Háskóli Íslands (HÍ) er samfélag starfsfólks og stúdenta og einn stærsti vinnustaður landsins. HÍ er í góðri stöðu til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið. Umhverfisáhrif af rekstri stórrar stofnunar á borð við HÍ eru umtalsverð. HÍ vill leggja sitt að mörkum við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi sinni og er sjálfbærni og fjölbreytileiki ein af fjórum megináherslum í núverandi stefnu HÍ26. Hér að neðan eru nokkrar ábendingar um hvernig hægt er að stuðla að grænum lífstíl. Samgöngur Húsnæði Háskóla Íslands er afar vel staðsett og auðvelt að komast þangað. Við hvetjum stúdenta til að nýta sér vistvæna samgöngumáta í ferðum til og frá háskólasvæðisins Samkvæmt ferðavenjukönnun er um helmingur starfsfólks og stúdenta sem kemur með einkabíl til og frá HÍ Hver og einn getur dregið úr eigin kolefnisfótspori með því að velja vistvænan samgöngumáta. Með því að sleppa að koma tvisvar í viku á einkabílnum getur þú dregið úr eigin losun vegna samgangna um 40%! Almenningssamgöngur Strætisvagnar stoppa við flestar byggingar skólans, kynntu þér leiðakerfið og tímatöflur á heimasíðu Strætó Nemendur HÍ geta keypt nemakort í Uglu sem gildir á höfuðborgarsvæðingu á niðurgreiddu verði Hjólareiðar Hjólreiðum fylgja margir kostir, bæði fyrir þig og aðra. Ekki er það einungis umhverfisvænna en að koma akandi, heldur sparar það pening og oftar en ekki tíma við að sleppa að sitja í umferð, bætir heilsu og er skemmtilegur ferðamáti! Hjólastandar eru við allar byggingar HÍ Yfirbyggð hjólaskýli eru við Lögberg og VR-II auk þess sem nýlega var reistur hjólagámur við Læknagarð Við Háskólatorg, VR-II og Stakkahlíð er að finna viðgerðastanda ef eitthvað smálegt þarf að laga á hjólinu Kynntu þér hjólakort af Háskóla Íslands en þar er hægt að sjá hversu lengi er verið að hjóla á háskólasvæðið frá ólíkum borgarhlutum Ganga Kannanir sýna að um þriðjungur ferða hjá Reykvíkingum er styttri en 1 km og má ganga þá vegalengd á um 15 mínútum Góðar göngu- og hlaupaleiðir er að finna nærri HÍ Rafskútur Rafskútur er orðinn vinsæll ferðakostur til styttri vegalengd. Hopp og Zolo eru með rafskútur til leigu um allt stórhöfuðborgarsvæðið Við Háskólatorg, Öskju, Háskólabíó, VR-II og Læknagarð er að finna rafskútuskilasvæði sem við hvetjum stúdenta til að nýta sér Samnýting ferða/deilibílar Hopp bíður upp á deilibílaþjónustu sem við hvetjum þig til að kynna þér. Við Lögberg og Tæknigarð eru sérmerkt stæði fyrir Hopp deilibíla Inni á Uglu er hægt að óska eftir samnýtingu á ferðum til og frá HÍ undir "Samnýting ferða/Carpooling" Flokkun Í öllum háskólabyggingum er að finna flokkunarbari þar sem flokkað er í: Pappír og pappa Plast Lífrænt Flöskur og dósir Almennt sorp Flokkun í HÍ er sambærileg nýja flokkunarkerfinu sem var innleitt vorið 2023 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum Umsjónarmenn bygginga geta aðstoðað við að koma öðrum úrgangsflokkum í réttan farveg, t.d. spilliefnum eins og rafhlöðum, perum og prenthylkjum Grenndargámar Sorpu eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og er t.d. að finna grenndargám við Stúdentagarða við Eggertsgötu. Kynntu þér hvar þinn grenndargámur er staðsettur Mötuneyti Grænkera (vegan) úrval í Hámu er mjög gott og er meðal annars alltaf annar heiti rétturinn á matseðli á hverjum degi vegan, auk súpu dagsins. Í verslun Hámu er einnig að finna gott úrval af vegan salötum og samlokum Háma leggur mikið upp úr að takmarka allt einnota, meðal annars með því að bjóða uppá margnota borðbúnað. Vinsamlegast skilið öllum borðbúnaði aftur til Hámu Í Hámu er hægt að kaupa margnota nestisbox fyrir heita matinn á niðurgreiddu verði Það er ódýrara að kaupa kaffi í Hámu ef þú kemur með þitt eigið drykkjarmál. Auk þess er aðeins leyfilegt að neyta kaffis í fjölnota máli í kennslustofum HÍ! Hringrásarhagkerfi Þú getur auglýst og óskað eftir húsgögnum eða öðrum hlutum fyrir heimilið á Uglu undir "Fyrir heimilið/For the home" Á Facebook er sérstakur hópur fyrir íbúa Stúdentagarða til að selja eða gefa hluti til annarra íbúa á Sölusíðu fyrir íbúa Stúdentagarða (For sale at Student Housing) Nám og félagslíf HÍ býður upp á úrval námskeiða sem tengjast sjálfbærni á einn eða annan hátt Innan Stúdentaráðs HÍ (SHÍ) starfar umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ. Að frumkvæði nefndarinnar er HÍ Grænfánaskóli síðan árið 2020. Stúdentar geta sótt um að vera með í Grænfánanefndinni Á Facebooksíðu sjálfbærni- og umhverfismála HÍ eru birtar umhverfistengdar fréttir innan HÍ og viðburðir auglýstir sem eiga sér stað innanhús Á gátt sjálfbærni- og umhverfismála á heimasíðu HÍ er að finna ýmsan fróðleik um umhverfismál í rekstri skólans Gaia nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði halda Græna daga innan HÍ á hverju ári. Allir viðburðir fram á ensku facebooklinkedintwitter