í 50 ár.
Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit tók þátt í viðburði Huldu náttúruhugvísindaseturs um Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, 8. júní 2024
Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit tók þátt í viðburði Huldu náttúruhugvísindaseturs um Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, 8. júní 2024
Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit tók þátt í Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar 28. maí 2024.
Samstarfsaðilar
Loftslagsdagurinn 2024